Freyr fékk mjög gott tilboð frá Kína: „Peningar eru ekki allt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2016 15:37 Freyr Alexandersson fór ekki til Kína heldur verður áfram með stelpurnar okkar. vísir/valli Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20