Kveikjan var okkar eigin fáfræði um íslensku fuglana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2016 13:45 Heiðdís Lilja og Birgitta með fuglaspilið góða. Vísir/Eyþór „Fuglafár byrjaði sem skólaverkefni,“ segir Heiðdís Lilja um nýtt spil um íslensku fuglana sem hún er höfundur að ásamt vinkonu sinni, Birgittu Steingrímsdóttur. „Við vorum báðar í háskólum, ég í vöruhönnun og Birgitta í líffræði á þeim tíma. Okkur langaði að sameina krafta okkar, bjuggum til eigið verkefni og fengum styrk fyrir því hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verkefnið var að rannsaka fuglaþekkingu barna og í kjölfarið þróa og búa til spil til að hjálpa þeim að læra í gegnum leik.“ Af hverju völdu þær fugla? „Birgitta var að læra um fugla í Háskólanum og komst þá að því hvað hún þekkti í rauninni fáa. Það sama var uppi á teningnum hjá mér og við fórum að hugsa hvort þetta væri kannski bara staðan í dag, þar sem flest ungt fólk býr í þéttbýli og er kannski ekki í svo miklum tengslum við náttúruna. Okkur fannst að minnsta kosti áhugavert að athuga það. Þannig að kveikjan var okkar eigin fáfræði um íslensku fuglana.“ Þær Heiðdís Lilja og Birgitta höfðu samband við níu grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, fengu að fara inn í alla fjórðu bekki og lögðu könnun fyrir tæplega fjögur hundruð nemendur. „Við sýndum krökkunum myndir af þeim 30 tegundum sem eru mest einkennandi í íslenskri náttúru en þær eru samtals 75. Niðurstöður könnunarinnar voru áhugaverðar því að meðaltali þekktu börnin átta fugla hvert,“ lýsir Heiðdís Lilja og heldur áfram. „Við höfðum ekkert viðmið því svona könnun hefur aldrei verið gerð áður en við vorum sammála um að það væri að minnsta kosti gaman að stuðla að því að auka þekkinguna.“ Sá fugl sem flest börnin báru kennsl á var ugla, sem fæst höfðu þó séð í raun, að sögn Heiðdísar Lilju. „Aftur á móti var það þúfutittlingurinn sem fæst þeirra þekktu þrátt fyrir að hann sé algengasti spörfugl á Íslandi. Hann lætur nú líka svo lítið yfir sér.“ Með spilinu segir Heiðdís Lilja þær stöllur vilja sýna fram á að hver tegund sé einstök og að eitthvað merkilegt sé við alla fugla. En gátu þær gert spilið spennandi fyrir utan að gera það að fræðsluefni? „Já, þetta er eiginlega tvíþætt spil, það er sem sagt hægt að spila tvo leiki og þeir eru skemmtilegir og spennandi. Eftir að við gerðum fyrsta eintakið fórum við með það í skóla og prófuðum það á krökkum til að athuga hvort það félli í kramið hjá þeim og sáum strax áhugann vakna hjá þeim. Þá er líka markmiðinu náð. Svo er það þannig að um leið og maður kynnist fuglunum opnast fleiri gluggar að náttúrunni svo við teljum mikilvægt að þekkja þá.“Ugla var sá fugl sem flest börnin þekktu. Fréttablaðið/Arnþór BirgissonHeiðdís Lilja segir Fuglafár fyrir allan aldur, það eina sem fólk þurfi að geta sé að lesa. Hún telur upplagt fyrir fjölskylduna að spila það saman bæði heima og að sjálfsögðu í sumarbústaðnum. Þær Heiðdís Lilja og Birgitta hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í byrjun þessa árs fyrir rannsóknina í skólunum og þróun spilsins. Heiðdís Lilja segir það hafa verið óvænt og skemmtilegt. „Bæði verðlaunin og áhugi fólks urðu okkur hvatning til að halda áfram með verkefnið og koma spilinu í framleiðslu. Það ferli var ekkert grín og er búið að taka rúmt ár. En það var líka þvílíkur skóli.“ Dömurnar eru báðar í námi. Heiðdís Lilja enn í vöruhönnun við Listaháskólann og Birgitta í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Auk þess eru þær á fullu þessa dagana að dreifa spilinu í búðir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016. Lífið Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
„Fuglafár byrjaði sem skólaverkefni,“ segir Heiðdís Lilja um nýtt spil um íslensku fuglana sem hún er höfundur að ásamt vinkonu sinni, Birgittu Steingrímsdóttur. „Við vorum báðar í háskólum, ég í vöruhönnun og Birgitta í líffræði á þeim tíma. Okkur langaði að sameina krafta okkar, bjuggum til eigið verkefni og fengum styrk fyrir því hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verkefnið var að rannsaka fuglaþekkingu barna og í kjölfarið þróa og búa til spil til að hjálpa þeim að læra í gegnum leik.“ Af hverju völdu þær fugla? „Birgitta var að læra um fugla í Háskólanum og komst þá að því hvað hún þekkti í rauninni fáa. Það sama var uppi á teningnum hjá mér og við fórum að hugsa hvort þetta væri kannski bara staðan í dag, þar sem flest ungt fólk býr í þéttbýli og er kannski ekki í svo miklum tengslum við náttúruna. Okkur fannst að minnsta kosti áhugavert að athuga það. Þannig að kveikjan var okkar eigin fáfræði um íslensku fuglana.“ Þær Heiðdís Lilja og Birgitta höfðu samband við níu grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, fengu að fara inn í alla fjórðu bekki og lögðu könnun fyrir tæplega fjögur hundruð nemendur. „Við sýndum krökkunum myndir af þeim 30 tegundum sem eru mest einkennandi í íslenskri náttúru en þær eru samtals 75. Niðurstöður könnunarinnar voru áhugaverðar því að meðaltali þekktu börnin átta fugla hvert,“ lýsir Heiðdís Lilja og heldur áfram. „Við höfðum ekkert viðmið því svona könnun hefur aldrei verið gerð áður en við vorum sammála um að það væri að minnsta kosti gaman að stuðla að því að auka þekkinguna.“ Sá fugl sem flest börnin báru kennsl á var ugla, sem fæst höfðu þó séð í raun, að sögn Heiðdísar Lilju. „Aftur á móti var það þúfutittlingurinn sem fæst þeirra þekktu þrátt fyrir að hann sé algengasti spörfugl á Íslandi. Hann lætur nú líka svo lítið yfir sér.“ Með spilinu segir Heiðdís Lilja þær stöllur vilja sýna fram á að hver tegund sé einstök og að eitthvað merkilegt sé við alla fugla. En gátu þær gert spilið spennandi fyrir utan að gera það að fræðsluefni? „Já, þetta er eiginlega tvíþætt spil, það er sem sagt hægt að spila tvo leiki og þeir eru skemmtilegir og spennandi. Eftir að við gerðum fyrsta eintakið fórum við með það í skóla og prófuðum það á krökkum til að athuga hvort það félli í kramið hjá þeim og sáum strax áhugann vakna hjá þeim. Þá er líka markmiðinu náð. Svo er það þannig að um leið og maður kynnist fuglunum opnast fleiri gluggar að náttúrunni svo við teljum mikilvægt að þekkja þá.“Ugla var sá fugl sem flest börnin þekktu. Fréttablaðið/Arnþór BirgissonHeiðdís Lilja segir Fuglafár fyrir allan aldur, það eina sem fólk þurfi að geta sé að lesa. Hún telur upplagt fyrir fjölskylduna að spila það saman bæði heima og að sjálfsögðu í sumarbústaðnum. Þær Heiðdís Lilja og Birgitta hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í byrjun þessa árs fyrir rannsóknina í skólunum og þróun spilsins. Heiðdís Lilja segir það hafa verið óvænt og skemmtilegt. „Bæði verðlaunin og áhugi fólks urðu okkur hvatning til að halda áfram með verkefnið og koma spilinu í framleiðslu. Það ferli var ekkert grín og er búið að taka rúmt ár. En það var líka þvílíkur skóli.“ Dömurnar eru báðar í námi. Heiðdís Lilja enn í vöruhönnun við Listaháskólann og Birgitta í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Auk þess eru þær á fullu þessa dagana að dreifa spilinu í búðir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016.
Lífið Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira