Óábyrgt tal Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 07:00 Ýmsar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi dregið mikilvægan lærdóm af síðasta góðæri og hagkerfið er miklu betur í stakk búið að mæta áföllum nú en þá. Það er hins vegar áhyggjuefni að sumir stjórnmálamenn tali um að auka ríkisútgjöld þegar ríkissjóður ætti að vera á bremsunni og búa í haginn. Íslendingar eru ekki lengur í hópi skuldara. Þessi ánægjulegu tíðindi má lesa út úr tölum Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á síðasta ársfjórðungi. Hrein erlend staða er jákvæð í fyrsta skipti frá því mælingar hófust en Íslendingar eiga 60 milljörðum króna meira í útlöndum en þeir skulda. Árið 2007 var þessu öfugt farið. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var mjög neikvæð í hlutfalli við landsframleiðslu og „hrein skuld með því mesta sem dæmi eru um í heiminum“, eins og sagði í Peningamálum Seðlabankans það ár. Annað dæmi um af hverju staðan í hagkerfinu er allt önnur nú en í síðasta góðæri er sú staðreynd að hagvöxtur er núna drifinn áfram af fjárfestingu og auknum vöru- og þjónustuútflutningi en ekki skuldsettri einkaneyslu. Fram kemur í þjóðhagsspá Hagstofunnar að mikil þensla sé í kortunum. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur þessa árs verði 4,8 prósent og að hann verði 4,4 prósent á næsta ári. Á góðæristíma er mikilvægt að ríkisvaldið sýni ábyrgð og búi í haginn svo það sé vel í stakk búið að mæta næstu niðursveiflu. Mörg alvarleg hagstjórnarmistök voru gerð í aðdraganda banka- og gjaldeyrishrunsins 2008. Ein slík fólst í því að ráðast í byggingu á stærstu virkjun Íslandssögunnar í góðæri. Önnur var lækkun skatta nokkru síðar á hápunkti góðærisins. Þessar skattalækkanir voru harðlega gagnrýndar af OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2006-2007 en ríkisstjórnin skellti skollaeyrum við þeirri gagnrýni. Þessar alþjóðlegu stofnanir bentu jafnframt ítrekað á það á árunum fyrir hrunið að aðhald íslenska ríkisins væri of lítið í uppsveiflunni. Í ljósi reynslunnar er mikilvægt að ríkisvaldið gangi á undan með góðu fordæmi þegar hagkerfið er á suðupunkti. Það er ekkert svigrúm til skattalækkana á næstunni enda kæmu þær eins og olía á eld í þenslunni. Eins er einkennilegt að heyra stjórnmálamenn á vinstri vængnum tala um að það þurfi að auka ríkisútgjöld um tæplega 30 milljarða króna á næsta ári. Óábyrgt tal af þessu tagi kom upp í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm. Vandséð er að það samrýmist markmiði laga um opinber fjármál sem tóku gildi í byrjun þessa árs jafnvel þótt útgjöldin væru fjármögnuð með nýjum sköttum. Í uppsveiflunni þarf að stíga varlega til jarðar í ríkisútgjöldum þótt innviðafjárfesting í vega- og heilbrigðiskerfi sé orðin brýn. Það þarf að forgangsraða í þágu innviðafjárfestingar en best væri að ná slíku markmiði með sparnaði í stað nýrra ríkisútgjalda. Að þessu sögðu er mjög jákvætt að gert sé ráð fyrir 28,4 milljarða króna afgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs þótt hann mætti vera enn meiri. Vegna stöðunnar í hagkerfinu ætti afgangur á fjárlögum að vera markmið í sjálfu sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ýmsar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi dregið mikilvægan lærdóm af síðasta góðæri og hagkerfið er miklu betur í stakk búið að mæta áföllum nú en þá. Það er hins vegar áhyggjuefni að sumir stjórnmálamenn tali um að auka ríkisútgjöld þegar ríkissjóður ætti að vera á bremsunni og búa í haginn. Íslendingar eru ekki lengur í hópi skuldara. Þessi ánægjulegu tíðindi má lesa út úr tölum Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á síðasta ársfjórðungi. Hrein erlend staða er jákvæð í fyrsta skipti frá því mælingar hófust en Íslendingar eiga 60 milljörðum króna meira í útlöndum en þeir skulda. Árið 2007 var þessu öfugt farið. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var mjög neikvæð í hlutfalli við landsframleiðslu og „hrein skuld með því mesta sem dæmi eru um í heiminum“, eins og sagði í Peningamálum Seðlabankans það ár. Annað dæmi um af hverju staðan í hagkerfinu er allt önnur nú en í síðasta góðæri er sú staðreynd að hagvöxtur er núna drifinn áfram af fjárfestingu og auknum vöru- og þjónustuútflutningi en ekki skuldsettri einkaneyslu. Fram kemur í þjóðhagsspá Hagstofunnar að mikil þensla sé í kortunum. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur þessa árs verði 4,8 prósent og að hann verði 4,4 prósent á næsta ári. Á góðæristíma er mikilvægt að ríkisvaldið sýni ábyrgð og búi í haginn svo það sé vel í stakk búið að mæta næstu niðursveiflu. Mörg alvarleg hagstjórnarmistök voru gerð í aðdraganda banka- og gjaldeyrishrunsins 2008. Ein slík fólst í því að ráðast í byggingu á stærstu virkjun Íslandssögunnar í góðæri. Önnur var lækkun skatta nokkru síðar á hápunkti góðærisins. Þessar skattalækkanir voru harðlega gagnrýndar af OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2006-2007 en ríkisstjórnin skellti skollaeyrum við þeirri gagnrýni. Þessar alþjóðlegu stofnanir bentu jafnframt ítrekað á það á árunum fyrir hrunið að aðhald íslenska ríkisins væri of lítið í uppsveiflunni. Í ljósi reynslunnar er mikilvægt að ríkisvaldið gangi á undan með góðu fordæmi þegar hagkerfið er á suðupunkti. Það er ekkert svigrúm til skattalækkana á næstunni enda kæmu þær eins og olía á eld í þenslunni. Eins er einkennilegt að heyra stjórnmálamenn á vinstri vængnum tala um að það þurfi að auka ríkisútgjöld um tæplega 30 milljarða króna á næsta ári. Óábyrgt tal af þessu tagi kom upp í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm. Vandséð er að það samrýmist markmiði laga um opinber fjármál sem tóku gildi í byrjun þessa árs jafnvel þótt útgjöldin væru fjármögnuð með nýjum sköttum. Í uppsveiflunni þarf að stíga varlega til jarðar í ríkisútgjöldum þótt innviðafjárfesting í vega- og heilbrigðiskerfi sé orðin brýn. Það þarf að forgangsraða í þágu innviðafjárfestingar en best væri að ná slíku markmiði með sparnaði í stað nýrra ríkisútgjalda. Að þessu sögðu er mjög jákvætt að gert sé ráð fyrir 28,4 milljarða króna afgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs þótt hann mætti vera enn meiri. Vegna stöðunnar í hagkerfinu ætti afgangur á fjárlögum að vera markmið í sjálfu sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun