Stystu hjónaböndin í sögu Hollywood Ritstjórn skrifar 16. desember 2016 17:00 Britney fær verðlaunin fyrir stysta hjónabandið í Hollywood. Myndir/Getty Hjónaband er langtímaskuldbinding en það eru þó sumir sem ákveða að klippa á strenginn fyrr en aðrir. Vogue tók saman lista yfir þær stjörnur sem hafa átt stystu hjónaböndin í gegnum tíðina. Á listanum eru nokkur þekkt hjónabönd sem allir muna eftir og svo önnur sem koma kannski sumum á óvart. Britney Spears og Jason Alexander Britney giftist æskuvini sínum Jason Alexander í Las Vegas árið 2004. Þau giftu sig klukkan fjögur um nótt eftir djamm í djammborginni frægu. Eins og frægt er entist hjónabandið í 55 klukkutíma áður en það var gert ógilt. Britney hlýtur vinninginn fyrir stysta hjónabandið í Hollywood. Kim Kardashian og Kris Humphries Hjónaband raunveruleikastjörnunnar og körfuboltakappans entist í aðeins 72 daga. Þrátt fyrir að enginn átti von á því að þau mundu endast lengi þá kom skilnaðurinn öllum í opna skjöldu. Mikið hafði verið gert úr brúðkaupinu en það var tekið upp fyrir Keeping Up With The Kardashians. Cher og Gregg Allman Cher giftist Gregg aðeins nokkrum dögum eftir að hún skildi við Sonny Bono. Giftingin fór að sjálfsögðu fram í Las Vegas en Cher sótti um skilnað aðeins níu dögum eftir. Parið byrjaði þó seinna aftur saman og endist sambandið þá í nokkur ár. Dennis Rodman og Carmen Electra Vegas brúðkaup eru greinilega vinsæl hjá stjörnunum en þar giftu Electra og Rodman sig í kapellu árið 1998. Innan við tveimur vikum seinna sótti Dennis um ógildingu á hjónabandinu og sagðist hafa verið út úr heiminum þegar giftingin fór fram. Pamela Anderson og Rick Salomon Baywatch stjarnan Pam og pókerspilarinn Rick giftu sig og voru skilin innan tveggja mánaða. Það var árið 2007, en 2014 giftu þau sig aftur þar sem hjónabandið endaði í skilnaði eftir tæpt ár. Bradley Cooper og Jennifer Esposito Leikaraparið var gift í aðeins fjóra mánuði árið 2006 áður en þau skildu. Það eru ekki margir sem vita af því að Bradley hafði áður verið giftur en hann segir að þau hafi skilið í góðu. Nú er hann trúlofaður rússnesku fyrirsætunni Irina Shayk. Mest lesið Er Beyonce að fara að eignast stráka? Glamour Mesti töffari rauða dregilsins Glamour Íþróttabuxur heitasta trendið Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour Vinsælustu skó trend ársins 2016 Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Beint í djúpsteiktan kjúkling eftir Óskarinn Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Khloe Kardashian sló heimsmet með gallabuxunum sínum Glamour
Hjónaband er langtímaskuldbinding en það eru þó sumir sem ákveða að klippa á strenginn fyrr en aðrir. Vogue tók saman lista yfir þær stjörnur sem hafa átt stystu hjónaböndin í gegnum tíðina. Á listanum eru nokkur þekkt hjónabönd sem allir muna eftir og svo önnur sem koma kannski sumum á óvart. Britney Spears og Jason Alexander Britney giftist æskuvini sínum Jason Alexander í Las Vegas árið 2004. Þau giftu sig klukkan fjögur um nótt eftir djamm í djammborginni frægu. Eins og frægt er entist hjónabandið í 55 klukkutíma áður en það var gert ógilt. Britney hlýtur vinninginn fyrir stysta hjónabandið í Hollywood. Kim Kardashian og Kris Humphries Hjónaband raunveruleikastjörnunnar og körfuboltakappans entist í aðeins 72 daga. Þrátt fyrir að enginn átti von á því að þau mundu endast lengi þá kom skilnaðurinn öllum í opna skjöldu. Mikið hafði verið gert úr brúðkaupinu en það var tekið upp fyrir Keeping Up With The Kardashians. Cher og Gregg Allman Cher giftist Gregg aðeins nokkrum dögum eftir að hún skildi við Sonny Bono. Giftingin fór að sjálfsögðu fram í Las Vegas en Cher sótti um skilnað aðeins níu dögum eftir. Parið byrjaði þó seinna aftur saman og endist sambandið þá í nokkur ár. Dennis Rodman og Carmen Electra Vegas brúðkaup eru greinilega vinsæl hjá stjörnunum en þar giftu Electra og Rodman sig í kapellu árið 1998. Innan við tveimur vikum seinna sótti Dennis um ógildingu á hjónabandinu og sagðist hafa verið út úr heiminum þegar giftingin fór fram. Pamela Anderson og Rick Salomon Baywatch stjarnan Pam og pókerspilarinn Rick giftu sig og voru skilin innan tveggja mánaða. Það var árið 2007, en 2014 giftu þau sig aftur þar sem hjónabandið endaði í skilnaði eftir tæpt ár. Bradley Cooper og Jennifer Esposito Leikaraparið var gift í aðeins fjóra mánuði árið 2006 áður en þau skildu. Það eru ekki margir sem vita af því að Bradley hafði áður verið giftur en hann segir að þau hafi skilið í góðu. Nú er hann trúlofaður rússnesku fyrirsætunni Irina Shayk.
Mest lesið Er Beyonce að fara að eignast stráka? Glamour Mesti töffari rauða dregilsins Glamour Íþróttabuxur heitasta trendið Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour Vinsælustu skó trend ársins 2016 Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Beint í djúpsteiktan kjúkling eftir Óskarinn Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Khloe Kardashian sló heimsmet með gallabuxunum sínum Glamour