Ástareldar sem kviknuðu og slokknuðu á árinu Guðný Hrönn skrifar 14. desember 2016 16:00 Það er endalaust hægt að velta sér upp úr ástarmálum Hollywood-stjarnanna enda er alltaf eitthvað að frétta í þeim efnum. Meðfylgjandi er samantekt yfir þau ástarsambönd sem vöktu hvað mestu athyglina á árinu, hvort sem um skilnað eða nýtt samband var að ræða.Angelina Jolie og Brad Pitt.Vísir/GettyBrad Pitt / Angelina Jolie Eins og frægt er orðið sótti Angelina Jolie um skilnað frá Brad Pitt í september. Jolie fór fram á fullt forræði yfir öllum sex börnum þeirra og sakaði Pitt um að hafa lagt hendur á son þeirra. Þá fóru sögusagnir á kreik um að Pitt hefði verið að halda við mótleikkonu sína, Marion Cotillard, en hún var fljót að tjá sig um málið og þvertók fyrir að eiga í ástarsambandi við Pitt. Nýjustu fregnir herma þá að Jolie og Pitt hafi nýlega komist að samkomulagi hvað varðar forræðið yfir börnum þeirra en Pitt mun fá að hitta þau undir eftirliti.Taylor Swift.Vísir/GettyTaylor Swift Árið 2016 var viðburðaríkt hjá Taylor Swift hvað ástarmál varðar en hún hætti með kærasta sínum til 15 mánaða, Calvin Harris, í júní. En tveimur vikum síðar sást til hennar með leikaranum Tom Hiddleson. Þau voru óaðskiljanleg og fóru í hver fríið á fætur öðru, en sú gleði entist skammt því þau munu hafa hætt saman snemma í september.Amber Heard og Johnny Depp.Vísir/GettyAmber Heard / Johnny Depp Hjónaband Amber Heard og Johnny Depp fór í vaskinn í sumar en þau höfðu verið gift í rúmt ár. Heard hélt því fram að Depp heði beitt hana ofbeldi og fór fram á nálgunarbann. Í haust náðu þau sáttum og Heard dró ásakanir sínar til baka. Depp var þá gert að greiða Heard sjö milljónir dollara, sem gerir um tæpar 800 milljónir króna, en hún mun hafa gerið þá upphæð til góðgerðamála.Rihanna og Drake.Vísir/GettyRihanna / Drake Þau Rihanna og Drake hafa verið undir smásjá í sumar en þau hafa víst verið að hittast í laumi. En eitthvað virðist sambandið ganga brösuglega ef marka má fréttir vestanhafs því þau virðast hætta saman og byrja aftur saman á víxl án þess að vilja tjá sig opinberlega um sambandið.Justin Bieber og Sofia Richie.Justin Bieber / Sofia Richie Fyrr á árinu var hjartaknúsarinn Justin Bieber sagður vera kominn með kærustu. Sú heppna var fyrirsætan Sofia Richie. Bieber og Richie héngu mikið saman á tímabili og voru óhrædd við að birta myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlun. Nýverið hefur hins vegar lítið borið á því að þau sé enn að „deita“.Bella Hadid og The Weeknd.Vísir/GettyBella Hadid / The Weeknd Fyrirsætan Bella Hadid og tónlistarmaðurinn The Weeknd byrjuðu saman í apríl á seinustu ári. Þau voru mikið í sviðsljósinu og þóttu algjört ofurpar enda bæði áberandi á sínu sviði. En það var svo í nóvember á þessu ári sem fréttir af sambandsslitum þeirra bárust. Skömmu síðar mættust þau á tískupallinum hjá Victoria‘s Secret þar sem Hadid var fyrirsæta og The Weeknd tók lagið. Fregnir herma að allt sé í góðu á milli þeirra.Meghan Markle.Vísir/GettyHarry Breataprins / Meghan Markle Harry Bretaprins nældi sér í kærustu ekki alls fyrir löngu. Það mun vera leikkonan Meghan Markle sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Suits. Fregnir herma að þau séu yfir sig ástfangin. Sambandið hefur vissulega fengið mikla athygli, svo mikla að Breska konungsfjölskyldan fann sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu í september og biðja almenning og fjölmiðla um að láta Markle í friði.Rob Kardashian og Blac Chyna.Vísir/GettyRob Kardashian / Blac Chyna Fréttir af því að Rob Kardashian og Blac Chyna væru byrjuð saman fóru að berast í upphafi árs. Skömmu síðar trúlofuðu þau sig og greindu svo frá því að þau ættu von á barni saman. Dóttir þeirra kom svo í heiminn í nóvember og fékk nafnið Dream. Hér er ekkert verið að bíða með hlutina.Liam Hemsworth / Miley Cyrus Miley Cyrus og Liam Hemsworth slutu trúlofun sinni árið 2014. En þau gátu víst ekki verið lengi án hvors annars því þau vörðu seinustu áramótum saman og síðan þá hefur ástin blómstrað. Þau hafa lítið tjáð sig um sambandið við fjölmiðla en reglulega dúkka upp fréttir af því að þau séu trúlofuð og jafnvel gift.Zayn Malik / Gigi Hadid Ástin kviknaði á milli fyrirsætunnar Gigi Hadid og tónlistarmannsins Zayn Malik seint á seinast ári. Þau hættu svo saman í maí á þessu ári en það entist ekki lengi því þau voru byrjuð saman aftur nokkrum dögum síðar og nú mun allt leika í lyndi.Taylor Kinney / Lady Gaga Lady Gaga og Taylor Kinney slitu trúlofun sinni í sumar en þau höfðu verið par í um fimm ár. Þau trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári og allt virtist ganga eins og í sögu. Planið var svo að gifta sig á næsta ári en eitthvað virðist hafa klikkað hjá þeim. Sagan segir þó að Kinney hafi áhuga að taka upp þráðinn á nýjan leik og láta reyna aftur á sambandið.Orlando Bloom / Katy Perry Leikarinn Orlando Bloom og söngkonan Katy Perry byrjuðu saman í upphafi árs. Sambandið hefur þróast hratt síðan þá og nýjustu fregnir herma að Perry skarti ný stærðarinnar demantshring á baugfingri. Hvorki Bloom né Perry hafa staðfest að um trúlofunarhring sé að ræða. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Það er endalaust hægt að velta sér upp úr ástarmálum Hollywood-stjarnanna enda er alltaf eitthvað að frétta í þeim efnum. Meðfylgjandi er samantekt yfir þau ástarsambönd sem vöktu hvað mestu athyglina á árinu, hvort sem um skilnað eða nýtt samband var að ræða.Angelina Jolie og Brad Pitt.Vísir/GettyBrad Pitt / Angelina Jolie Eins og frægt er orðið sótti Angelina Jolie um skilnað frá Brad Pitt í september. Jolie fór fram á fullt forræði yfir öllum sex börnum þeirra og sakaði Pitt um að hafa lagt hendur á son þeirra. Þá fóru sögusagnir á kreik um að Pitt hefði verið að halda við mótleikkonu sína, Marion Cotillard, en hún var fljót að tjá sig um málið og þvertók fyrir að eiga í ástarsambandi við Pitt. Nýjustu fregnir herma þá að Jolie og Pitt hafi nýlega komist að samkomulagi hvað varðar forræðið yfir börnum þeirra en Pitt mun fá að hitta þau undir eftirliti.Taylor Swift.Vísir/GettyTaylor Swift Árið 2016 var viðburðaríkt hjá Taylor Swift hvað ástarmál varðar en hún hætti með kærasta sínum til 15 mánaða, Calvin Harris, í júní. En tveimur vikum síðar sást til hennar með leikaranum Tom Hiddleson. Þau voru óaðskiljanleg og fóru í hver fríið á fætur öðru, en sú gleði entist skammt því þau munu hafa hætt saman snemma í september.Amber Heard og Johnny Depp.Vísir/GettyAmber Heard / Johnny Depp Hjónaband Amber Heard og Johnny Depp fór í vaskinn í sumar en þau höfðu verið gift í rúmt ár. Heard hélt því fram að Depp heði beitt hana ofbeldi og fór fram á nálgunarbann. Í haust náðu þau sáttum og Heard dró ásakanir sínar til baka. Depp var þá gert að greiða Heard sjö milljónir dollara, sem gerir um tæpar 800 milljónir króna, en hún mun hafa gerið þá upphæð til góðgerðamála.Rihanna og Drake.Vísir/GettyRihanna / Drake Þau Rihanna og Drake hafa verið undir smásjá í sumar en þau hafa víst verið að hittast í laumi. En eitthvað virðist sambandið ganga brösuglega ef marka má fréttir vestanhafs því þau virðast hætta saman og byrja aftur saman á víxl án þess að vilja tjá sig opinberlega um sambandið.Justin Bieber og Sofia Richie.Justin Bieber / Sofia Richie Fyrr á árinu var hjartaknúsarinn Justin Bieber sagður vera kominn með kærustu. Sú heppna var fyrirsætan Sofia Richie. Bieber og Richie héngu mikið saman á tímabili og voru óhrædd við að birta myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlun. Nýverið hefur hins vegar lítið borið á því að þau sé enn að „deita“.Bella Hadid og The Weeknd.Vísir/GettyBella Hadid / The Weeknd Fyrirsætan Bella Hadid og tónlistarmaðurinn The Weeknd byrjuðu saman í apríl á seinustu ári. Þau voru mikið í sviðsljósinu og þóttu algjört ofurpar enda bæði áberandi á sínu sviði. En það var svo í nóvember á þessu ári sem fréttir af sambandsslitum þeirra bárust. Skömmu síðar mættust þau á tískupallinum hjá Victoria‘s Secret þar sem Hadid var fyrirsæta og The Weeknd tók lagið. Fregnir herma að allt sé í góðu á milli þeirra.Meghan Markle.Vísir/GettyHarry Breataprins / Meghan Markle Harry Bretaprins nældi sér í kærustu ekki alls fyrir löngu. Það mun vera leikkonan Meghan Markle sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Suits. Fregnir herma að þau séu yfir sig ástfangin. Sambandið hefur vissulega fengið mikla athygli, svo mikla að Breska konungsfjölskyldan fann sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu í september og biðja almenning og fjölmiðla um að láta Markle í friði.Rob Kardashian og Blac Chyna.Vísir/GettyRob Kardashian / Blac Chyna Fréttir af því að Rob Kardashian og Blac Chyna væru byrjuð saman fóru að berast í upphafi árs. Skömmu síðar trúlofuðu þau sig og greindu svo frá því að þau ættu von á barni saman. Dóttir þeirra kom svo í heiminn í nóvember og fékk nafnið Dream. Hér er ekkert verið að bíða með hlutina.Liam Hemsworth / Miley Cyrus Miley Cyrus og Liam Hemsworth slutu trúlofun sinni árið 2014. En þau gátu víst ekki verið lengi án hvors annars því þau vörðu seinustu áramótum saman og síðan þá hefur ástin blómstrað. Þau hafa lítið tjáð sig um sambandið við fjölmiðla en reglulega dúkka upp fréttir af því að þau séu trúlofuð og jafnvel gift.Zayn Malik / Gigi Hadid Ástin kviknaði á milli fyrirsætunnar Gigi Hadid og tónlistarmannsins Zayn Malik seint á seinast ári. Þau hættu svo saman í maí á þessu ári en það entist ekki lengi því þau voru byrjuð saman aftur nokkrum dögum síðar og nú mun allt leika í lyndi.Taylor Kinney / Lady Gaga Lady Gaga og Taylor Kinney slitu trúlofun sinni í sumar en þau höfðu verið par í um fimm ár. Þau trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári og allt virtist ganga eins og í sögu. Planið var svo að gifta sig á næsta ári en eitthvað virðist hafa klikkað hjá þeim. Sagan segir þó að Kinney hafi áhuga að taka upp þráðinn á nýjan leik og láta reyna aftur á sambandið.Orlando Bloom / Katy Perry Leikarinn Orlando Bloom og söngkonan Katy Perry byrjuðu saman í upphafi árs. Sambandið hefur þróast hratt síðan þá og nýjustu fregnir herma að Perry skarti ný stærðarinnar demantshring á baugfingri. Hvorki Bloom né Perry hafa staðfest að um trúlofunarhring sé að ræða.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira