Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson skrifar 2. desember 2016 14:14 Stjarnan og Grindavík voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins milli liðanna í Ásgarði. Stjörnumenn höfðu tapað tveimur leikjum í röð og þó slíkt sé varla hægt að kalla „krísu“ þá hefði verið mjög auðvelt að uppnefna ástandið það ef illa hefði farið fyrir Stjörnumönnum í gærkvöldi. Þeim tókst hinsvegar að snúa gengi síðustu vikna við og uppskáru tvö góð stig eftir „harðsóttan varnarsigur,“ eins og Hrafn Kristjánsson þjálfari liðsins orðaði það réttilega. Lokatölur urðu 75-64 eftir að heimamenn leiddu allan leikinn.Frábær byrjun heimamanna Eftir tvo tapleiki í röð er eðlilegt að góð lið mæti vel peppuð í sínum varnarleik og stundum fylgir líka blússandi sóknarleikur í bónus. Þetta varð raunin í fyrsta fjórðungi hjá Stjörnunni; heimamenn voru sérlega ágengir í sínum varnarleik og skotnýting liðsins til fyrirmyndar á sama tíma. Flestir héldu að liðið ætlaði sér að gera útum leikinn í fyrri hálfleik en staðan eftir fyrsta hluta var 27-10 og ekkert útlit fyrir annað en að þeim ætlaði að takast þetta, slíkir voru yfirburðirnir. Grindavík var með 18% skotnýtingu í fyrsta hluta og varnarleikur liðsins í molum gegn frábæru sóknarflæði heimamanna. Grindavík gafst aldrei upp Það er hægt að færa rök fyrir því að heimamenn hafi lagt grunninn að sigrinum einmitt í þessum fyrsta hluta því liðið náði aldrei aftur neinu sóknarflugi. Það voru svo Grindvíkingar sem náðu að herða sína vörn til muna og heimamenn náðu aldrei að skora yfir 20 stig í fjórðungi og úr varð mikill varnarbaráttuleikur. Hraði leiksins jókst mikið í öðrum hluta og undir þeim kringumstæðum virtust gestirnir þrífast best og náðu að klóra sig tilbaka. Grindavík var ekki langt frá því að komast fyrir alvöru aftur inní leikinn þegar liðið náði að sigra annan hluta 13-24 og munurinn aðeins sex stig í hálfleik. Ingvi Guðmundsson, Ómar Sævarsson, Þorleifur Ólafsson og bróðir hans Ólafur spiluðu vel og liðið skipti um drif í vörninni. Við upphaf seinni hálfleiks náðu gestirnir hinsvegar ekki að nýta sér þetta og aftur settust heimamenn í bílstjórasætið; í mínum huga var þetta tækifæri Grindavíkur til þess að gera þetta að alvöru spennuleik en í staðinn upphófst mikil varnarbarátta sem Stjörnumenn höfðu iðulega aðeins betur í. Sókn Grindavíkur náði sér aldrei aftur í sama gír og var það frábærum varnarleik heimamanna um að þakka. Grindavík barðist hinsvegar vel og náði að halda muninum í kringum tíu stigin en aldrei tókst þeim að hlaða saman í gott áhlaup og láta kné fylgja kviði. Ástæðan fyrir þessu var einföld: Sóknarleikur liðsins átti í töluverðum vandræðum með varnartilburði heimamanna, sem skiptu vel á hindrunum og náðu oftar en ekki að loka á allar tilraunir Grindavíkur til að komast upp að körfunni. Fyrsta og önnur varnarhjálp heimamanna var oft mjög góð, ásamt því að pressan á boltamenn gerði gestunum erfitt fyrir að fá opin skot. Lykilmenn Grindavíkur hittu illa og sóknarkerfin brugðust gegn sterkri varnarlínu Stjörnunnar, sem þurftu aðeins á vörninni sinni að halda til þess að halda status quo í leiknum. Lokafjórðungurinn var gestunum erfiður og fór að greina þreytumerki; lélegar ákvarðanir í sókn og smá pirringur yfir aðstæðunum sem liðið fann sig í urðu þeim svo að falli. Stjarnan hélt sjó og gat leyft sér að láta sóknina sitja aðeins á hakanum.Eðlilegur leikur, eðlileg úrslit? Grindavík hafði unnið fjóra leiki í röð en þurfti að lúta í harðviðargólf gegn sterkum andstæðingi sem hafði töluvert að sanna, ekki bara fyrir sjálfum sér heldur öllum sem fylgjast með Domino‘s-deildinni. Ég veit, eins og þið lesendur, að Stjarnan er betur mannað lið og átti að vinna leikinn; þetta voru eðlileg úrslit. Sigurinn kom einnig með eðlilegum hætti að mínu viti; ef Stjarnan hefði rúllað yfir Grindavík hefði ég talið það óeðlilegt. Stjarnan er ekki komin með þá yfirburði á Grindavík til að slíkt geti talist eðlilegt, nema af Grindavík hefði lagst niður í eymd og volæði. Grindvíkingar eru hinsvegar ekki á þeim stað heldur; þeir gáfust upp á móti KR í vetur og eru greinilega alveg hættir slíkri þvælu og hafa spilað mjög vel upp á síðkastið; með frábæru tempói, fullir sjálfstrausts og vel þjálfaðir.Liðin og leikmenn Sóknarfráköst eru oft mælikvarði á baráttu liða í leik og ljóst að hana skorti ekki hjá Grindvíkingum; liðið tók tuttugu slík og voru Ómar Sævarsson, Ólafur Ólafsson og Jens Óskarsson drjúgir undir körfu heimamanna. Liðsbaráttan hjá Grindavík var til fyrirmyndar, sérstaklega eftir að hafa lent sautján undir í fyrsta hluta. Bekkurinn var sterkur; Ingvi Guðmundsson, Jens Óskarsson og Þorleifur Ólafsson áttu flotta innkomu. Liðsheildin komst vel frá leiknum, sérstaklega í vörninni, og þó sóknin hafi hikstað ¾ hluta leiks var andinn til staðar í 40 mínútur – þetta vilja allir þjálfarar sjá frá sínum liðum. Byrjunarlið heimamanna gerði nóg í sókn til að leggja andstæðinginn að þessu sinni en alveg ljóst að liðið þarf meiri stöðugleika í sókn þegar fram í sækir. Devon Austin er ennþá spurningarmerki í mínum huga; hann er alls ekki nógu afgerandi leikmaður þrátt fyrir að vera með 13 stig og 13 fráköst. Stjarnan hóf sig snemma hátt til flugs, missti hæð strax í kjölfarið en náði að rétta sig af og lenda svo af miklum myndarskap undir lokin – ég veit, þetta minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks. Þegar á liðið reyndi í öðrum hluta og byrjun þess þriðja þá sýndu leikmenn sterka liðsheild í vörninni, sem var nóg til þess að afgreiða gestina. Hlynur Bæringsson var ankeri liðsins sem fyrr og límdi vörnina saman; bakverðir liðsins spiluðu frábærlega á boltann, lokuðu á Clinch og trufluðu flest skot fyrir utan. Hafa verður í huga að flestir skotmenn liðsins hafa sjaldan hitt eins illa og í kvöld en leikmenn brugðust sjaldnast varnarskyldum sínum – þetta vilja allir þjálfarar sjá frá sínum liðum.Vísir/EyþórLewis Clinch í leiknum í gær.Vísir/Eyþór Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Stjarnan og Grindavík voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins milli liðanna í Ásgarði. Stjörnumenn höfðu tapað tveimur leikjum í röð og þó slíkt sé varla hægt að kalla „krísu“ þá hefði verið mjög auðvelt að uppnefna ástandið það ef illa hefði farið fyrir Stjörnumönnum í gærkvöldi. Þeim tókst hinsvegar að snúa gengi síðustu vikna við og uppskáru tvö góð stig eftir „harðsóttan varnarsigur,“ eins og Hrafn Kristjánsson þjálfari liðsins orðaði það réttilega. Lokatölur urðu 75-64 eftir að heimamenn leiddu allan leikinn.Frábær byrjun heimamanna Eftir tvo tapleiki í röð er eðlilegt að góð lið mæti vel peppuð í sínum varnarleik og stundum fylgir líka blússandi sóknarleikur í bónus. Þetta varð raunin í fyrsta fjórðungi hjá Stjörnunni; heimamenn voru sérlega ágengir í sínum varnarleik og skotnýting liðsins til fyrirmyndar á sama tíma. Flestir héldu að liðið ætlaði sér að gera útum leikinn í fyrri hálfleik en staðan eftir fyrsta hluta var 27-10 og ekkert útlit fyrir annað en að þeim ætlaði að takast þetta, slíkir voru yfirburðirnir. Grindavík var með 18% skotnýtingu í fyrsta hluta og varnarleikur liðsins í molum gegn frábæru sóknarflæði heimamanna. Grindavík gafst aldrei upp Það er hægt að færa rök fyrir því að heimamenn hafi lagt grunninn að sigrinum einmitt í þessum fyrsta hluta því liðið náði aldrei aftur neinu sóknarflugi. Það voru svo Grindvíkingar sem náðu að herða sína vörn til muna og heimamenn náðu aldrei að skora yfir 20 stig í fjórðungi og úr varð mikill varnarbaráttuleikur. Hraði leiksins jókst mikið í öðrum hluta og undir þeim kringumstæðum virtust gestirnir þrífast best og náðu að klóra sig tilbaka. Grindavík var ekki langt frá því að komast fyrir alvöru aftur inní leikinn þegar liðið náði að sigra annan hluta 13-24 og munurinn aðeins sex stig í hálfleik. Ingvi Guðmundsson, Ómar Sævarsson, Þorleifur Ólafsson og bróðir hans Ólafur spiluðu vel og liðið skipti um drif í vörninni. Við upphaf seinni hálfleiks náðu gestirnir hinsvegar ekki að nýta sér þetta og aftur settust heimamenn í bílstjórasætið; í mínum huga var þetta tækifæri Grindavíkur til þess að gera þetta að alvöru spennuleik en í staðinn upphófst mikil varnarbarátta sem Stjörnumenn höfðu iðulega aðeins betur í. Sókn Grindavíkur náði sér aldrei aftur í sama gír og var það frábærum varnarleik heimamanna um að þakka. Grindavík barðist hinsvegar vel og náði að halda muninum í kringum tíu stigin en aldrei tókst þeim að hlaða saman í gott áhlaup og láta kné fylgja kviði. Ástæðan fyrir þessu var einföld: Sóknarleikur liðsins átti í töluverðum vandræðum með varnartilburði heimamanna, sem skiptu vel á hindrunum og náðu oftar en ekki að loka á allar tilraunir Grindavíkur til að komast upp að körfunni. Fyrsta og önnur varnarhjálp heimamanna var oft mjög góð, ásamt því að pressan á boltamenn gerði gestunum erfitt fyrir að fá opin skot. Lykilmenn Grindavíkur hittu illa og sóknarkerfin brugðust gegn sterkri varnarlínu Stjörnunnar, sem þurftu aðeins á vörninni sinni að halda til þess að halda status quo í leiknum. Lokafjórðungurinn var gestunum erfiður og fór að greina þreytumerki; lélegar ákvarðanir í sókn og smá pirringur yfir aðstæðunum sem liðið fann sig í urðu þeim svo að falli. Stjarnan hélt sjó og gat leyft sér að láta sóknina sitja aðeins á hakanum.Eðlilegur leikur, eðlileg úrslit? Grindavík hafði unnið fjóra leiki í röð en þurfti að lúta í harðviðargólf gegn sterkum andstæðingi sem hafði töluvert að sanna, ekki bara fyrir sjálfum sér heldur öllum sem fylgjast með Domino‘s-deildinni. Ég veit, eins og þið lesendur, að Stjarnan er betur mannað lið og átti að vinna leikinn; þetta voru eðlileg úrslit. Sigurinn kom einnig með eðlilegum hætti að mínu viti; ef Stjarnan hefði rúllað yfir Grindavík hefði ég talið það óeðlilegt. Stjarnan er ekki komin með þá yfirburði á Grindavík til að slíkt geti talist eðlilegt, nema af Grindavík hefði lagst niður í eymd og volæði. Grindvíkingar eru hinsvegar ekki á þeim stað heldur; þeir gáfust upp á móti KR í vetur og eru greinilega alveg hættir slíkri þvælu og hafa spilað mjög vel upp á síðkastið; með frábæru tempói, fullir sjálfstrausts og vel þjálfaðir.Liðin og leikmenn Sóknarfráköst eru oft mælikvarði á baráttu liða í leik og ljóst að hana skorti ekki hjá Grindvíkingum; liðið tók tuttugu slík og voru Ómar Sævarsson, Ólafur Ólafsson og Jens Óskarsson drjúgir undir körfu heimamanna. Liðsbaráttan hjá Grindavík var til fyrirmyndar, sérstaklega eftir að hafa lent sautján undir í fyrsta hluta. Bekkurinn var sterkur; Ingvi Guðmundsson, Jens Óskarsson og Þorleifur Ólafsson áttu flotta innkomu. Liðsheildin komst vel frá leiknum, sérstaklega í vörninni, og þó sóknin hafi hikstað ¾ hluta leiks var andinn til staðar í 40 mínútur – þetta vilja allir þjálfarar sjá frá sínum liðum. Byrjunarlið heimamanna gerði nóg í sókn til að leggja andstæðinginn að þessu sinni en alveg ljóst að liðið þarf meiri stöðugleika í sókn þegar fram í sækir. Devon Austin er ennþá spurningarmerki í mínum huga; hann er alls ekki nógu afgerandi leikmaður þrátt fyrir að vera með 13 stig og 13 fráköst. Stjarnan hóf sig snemma hátt til flugs, missti hæð strax í kjölfarið en náði að rétta sig af og lenda svo af miklum myndarskap undir lokin – ég veit, þetta minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks. Þegar á liðið reyndi í öðrum hluta og byrjun þess þriðja þá sýndu leikmenn sterka liðsheild í vörninni, sem var nóg til þess að afgreiða gestina. Hlynur Bæringsson var ankeri liðsins sem fyrr og límdi vörnina saman; bakverðir liðsins spiluðu frábærlega á boltann, lokuðu á Clinch og trufluðu flest skot fyrir utan. Hafa verður í huga að flestir skotmenn liðsins hafa sjaldan hitt eins illa og í kvöld en leikmenn brugðust sjaldnast varnarskyldum sínum – þetta vilja allir þjálfarar sjá frá sínum liðum.Vísir/EyþórLewis Clinch í leiknum í gær.Vísir/Eyþór
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36
Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28
Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30
Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06