Austfirðingar argir: „Ég vil örvhentan veðurfræðing“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2016 13:18 Hvernig viðrar fyrir austan? Skjáskot Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan. Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan.
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira