Telja fordæmisgildi dóms takmarkað vegna hlutabréfaeignar dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2016 19:31 Þrír af verjendum í málinu við upphaf þinghalds í morgun. Vísir/ÞÞ Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira