Akstur Volvo bíla Uber bannaður eftir umferðarlagabrot Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 09:18 Volvoinn frá Uber ekur hér yfir á rauðu ljósi. Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent
Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent