Að eiga gleðileg jól Vera Einarsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:30 Anna segir oft hægt að fækka verkefnum í kringum jól til að njóta betur þeirra sem eftir eru. Eins er hægt að breyta hugarfari sínu í garð verkefna og útfæra þau á þægilegri máta. MYND/ERNIR Verkefnum fjölgar hjá velflestum um jól og áramót og þó takmarkið sé að eiga góðar og gleðilegar stundir getur annríkið stundum orðið til þess að streita og vanlíðan geri vart við sig. Þá er, að sögn sálfræðingsins Önnu Sigurðardóttur, ráð að staldra við og fylgja hjartanu. Hún gefur ráð gegn streitu til að hafa á einni hendi. „Við hefðum öll gott af því að hugsa um hvaðan allt það sem við gerum í kringum jólin kemur og hvað það er sem við viljum raunverulega fá út úr þessum tíma. Erum við að halda í hefðir úr uppeldinu af skyldurækni eða fáum við eitthvað út úr þeim? Erum við að láta undan samfélagslegri pressu eða langar okkur frá innstu hjartarótum að gera allt það sem við tökum okkur fyrir hendur?" Í þessu samhengi segir Anna gott fara í smá ferðalag í huganum og skoða bæði ytri og innri þætti. „Ytri þættir eru þau verkefni sem standa fyrir dyrum. Þau geta verið að kaupa gjafir, halda boð, baka, þrífa og svo framvegis. Innri þættir snúa að því hvernig við ætlum að nálgast þessi verkefni. Er það með hugarfarinu „ég verð/þarf“ eða „mig langar“? Ef hugarfarið er „ég verð“ kallar það ósjálfrátt á stressviðbrögð og kvíða,“ útskýrir Anna. Hún segir best að byrja á að horfa á ytri þætti og forgangsraða þeim. Eru þeir allir jafn mikilvægir? Er hægt að sleppa einhverjum? Ertu að framkvæma þá af því að þeir tilheyra ákveðinni hefð, af því að þér finnst þú undir samfélagslegri pressu eða er það af því þig langar til þess? Stundum tekst með þessu að fækka verkefnum til að njóta betur þeirra sem eftir eru. Eins er hægt að breyta hugarfari sínu í garð verkefnanna og útfæra þau á þægilegri máta „Ef venjan er að hitta vin eða vinkonu til að baka sörur og drekka kakó en orkan er af skornum skammti er til dæmis hægt að leggja til að hittast bara yfir kakóbolla í staðinn,“ segir Anna en þannig er hægt að eiga samvistir en draga úr álaginu. „Þá þarf kannski ekki að líta svo á að allt sé ómögulegt af því að grænu baunirnar eru kaldar en ekki heitar svo eitthvað sé nefnt.“ Anna segir líka hægt að breyta skipulaginu. „Hver kannast ekki við setninguna: Hittumst endilega á milli jóla og nýárs og spilum. Margir eru kannski búnir að lofa sér í átta spilakvöld á þessum tíma sem nær auðvitað engri átt. Hví ekki að hittast á öðrum árstíma þegar annríkið er minna?“ Anna mælir líka með því að fjölskyldur setjist niður og ræði málin í stað þess að gera allt í hálfgerðri blindni af gömlum vana. „Það er gott að sjá fyrir sér dagana fram undan og komast að samkomulagi um hvað verði gert og hvað ekki. Oft kemur í ljós að kröfurnar koma að miklu leyti frá manni sjálfum. Að fjölskyldan geri í raun ekki kröfu um að bakaðar séu tíu sortir heldur leggi meira upp úr rólegum samverustundum svo dæmi sé nefnt.“ Anna segir suma þó vissulega langa til að fylla alla kökubauka og hafa allt hreint og fínt og að það sé auðvitað í fínu lagi ef allir eru sammála. „Það getur hins vegar komið niður á fjölskyldusamveru og þá er kannski ráð að virkja fleiri. Að fjölskyldan hjálpist að og dreifi þannig álaginu.“ Anna segir hvern og einn þurfa að sníða sér stakk eftir vexti og gera kröfur til sín miðað við sínar persónulegu aðstæður í stað þess að miða sig við aðra. „Þó nágranninn föndri allar jólagjafir sjálfur þarf það ekki að henta þér. Hann er kannski á allt öðrum stað í lífinu og hefur meiri tíma.“ Hún mælir með því að fólk stoppi reglulega fram að jólum, dragi andann djúpt nokkrum sinnum hugsi um hvort það sé raunverulega að fylgja hjartanu eða einungis að uppfylla utanaðkomandi kröfur og ímyndaðar skyldur. „Jólin eru tími kærleika og velvildar í garð náungans. Til að geta gefið af sér er hins vegar nauðsynlegt að byrja á sjálfum sér og rækta velvild í eigin garð. Flestir verða mun þægilegri í samskiptum og með skemmtilegri nærveru fyrir vikið.“ Anna segir gott að sjá fyrir sér ráð gegn jólastreitu á einni hendi. „Við getum kallað þetta hjálparhöndina en þá er eitt gott ráð á hverjum fingri:“1. Sjáðu fyrir þér – hvernig þú vilt hafa jólin þín og fjölskyldunnar.2. Forgangsraðaðu og deildu verkefnum – í samvinnu við fjölskylduna.3. Andaðu djúpt að þér fimm sinnum – til að öðlast hugarró, ná áttum og finna hvort þú sért á réttir leið með að fylgja löngunum þínum/ykkar eftir.4. Stundaðu hreyfingu og útivist – þú átt það skilið að hugsa vel um líkamann á álagstíma og það gerir þér og öllum í kringum þig gott.5. Sýndu velvild í eigin garð – sýndu þér skilning og hlýju þegar þú villist af leið og ef þú lætur glepjast af innri skyldum („ég verð/þarf“) eða samfélagslegum kröfum. Fyrirgefðu þér og taktu svo ákvörðun um hvað það er sem þú vilt raunverulega gera og fylgdu henni eftir. Jól Jólafréttir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Boðskapur Lúkasar Jól Nótur fyrir píanó Jól Álfadrottning í álögum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól
Verkefnum fjölgar hjá velflestum um jól og áramót og þó takmarkið sé að eiga góðar og gleðilegar stundir getur annríkið stundum orðið til þess að streita og vanlíðan geri vart við sig. Þá er, að sögn sálfræðingsins Önnu Sigurðardóttur, ráð að staldra við og fylgja hjartanu. Hún gefur ráð gegn streitu til að hafa á einni hendi. „Við hefðum öll gott af því að hugsa um hvaðan allt það sem við gerum í kringum jólin kemur og hvað það er sem við viljum raunverulega fá út úr þessum tíma. Erum við að halda í hefðir úr uppeldinu af skyldurækni eða fáum við eitthvað út úr þeim? Erum við að láta undan samfélagslegri pressu eða langar okkur frá innstu hjartarótum að gera allt það sem við tökum okkur fyrir hendur?" Í þessu samhengi segir Anna gott fara í smá ferðalag í huganum og skoða bæði ytri og innri þætti. „Ytri þættir eru þau verkefni sem standa fyrir dyrum. Þau geta verið að kaupa gjafir, halda boð, baka, þrífa og svo framvegis. Innri þættir snúa að því hvernig við ætlum að nálgast þessi verkefni. Er það með hugarfarinu „ég verð/þarf“ eða „mig langar“? Ef hugarfarið er „ég verð“ kallar það ósjálfrátt á stressviðbrögð og kvíða,“ útskýrir Anna. Hún segir best að byrja á að horfa á ytri þætti og forgangsraða þeim. Eru þeir allir jafn mikilvægir? Er hægt að sleppa einhverjum? Ertu að framkvæma þá af því að þeir tilheyra ákveðinni hefð, af því að þér finnst þú undir samfélagslegri pressu eða er það af því þig langar til þess? Stundum tekst með þessu að fækka verkefnum til að njóta betur þeirra sem eftir eru. Eins er hægt að breyta hugarfari sínu í garð verkefnanna og útfæra þau á þægilegri máta „Ef venjan er að hitta vin eða vinkonu til að baka sörur og drekka kakó en orkan er af skornum skammti er til dæmis hægt að leggja til að hittast bara yfir kakóbolla í staðinn,“ segir Anna en þannig er hægt að eiga samvistir en draga úr álaginu. „Þá þarf kannski ekki að líta svo á að allt sé ómögulegt af því að grænu baunirnar eru kaldar en ekki heitar svo eitthvað sé nefnt.“ Anna segir líka hægt að breyta skipulaginu. „Hver kannast ekki við setninguna: Hittumst endilega á milli jóla og nýárs og spilum. Margir eru kannski búnir að lofa sér í átta spilakvöld á þessum tíma sem nær auðvitað engri átt. Hví ekki að hittast á öðrum árstíma þegar annríkið er minna?“ Anna mælir líka með því að fjölskyldur setjist niður og ræði málin í stað þess að gera allt í hálfgerðri blindni af gömlum vana. „Það er gott að sjá fyrir sér dagana fram undan og komast að samkomulagi um hvað verði gert og hvað ekki. Oft kemur í ljós að kröfurnar koma að miklu leyti frá manni sjálfum. Að fjölskyldan geri í raun ekki kröfu um að bakaðar séu tíu sortir heldur leggi meira upp úr rólegum samverustundum svo dæmi sé nefnt.“ Anna segir suma þó vissulega langa til að fylla alla kökubauka og hafa allt hreint og fínt og að það sé auðvitað í fínu lagi ef allir eru sammála. „Það getur hins vegar komið niður á fjölskyldusamveru og þá er kannski ráð að virkja fleiri. Að fjölskyldan hjálpist að og dreifi þannig álaginu.“ Anna segir hvern og einn þurfa að sníða sér stakk eftir vexti og gera kröfur til sín miðað við sínar persónulegu aðstæður í stað þess að miða sig við aðra. „Þó nágranninn föndri allar jólagjafir sjálfur þarf það ekki að henta þér. Hann er kannski á allt öðrum stað í lífinu og hefur meiri tíma.“ Hún mælir með því að fólk stoppi reglulega fram að jólum, dragi andann djúpt nokkrum sinnum hugsi um hvort það sé raunverulega að fylgja hjartanu eða einungis að uppfylla utanaðkomandi kröfur og ímyndaðar skyldur. „Jólin eru tími kærleika og velvildar í garð náungans. Til að geta gefið af sér er hins vegar nauðsynlegt að byrja á sjálfum sér og rækta velvild í eigin garð. Flestir verða mun þægilegri í samskiptum og með skemmtilegri nærveru fyrir vikið.“ Anna segir gott að sjá fyrir sér ráð gegn jólastreitu á einni hendi. „Við getum kallað þetta hjálparhöndina en þá er eitt gott ráð á hverjum fingri:“1. Sjáðu fyrir þér – hvernig þú vilt hafa jólin þín og fjölskyldunnar.2. Forgangsraðaðu og deildu verkefnum – í samvinnu við fjölskylduna.3. Andaðu djúpt að þér fimm sinnum – til að öðlast hugarró, ná áttum og finna hvort þú sért á réttir leið með að fylgja löngunum þínum/ykkar eftir.4. Stundaðu hreyfingu og útivist – þú átt það skilið að hugsa vel um líkamann á álagstíma og það gerir þér og öllum í kringum þig gott.5. Sýndu velvild í eigin garð – sýndu þér skilning og hlýju þegar þú villist af leið og ef þú lætur glepjast af innri skyldum („ég verð/þarf“) eða samfélagslegum kröfum. Fyrirgefðu þér og taktu svo ákvörðun um hvað það er sem þú vilt raunverulega gera og fylgdu henni eftir.
Jól Jólafréttir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Boðskapur Lúkasar Jól Nótur fyrir píanó Jól Álfadrottning í álögum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól