„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 23:31 Venni, Andri Geir, Gummi Ben og Villi. Styrmir Erlendsson/Brutta Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni. Þeir Gummi Ben og Venni eru flestum þeim sem hafa fylgst með íslenskri knattspyrnu undanfarna áratugi vel kunnigir. Báðir eiga fjölda Íslandsmeistaratitla að baki og eru með sigursælari leikmönnum efstu deildar. Í dag er Gummi hvað þekktastur fyrir störf sín í sjónvarpi á meðan lögfræðingurinn Sigurvin er í dag þjálfari Þróttar Reykjavíkur í Lengjudeildinni eftir að hafa þjálfað hjá bæði FH og KR á undanförnum árum. Vilhjálmur og Andri Geir hafa haldið úti hlaðvarpinu Steve dagskrá undanfarin ár ásamt því að þeim hefur brugðið fyrir á skjánum við og við. Hvað þá Steve bræður, Vilhjálmur Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, varðar hafa þeir nú spilað tvívegis í svokölluðum „Steve special“ golfmótum í boði Brutta golf. Vilhjálmur hefur tapað báðum viðureignunum til þessa. Stríð Arons Pálmars og Björns Daníels á golfvellinum „Það er erfitt að loka mótum strákar“ „Þannig ég fór í efstu hillu og sótti mér makker, Guðmund Benediktsson eða Gumma Benna eins og ég kalla hann.“ „Ég bætti um betur, Sigurvin Ólafsson,“ sagði Andri Geir einfaldlega. „Sko ég hef verið að fylgjast með og styrkleikar þínir eru í púttunum á meðan ég hef verið að skíta á mig þar. Verið að slá vel út á velli og inn á en skít svo á mig í púttunum. Held samt að það detti inn í dag, þú ert með svo þægilega pútt-nærveru,“ sagði Gummi við Villa þegar þeir keyrðu á fyrstu holuna. Það var hins vegar Sigurvin sem stal senunni en hann hefur aldrei verið í golfklúbbi né keppt á móti. Það kom þó ekki að sök. „Venni er svona náttúru-talent, virðist vera,“ sagði Vilhjálmur og Guðmundur kinkaði kolli: „Hann er það. Er náttúrulega uppalinn í Eyjum þar sem fólk fer framhjá golfvellinum og slær nokkur högg þegar það byrjar að ganga.“ „Maður er orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu,“ sagði Villi svo er Venni tryggði sér og Andra Geir sigur á fyrstu holu keppninnar. Eins og svo oft áður á golfvellinum var spilamennskan bæði upp og ofan svo að skapið fylgdi með. Ofar í fréttinni má sjá nýjasta „Steve special“ og hvort Vilhjálmur sé loks kominn á blað eða hvort Andri Geir sé kominn í 3-0 forystu. Golf Fótbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þeir Gummi Ben og Venni eru flestum þeim sem hafa fylgst með íslenskri knattspyrnu undanfarna áratugi vel kunnigir. Báðir eiga fjölda Íslandsmeistaratitla að baki og eru með sigursælari leikmönnum efstu deildar. Í dag er Gummi hvað þekktastur fyrir störf sín í sjónvarpi á meðan lögfræðingurinn Sigurvin er í dag þjálfari Þróttar Reykjavíkur í Lengjudeildinni eftir að hafa þjálfað hjá bæði FH og KR á undanförnum árum. Vilhjálmur og Andri Geir hafa haldið úti hlaðvarpinu Steve dagskrá undanfarin ár ásamt því að þeim hefur brugðið fyrir á skjánum við og við. Hvað þá Steve bræður, Vilhjálmur Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, varðar hafa þeir nú spilað tvívegis í svokölluðum „Steve special“ golfmótum í boði Brutta golf. Vilhjálmur hefur tapað báðum viðureignunum til þessa. Stríð Arons Pálmars og Björns Daníels á golfvellinum „Það er erfitt að loka mótum strákar“ „Þannig ég fór í efstu hillu og sótti mér makker, Guðmund Benediktsson eða Gumma Benna eins og ég kalla hann.“ „Ég bætti um betur, Sigurvin Ólafsson,“ sagði Andri Geir einfaldlega. „Sko ég hef verið að fylgjast með og styrkleikar þínir eru í púttunum á meðan ég hef verið að skíta á mig þar. Verið að slá vel út á velli og inn á en skít svo á mig í púttunum. Held samt að það detti inn í dag, þú ert með svo þægilega pútt-nærveru,“ sagði Gummi við Villa þegar þeir keyrðu á fyrstu holuna. Það var hins vegar Sigurvin sem stal senunni en hann hefur aldrei verið í golfklúbbi né keppt á móti. Það kom þó ekki að sök. „Venni er svona náttúru-talent, virðist vera,“ sagði Vilhjálmur og Guðmundur kinkaði kolli: „Hann er það. Er náttúrulega uppalinn í Eyjum þar sem fólk fer framhjá golfvellinum og slær nokkur högg þegar það byrjar að ganga.“ „Maður er orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu,“ sagði Villi svo er Venni tryggði sér og Andra Geir sigur á fyrstu holu keppninnar. Eins og svo oft áður á golfvellinum var spilamennskan bæði upp og ofan svo að skapið fylgdi með. Ofar í fréttinni má sjá nýjasta „Steve special“ og hvort Vilhjálmur sé loks kominn á blað eða hvort Andri Geir sé kominn í 3-0 forystu.
Golf Fótbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira