Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Einn maður var meira áberandi í heimsfréttunum en aðrir – auðjöfurinn Donald Trump – sem óvænt var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember. Missheppnað valdarán í Tyrklandi, Brexit, stríðið í Sýrlandi og hryðjuverkaárásir í Brussel, Nice, Tyrklandi, Írak og víðar voru einnig áberandi fréttum, líkt og útbreiðsla zika-veirunnar, Panamalekinn og hinn umdeildi forseti Filippseyja. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins.Hillary og Trump verða forsetaefni stóru flokkannaFréttir af forkosningum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í Bandaríkjunum voru áberandi í fréttum framan af ári. Gott gengi Donald Trump í forkosningum Repúblikana kom mörgum á óvart, en þar hafði hann betur gegn „hefðbundnari“ frambjóðendum sem hver á fætur öðrum heltist úr lestinni –Chris Christie, Rand Paul, Jeb Bush, Ben Carson, Marco Rubio, John Kasich og loks Ted Cruz.Innan Demókrataflokksins stóð baráttan milli Hillary Clinton og Bernie Sanders, sem reyndist nokkru jafnari en fyrirfram var spáð. Clinton tryggði sér þó loks útnefninguna. Flokkarnir héldu svo flokksþing sín í lok júlí þar sem Trump og Clinton urðu formlega forsetaefni flokkanna.Trump kjörinn næsti forseti BandaríkjannaRepúblikaninn Trump var svo kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna í kosningum þann 8. nóvember þegar hann hafði betur gegn Clinton. Þó að Clinton hafi hlotið mun fleiri atkvæði á landsvísu, tryggði Trump sér nægilega marga kjörmenn til að hafa sigur. Trump mun taka við embættinu þann 20. janúar næstkomandi og hefur varið tímann eftir kosningar í að ráða í hinar ýmsu stöður. Auk þess að ráða tryggja sér forsetaembættið, munu Repúblikanar einnig ráða yfir báðum deildum Bandaríkjaþings.Brexit, Cameron fer frá, May tekur viðMeirihluti breskra kjósenda samþykkti óvænt í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní að Bretar skyldu segja skilið við Evrópusambandið. Um það bil 52 prósent greiddu atkvæði með útgöngu en 48 prósent vildu áframhaldandi aðild. Kjörsókn var 72 prósent.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og tók innanríkisráðherrann Theresa May við embættinu.May hefur sagt að bresk stjórnvöld muni virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir marslok á næsta ári, en dómar breskra dómstóla og aðrir þættir gera það að verkum að mikil óvissa ríkir um framkvæmd útgönguferlisins.Hryðjuverkaárás í Brussel 22. mars32 fórust og þrír árásarmenn fórust og á fjórða hundrað særðist í sprengjuárásum í belgísku höfuðborginni Brussel að morgni 22. mars. Ein árásin var gerð á Zaventem-flugvellinum og önnur á Maalbeek neðanjarðarlestarstöðinni í miðborg Brussel. Hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð á árásunum, en árásarmennirnir tilheyrðu sama hópi og stóðu að árásunum í París nokkrum mánuðum fyrr. Hryðjuverkaárásin var sú mannskæðasta í sögu Belgíu.Stríðið í Sýrlandi og baráttan gegn ISISBorgarastríð hefur nú staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 þar sem um hálf milljón manna hafa fallið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín. Stjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta berst þar við fjölda ólíkra uppreisnarhópa og hryðjuverkasamtökin ISIS. Harðir bardagar hafa staðið um stórborgina Aleppo og fleiri borgir þar sem þúsundir standa hafa staðið frammi fyrir hungursneyð og daglegum sprengjuárásum. Sýrlenski stjórnarherinn náði stærstum hluta Aleppo aftur á sitt vald í desember. Í Írak hafa írakskar öryggissveitir sótt hart að sveitum ISIS. Nú er unnið að því að ná Mosúl, næststærstu borg landsins, úr höndum ISIS sem hafa ráðið yfir borginni í rúm tvö ár. Þrátt fyrir mikinn liðsmun hefur írökskum öryggissveitum gengið seinlega að ná borginni aftur úr höndum ISIS. Ótal sprengjuárásir hafa verið gerðar í Írak og Sýrlandi á árinu, þar sem þúsundir hafa fallið.Vísir/AFPValdaránstilraun í TyrklandiUpp komst um valdaránstilraun í Tyrklandi um miðjan júlí þar sem hluti Tyrklandshers og hóps sem kallaði sig heimafriðarráðið reyndi að ná undirtökum í tyrkneska stjórnkerfinu og hrekja forsetann Recep Tayyip Erdoğan frá völdum. Um þrjú hundruð manns fórust og tvö þúsund særðust í átökum við lögreglu og hermenn í kjölfar tilraunarinnar. Tyrklandsstjórn sakar klerkinn Fethullah Gülen um að skipuleggja valdaránið. Tyrklandsstjórn hefur staðið í miklum hreinsunum í stjórnkerfinu, hernum og öðrum sviðum hins opinbera síðustu mánuðum, þar sem grunaðir stuðningsmenn Gülen hafa verið hraktir úr stöðum sínum.Hryðjuverkaárás í Nice 14. júlí87 fórust og mörg hundruð manns særðust þegar maður ók vörubíl á fjölmennan hóp fólks við ströndina í franska bænum Nice sem var að halda upp á Bastilludaginn, þjóðhátíðardag Frakka, þann 14. júlí. Árásarmaðurinn Mohamed Lahouaiej-Bouhlel féll í skotbardaga við lögreglu.Vörubíl ekið inn á jólamarkað í Berlín Tólf manns hið minnsta féllu og nærri fimmtíu manns særðust þegar maður ók vörubíl inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín að kvöldi 19. desember. Grunaður árásarmaður var handtekinn síðar um kvöldið.PanamalekinnFréttir af Panamalekanum svokallaða tröllriðu um tíma íslensku samfélagi og leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og að ákveðið var að flýta þingkosningum. Fréttir sem unnar voru upp úr Panamaskjölunum birtust fyrst í apríl, en um einn stærsta gagnaleka sögunnar var að ræða. Þeim var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama þar sem fram komu upplýsingar um stofnun reikninga í skattaskjólum.Skotárás á skemmtistað í OrlandoFimmtíu manns féllu og 53 særðust í skotárás á Pulse, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Orlando þann 12. júní. Árásarmaðurinn Omar Mateen féll í skotbardaga við lögreglu eftir um þriggja tíma umsátur.Sendiherra Rússlands í Tyrklandi ráðinn af dögumTyrkneskir lögreglumaður á frívakt skaut Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, til bana á ljósmyndasýningu í Ankara þann 19. desember. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu skömmu síðar.Evrópumeistarinn Cristiano Ronaldo.Vísir/AFPEM í fótboltaÞað fór vart framhjá nokkum Íslendingi að Evrópumótið í fótbolta fór fram í Frakklandi í sumar. Frammistaða íslenska landsliðsins vakti gríðarlega athygli, sérstaklega eftir sigur á Englendingum í sextán liða úrslitum. Portúgalir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar eftir 1-0 sigur á Frökkum eftir framlengingu í úrslitaleik.Ólympíuleikar í RíóTæplega 12 þúsund íþróttamenn frá 205 ríkjum tóku þátt á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu dagana 5. til 21. ágúst. Leikarnir voru þeir 31. í röð sumarólympíuleika. Átta Ísleningar tóku þátt á leikunum. Sundkonunum Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur tókst báðum að tryggja sér sæti í úrslitasundum, Hrafnhildur í 100 metra bringusundi og Eygló Ósk í 200 metra baksundi. Ólympíuleikar fatlaðra fóru svo fram í september þar sem fimm íslenskir keppendur mættu til leiks. Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles var ein skærasta stjarna Sumarólympíuleikanna í Ríó.Straumur flóttafólks til EvrópuHundruð þúsunda flóttamanna hafa líkt og síðustu ár reynt að leggja leið sína til Evrópu og hafa aðildarríki Evrópusambandsins mörg hver hert landamæraeftirlit enn frekar. Þúsundir flóttamanna hafa drukknað í Miðjarðarhafi í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Málefni flóttamanna og hælisleitenda hafa verið áberandi í evrópskum stjórnmálum á árinu.Útbreiðsla Zika-veirunnarZika-veiran svokallaða braust hratt út í Suður-Ameríku í upphafi árs. Zika-veiran dreifist með ákveðinni tegund moskító-flugna og var veiran sérstaklega hættuleg barnshafandi konum þar sem veiran getur valdið alvarlegum fósturskaða þannig að börn fæðist með svokallað dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin aflétti í nóvember neyðarástandi vegna veirunnar en telur þó veiruna komna til að vera.Duterte tekur við sem forseti FilippseyjaHinn umdeildi, Rodrigo Duterte, var kjörinn forseti Filippseyja í byrjun sumars. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, hefur lofað blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. Duterte styður opinberlega dráp á grunuðum glæpamönnum á dóms og laga, en mannréttindasamtök áætla að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að hann tók við embætti.Mannskæð flugslysNokkuð var um mannskæð flugslys á árinu. Þannig fórust 62 manns þegar vél Flydubai hrapaði í Rostov-on-Don í Rússlandi í mars. Þrettán manns fórust þegar þyrla sem var að flytja starfsmenn olíuborpalls í Noregi í apríl og í maí fórust 66 manns þegar vél EgyptAir hrapaði í Miðjarðarhafi. Í lok nóvember fórust 71 maður þegar vél LaMia Airlines hrapaði í Kólumbíu, þar af fjölmargir liðsmenn brasilíska fótboltaliðsins Chapecoense. Í desember fórust 47 þegar vél Pakistan International Airlines hrapaði á leið sinni frá Vhitral til Islamabad.Geimárið 2016Greint var frá því á árinu að gögn frá Hubble-geimsjónauka NASA og ESA og fleiri sjónaukum sýni að í hinum sýnilega alheimi séu að minnsta kosti tífalt fleiri vetrarbrautir en áður var talið, eða 2.000 milljarðar hið minnsta. Geimfarið Rosetta brotlenti á halastjörnunni 67P Churyumov-Gerasimenko í september eftir að hafa verið á sporbaug um hana í tvö ár. Um leið og farið brotlenti á halastjörnunni var slökkt á farinu og ævintýri Rosettu á enda. Geimferðastofnun Evrópu missti sambandið við lendingarfarið Schiaparelli skömmu áður en það lenti á yfirborði Mars í október. Talið er að Schiaparelli hafi að öllum líkindum brotlent á reikistjörnunni Mars og síðan sprungið.Chewbacca-mamman Candace Payne sló í gegnFíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í MexíkóFíkniefnabaróninn Joaquin Guzman, sem jafnan gengur undir nafninu El Chapo, eða Sá stuttu, var handtekinn í Mexíkó í janúar, um hálfu ári eftir að honum tókst að sleppa úr fangelsi. Guzman slapp úr fangelsi í gegnum eins og hálfs kílómetra löng göng sem grafin voru úr sturtuklefa fangelsisins, en hreint ótrúleg atburðarás leiddi svo til handtöku hans.Hryðjuverkaárásir í TyrklandiHryðjuverkaárásir hafa verið tíðar í Tyrklandi á árinu. Mannskæðustu árásirnar voru gerðar í höfuðborginni Ankara þegar tæplega sjötíu manns fórust í tveimur árásum í febrúar og mars. 48 fórust og á þriðja hundrað særðust í hryðjuverkaárás á Atatürk-flugvelli í Istanbul þann 28. júní. Þá hafa fjölmargar árásir til viðbótar verið gerðar í landinu, en talið er að ýmist ISIS-liðar og uppreisnarmenn Kúrda beri ábyrgð á þeim.Dilmu Rousseff vikið úr embættiDilmu Rousseff var vikið úr embætti forseta Brasilíu í lok ágúst þegar öldungadeild brasilíska þingsins sakfelldi Rousseff af ákæru um embættisglöp. Hún var sakfelld fyrir að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Rousseff sagðist saklaus af ákærum, en varaforsetinn Michel Temer tók við forsetaembættinu í landinu.Guterres nýr aðalritari Sameinuðu þjóðannaAntonio Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, var í haust kjörinn næsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna og mun hann taka við embættinu af Suður-Kóreumanninum Ban Ki-moon. Guterres tekur við í ársbyrjun 2017.Loftslagssáttmálinn tók gildiParísarsamkomulagið um loftslagsmál tók gildi í byrjun nóvember. Með sáttmálanum er ætlunin að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við tvær gráður og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5 gráður.Kjarnorkutilraunir Norður-KóreuNorður-Kóreumenn sprengdu í september kjarnorkusprengju í tilraunaskyni, en sprengingin var öflugasta tilraunasprenging landsins til þessa og framkallaði jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig. Leiðtogar annarra ríkja kepptust við að fordæma sprenginguna.Ný ríkisstjórn í DanmörkuNý minnihlutastjórn Venstre, Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins tók við völdum í Danmörku í nóvember. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra og formaður Venstre, reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni með því að bjóða flokkunum tveimur ráðherrastóla til að koma í veg fyrir að boðað yrði til nýrra kosninga. Nýja stjórnin verður þó áfram minnihlutastjórn og er háð því að Danski þjóðarflokkurinn verji hana vantrausti.Þjóðaratkvæðagreiðsla á Ítalíu og afsögn RenziÍtalski forsætisráðherrann Matteo Renzi sagði af sér embætti í byrjun desember í kjölfar þess að Ítalir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum þeim stjórnarskrárbreytingum sem ríkisstjórn hans hafði lagt til.Radovan Karadžić dæmdur sekur um þjóðarmorðAlþjóðlegi sakamáladómstóllinn dæmdi í mars Radovan Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníuserba, sekan um þjóðarmorð, stríðsglæpi, morð og fleira. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar, meðal annars vegna aðkomu sinnar að fjöldamorðinu í Srebrenica árið 1995. Réttarhöldin stóðu yfir í átta ár þar sem Karadzic varði sig sjálfur. Hann var handtekinn í Belgrad árið 2008. Brexit Donald Trump Fréttir ársins 2016 Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Innlendar fréttir 2016: Fótboltafár og forsætisráðherra einkennandi fyrir árið Árið var nokkuð viðburðaríkt. 19. desember 2016 09:30 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent
Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Einn maður var meira áberandi í heimsfréttunum en aðrir – auðjöfurinn Donald Trump – sem óvænt var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember. Missheppnað valdarán í Tyrklandi, Brexit, stríðið í Sýrlandi og hryðjuverkaárásir í Brussel, Nice, Tyrklandi, Írak og víðar voru einnig áberandi fréttum, líkt og útbreiðsla zika-veirunnar, Panamalekinn og hinn umdeildi forseti Filippseyja. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins.Hillary og Trump verða forsetaefni stóru flokkannaFréttir af forkosningum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í Bandaríkjunum voru áberandi í fréttum framan af ári. Gott gengi Donald Trump í forkosningum Repúblikana kom mörgum á óvart, en þar hafði hann betur gegn „hefðbundnari“ frambjóðendum sem hver á fætur öðrum heltist úr lestinni –Chris Christie, Rand Paul, Jeb Bush, Ben Carson, Marco Rubio, John Kasich og loks Ted Cruz.Innan Demókrataflokksins stóð baráttan milli Hillary Clinton og Bernie Sanders, sem reyndist nokkru jafnari en fyrirfram var spáð. Clinton tryggði sér þó loks útnefninguna. Flokkarnir héldu svo flokksþing sín í lok júlí þar sem Trump og Clinton urðu formlega forsetaefni flokkanna.Trump kjörinn næsti forseti BandaríkjannaRepúblikaninn Trump var svo kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna í kosningum þann 8. nóvember þegar hann hafði betur gegn Clinton. Þó að Clinton hafi hlotið mun fleiri atkvæði á landsvísu, tryggði Trump sér nægilega marga kjörmenn til að hafa sigur. Trump mun taka við embættinu þann 20. janúar næstkomandi og hefur varið tímann eftir kosningar í að ráða í hinar ýmsu stöður. Auk þess að ráða tryggja sér forsetaembættið, munu Repúblikanar einnig ráða yfir báðum deildum Bandaríkjaþings.Brexit, Cameron fer frá, May tekur viðMeirihluti breskra kjósenda samþykkti óvænt í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní að Bretar skyldu segja skilið við Evrópusambandið. Um það bil 52 prósent greiddu atkvæði með útgöngu en 48 prósent vildu áframhaldandi aðild. Kjörsókn var 72 prósent.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og tók innanríkisráðherrann Theresa May við embættinu.May hefur sagt að bresk stjórnvöld muni virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir marslok á næsta ári, en dómar breskra dómstóla og aðrir þættir gera það að verkum að mikil óvissa ríkir um framkvæmd útgönguferlisins.Hryðjuverkaárás í Brussel 22. mars32 fórust og þrír árásarmenn fórust og á fjórða hundrað særðist í sprengjuárásum í belgísku höfuðborginni Brussel að morgni 22. mars. Ein árásin var gerð á Zaventem-flugvellinum og önnur á Maalbeek neðanjarðarlestarstöðinni í miðborg Brussel. Hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð á árásunum, en árásarmennirnir tilheyrðu sama hópi og stóðu að árásunum í París nokkrum mánuðum fyrr. Hryðjuverkaárásin var sú mannskæðasta í sögu Belgíu.Stríðið í Sýrlandi og baráttan gegn ISISBorgarastríð hefur nú staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 þar sem um hálf milljón manna hafa fallið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín. Stjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta berst þar við fjölda ólíkra uppreisnarhópa og hryðjuverkasamtökin ISIS. Harðir bardagar hafa staðið um stórborgina Aleppo og fleiri borgir þar sem þúsundir standa hafa staðið frammi fyrir hungursneyð og daglegum sprengjuárásum. Sýrlenski stjórnarherinn náði stærstum hluta Aleppo aftur á sitt vald í desember. Í Írak hafa írakskar öryggissveitir sótt hart að sveitum ISIS. Nú er unnið að því að ná Mosúl, næststærstu borg landsins, úr höndum ISIS sem hafa ráðið yfir borginni í rúm tvö ár. Þrátt fyrir mikinn liðsmun hefur írökskum öryggissveitum gengið seinlega að ná borginni aftur úr höndum ISIS. Ótal sprengjuárásir hafa verið gerðar í Írak og Sýrlandi á árinu, þar sem þúsundir hafa fallið.Vísir/AFPValdaránstilraun í TyrklandiUpp komst um valdaránstilraun í Tyrklandi um miðjan júlí þar sem hluti Tyrklandshers og hóps sem kallaði sig heimafriðarráðið reyndi að ná undirtökum í tyrkneska stjórnkerfinu og hrekja forsetann Recep Tayyip Erdoğan frá völdum. Um þrjú hundruð manns fórust og tvö þúsund særðust í átökum við lögreglu og hermenn í kjölfar tilraunarinnar. Tyrklandsstjórn sakar klerkinn Fethullah Gülen um að skipuleggja valdaránið. Tyrklandsstjórn hefur staðið í miklum hreinsunum í stjórnkerfinu, hernum og öðrum sviðum hins opinbera síðustu mánuðum, þar sem grunaðir stuðningsmenn Gülen hafa verið hraktir úr stöðum sínum.Hryðjuverkaárás í Nice 14. júlí87 fórust og mörg hundruð manns særðust þegar maður ók vörubíl á fjölmennan hóp fólks við ströndina í franska bænum Nice sem var að halda upp á Bastilludaginn, þjóðhátíðardag Frakka, þann 14. júlí. Árásarmaðurinn Mohamed Lahouaiej-Bouhlel féll í skotbardaga við lögreglu.Vörubíl ekið inn á jólamarkað í Berlín Tólf manns hið minnsta féllu og nærri fimmtíu manns særðust þegar maður ók vörubíl inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín að kvöldi 19. desember. Grunaður árásarmaður var handtekinn síðar um kvöldið.PanamalekinnFréttir af Panamalekanum svokallaða tröllriðu um tíma íslensku samfélagi og leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og að ákveðið var að flýta þingkosningum. Fréttir sem unnar voru upp úr Panamaskjölunum birtust fyrst í apríl, en um einn stærsta gagnaleka sögunnar var að ræða. Þeim var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama þar sem fram komu upplýsingar um stofnun reikninga í skattaskjólum.Skotárás á skemmtistað í OrlandoFimmtíu manns féllu og 53 særðust í skotárás á Pulse, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Orlando þann 12. júní. Árásarmaðurinn Omar Mateen féll í skotbardaga við lögreglu eftir um þriggja tíma umsátur.Sendiherra Rússlands í Tyrklandi ráðinn af dögumTyrkneskir lögreglumaður á frívakt skaut Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, til bana á ljósmyndasýningu í Ankara þann 19. desember. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu skömmu síðar.Evrópumeistarinn Cristiano Ronaldo.Vísir/AFPEM í fótboltaÞað fór vart framhjá nokkum Íslendingi að Evrópumótið í fótbolta fór fram í Frakklandi í sumar. Frammistaða íslenska landsliðsins vakti gríðarlega athygli, sérstaklega eftir sigur á Englendingum í sextán liða úrslitum. Portúgalir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar eftir 1-0 sigur á Frökkum eftir framlengingu í úrslitaleik.Ólympíuleikar í RíóTæplega 12 þúsund íþróttamenn frá 205 ríkjum tóku þátt á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu dagana 5. til 21. ágúst. Leikarnir voru þeir 31. í röð sumarólympíuleika. Átta Ísleningar tóku þátt á leikunum. Sundkonunum Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur tókst báðum að tryggja sér sæti í úrslitasundum, Hrafnhildur í 100 metra bringusundi og Eygló Ósk í 200 metra baksundi. Ólympíuleikar fatlaðra fóru svo fram í september þar sem fimm íslenskir keppendur mættu til leiks. Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles var ein skærasta stjarna Sumarólympíuleikanna í Ríó.Straumur flóttafólks til EvrópuHundruð þúsunda flóttamanna hafa líkt og síðustu ár reynt að leggja leið sína til Evrópu og hafa aðildarríki Evrópusambandsins mörg hver hert landamæraeftirlit enn frekar. Þúsundir flóttamanna hafa drukknað í Miðjarðarhafi í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Málefni flóttamanna og hælisleitenda hafa verið áberandi í evrópskum stjórnmálum á árinu.Útbreiðsla Zika-veirunnarZika-veiran svokallaða braust hratt út í Suður-Ameríku í upphafi árs. Zika-veiran dreifist með ákveðinni tegund moskító-flugna og var veiran sérstaklega hættuleg barnshafandi konum þar sem veiran getur valdið alvarlegum fósturskaða þannig að börn fæðist með svokallað dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin aflétti í nóvember neyðarástandi vegna veirunnar en telur þó veiruna komna til að vera.Duterte tekur við sem forseti FilippseyjaHinn umdeildi, Rodrigo Duterte, var kjörinn forseti Filippseyja í byrjun sumars. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, hefur lofað blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. Duterte styður opinberlega dráp á grunuðum glæpamönnum á dóms og laga, en mannréttindasamtök áætla að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að hann tók við embætti.Mannskæð flugslysNokkuð var um mannskæð flugslys á árinu. Þannig fórust 62 manns þegar vél Flydubai hrapaði í Rostov-on-Don í Rússlandi í mars. Þrettán manns fórust þegar þyrla sem var að flytja starfsmenn olíuborpalls í Noregi í apríl og í maí fórust 66 manns þegar vél EgyptAir hrapaði í Miðjarðarhafi. Í lok nóvember fórust 71 maður þegar vél LaMia Airlines hrapaði í Kólumbíu, þar af fjölmargir liðsmenn brasilíska fótboltaliðsins Chapecoense. Í desember fórust 47 þegar vél Pakistan International Airlines hrapaði á leið sinni frá Vhitral til Islamabad.Geimárið 2016Greint var frá því á árinu að gögn frá Hubble-geimsjónauka NASA og ESA og fleiri sjónaukum sýni að í hinum sýnilega alheimi séu að minnsta kosti tífalt fleiri vetrarbrautir en áður var talið, eða 2.000 milljarðar hið minnsta. Geimfarið Rosetta brotlenti á halastjörnunni 67P Churyumov-Gerasimenko í september eftir að hafa verið á sporbaug um hana í tvö ár. Um leið og farið brotlenti á halastjörnunni var slökkt á farinu og ævintýri Rosettu á enda. Geimferðastofnun Evrópu missti sambandið við lendingarfarið Schiaparelli skömmu áður en það lenti á yfirborði Mars í október. Talið er að Schiaparelli hafi að öllum líkindum brotlent á reikistjörnunni Mars og síðan sprungið.Chewbacca-mamman Candace Payne sló í gegnFíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í MexíkóFíkniefnabaróninn Joaquin Guzman, sem jafnan gengur undir nafninu El Chapo, eða Sá stuttu, var handtekinn í Mexíkó í janúar, um hálfu ári eftir að honum tókst að sleppa úr fangelsi. Guzman slapp úr fangelsi í gegnum eins og hálfs kílómetra löng göng sem grafin voru úr sturtuklefa fangelsisins, en hreint ótrúleg atburðarás leiddi svo til handtöku hans.Hryðjuverkaárásir í TyrklandiHryðjuverkaárásir hafa verið tíðar í Tyrklandi á árinu. Mannskæðustu árásirnar voru gerðar í höfuðborginni Ankara þegar tæplega sjötíu manns fórust í tveimur árásum í febrúar og mars. 48 fórust og á þriðja hundrað særðust í hryðjuverkaárás á Atatürk-flugvelli í Istanbul þann 28. júní. Þá hafa fjölmargar árásir til viðbótar verið gerðar í landinu, en talið er að ýmist ISIS-liðar og uppreisnarmenn Kúrda beri ábyrgð á þeim.Dilmu Rousseff vikið úr embættiDilmu Rousseff var vikið úr embætti forseta Brasilíu í lok ágúst þegar öldungadeild brasilíska þingsins sakfelldi Rousseff af ákæru um embættisglöp. Hún var sakfelld fyrir að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Rousseff sagðist saklaus af ákærum, en varaforsetinn Michel Temer tók við forsetaembættinu í landinu.Guterres nýr aðalritari Sameinuðu þjóðannaAntonio Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, var í haust kjörinn næsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna og mun hann taka við embættinu af Suður-Kóreumanninum Ban Ki-moon. Guterres tekur við í ársbyrjun 2017.Loftslagssáttmálinn tók gildiParísarsamkomulagið um loftslagsmál tók gildi í byrjun nóvember. Með sáttmálanum er ætlunin að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við tvær gráður og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5 gráður.Kjarnorkutilraunir Norður-KóreuNorður-Kóreumenn sprengdu í september kjarnorkusprengju í tilraunaskyni, en sprengingin var öflugasta tilraunasprenging landsins til þessa og framkallaði jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig. Leiðtogar annarra ríkja kepptust við að fordæma sprenginguna.Ný ríkisstjórn í DanmörkuNý minnihlutastjórn Venstre, Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins tók við völdum í Danmörku í nóvember. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra og formaður Venstre, reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni með því að bjóða flokkunum tveimur ráðherrastóla til að koma í veg fyrir að boðað yrði til nýrra kosninga. Nýja stjórnin verður þó áfram minnihlutastjórn og er háð því að Danski þjóðarflokkurinn verji hana vantrausti.Þjóðaratkvæðagreiðsla á Ítalíu og afsögn RenziÍtalski forsætisráðherrann Matteo Renzi sagði af sér embætti í byrjun desember í kjölfar þess að Ítalir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum þeim stjórnarskrárbreytingum sem ríkisstjórn hans hafði lagt til.Radovan Karadžić dæmdur sekur um þjóðarmorðAlþjóðlegi sakamáladómstóllinn dæmdi í mars Radovan Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníuserba, sekan um þjóðarmorð, stríðsglæpi, morð og fleira. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar, meðal annars vegna aðkomu sinnar að fjöldamorðinu í Srebrenica árið 1995. Réttarhöldin stóðu yfir í átta ár þar sem Karadzic varði sig sjálfur. Hann var handtekinn í Belgrad árið 2008.
Innlendar fréttir 2016: Fótboltafár og forsætisráðherra einkennandi fyrir árið Árið var nokkuð viðburðaríkt. 19. desember 2016 09:30
Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45