Skuggalegar skoðanir Frosti Logason skrifar 1. desember 2016 07:00 Í 73. grein Stjórnarskrár Íslands segir að allir þegnar landsins séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Þetta er hið títtnefnda tjáningarfrelsisákvæði sem við erum dugleg að sveipa um okkur á hátíðisdögum. Enda tjáningarfrelsið eins og allir vita einn af hornsteinum lýðræðislegrar umræðu. Nú hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilt út ákærum á hendur aðilum sem eiga að hafa gerst sekir um svokallaða hatursorðræðu bæði á netinu og í útvarpi. Lögfræðingurinn Pétur Gunnlaugsson og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson eru báðir í þessum hópi. Þeim er gefið að sök að hafa látið óviðeigandi ummæli falla gegn hugmyndum um hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins. Nú er það þannig að ég styð hugmyndir um hinsegin fræðslu í grunnskólum. Skólar eru jú fræðslustofnanir og ég tel að ranghugmyndir fólks um samkynhneigð á árum áður séu enn ekki fyllilega upprættar. Fræðslan er því hið besta mál. Persónulega finnst mér fólk sem er á móti þessum áformum vera óttalegir bjánar. Það er mín skoðun og mér leyfist að halda henni fram einmitt í krafti þess tjáningarfrelsis sem hér um ræðir. En mér dettur ekki í hug að halda því fram að þetta sama tjáningarfrelsi nái bara utan um mínar skoðanir. Tjáningarfrelsið átti einmitt að vera til að menn eins og Pétur og Jón Valur yrðu ekki ofsóttir fyrir sínar brjáluðu skoðanir. Að þeim yrði ekki hótað frelsissviptingu fyrir að halda þeim fram. En lögreglan í Reykjavík virðist nú vera á öðru máli. Það er skuggalegt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun
Í 73. grein Stjórnarskrár Íslands segir að allir þegnar landsins séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Þetta er hið títtnefnda tjáningarfrelsisákvæði sem við erum dugleg að sveipa um okkur á hátíðisdögum. Enda tjáningarfrelsið eins og allir vita einn af hornsteinum lýðræðislegrar umræðu. Nú hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilt út ákærum á hendur aðilum sem eiga að hafa gerst sekir um svokallaða hatursorðræðu bæði á netinu og í útvarpi. Lögfræðingurinn Pétur Gunnlaugsson og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson eru báðir í þessum hópi. Þeim er gefið að sök að hafa látið óviðeigandi ummæli falla gegn hugmyndum um hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins. Nú er það þannig að ég styð hugmyndir um hinsegin fræðslu í grunnskólum. Skólar eru jú fræðslustofnanir og ég tel að ranghugmyndir fólks um samkynhneigð á árum áður séu enn ekki fyllilega upprættar. Fræðslan er því hið besta mál. Persónulega finnst mér fólk sem er á móti þessum áformum vera óttalegir bjánar. Það er mín skoðun og mér leyfist að halda henni fram einmitt í krafti þess tjáningarfrelsis sem hér um ræðir. En mér dettur ekki í hug að halda því fram að þetta sama tjáningarfrelsi nái bara utan um mínar skoðanir. Tjáningarfrelsið átti einmitt að vera til að menn eins og Pétur og Jón Valur yrðu ekki ofsóttir fyrir sínar brjáluðu skoðanir. Að þeim yrði ekki hótað frelsissviptingu fyrir að halda þeim fram. En lögreglan í Reykjavík virðist nú vera á öðru máli. Það er skuggalegt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun