Golf

Mögnuð frammistaða Ólafíu á Hills vellinum | Er í 3. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía lék einstaklega vel í dag.
Ólafía lék einstaklega vel í dag. mynd/LET/tristan jones
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék frábærlega á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina.

Ólafía lék hringinn í dag á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari.

Í heildina er Ólafía á níu höggum undir pari og er í 3. sæti. Hún var í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn og 72. sæti eftir þann fyrsta. Japaninn Nasa Hataoka er efst á 14 höggum undir pari, einu höggi á undan Jaye Marie Green frá Bandaríkjunum sem er í 2. sæti.

Ólafía náði sér mun betur á strik á Hills vellinum í dag en á fyrsta keppnisdeginum. Þar fékk hún fjóra skolla á fyrstu sjö holunum en í dag fékk hún aðeins einn skolla á holunum átján.

Ólafía byrjaði einstaklega vel í dag og fékk fjóra fugla á fyrstu átta holunum. Hún fékk alls sex fugla, 11 pör og einungis einn skolla.

Mótinu lýkur á sunnudaginn en tuttugu efstu tryggja sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í kvennagolfinu.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig annar dagurinn gekk fyrir sig en hann var í beinni textalýsingu hér inn á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×