Enski boltinn

Fékk nýjan samning fyrir 200. leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Azpilicueta hefur slegið í gegn í stöðu miðvarðar.
Azpilicueta hefur slegið í gegn í stöðu miðvarðar. vísir/getty
Spænski varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta hefur skrifað undir nýjan þriggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea.

Azpilicueta kom til Chelsea frá Marseille í ágúst 2012 og hefur síðan þá verið fastamaður í liðinu. Spánverjinn leikur væntanlega sinn 200. leik fyrir Chelsea á morgun þegar liðið mætir Sunderland á útivelli.

Azpilicueta, sem er 27 ára, er að upplagi hægri bakvörður en skipti yfir í vinstri bakvörðinn tímabilið 2013-14.

Eftir tapið fyrir Arsenal 24. september breytti Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, um leikkerfi og síðan þá hefur Azpilicueta spilað sem miðvörður í þriggja manna vörn.

Chelsea hefur unnið alla níu deildarleiki sína frá því Conte breytti um leikkerfi og situr nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×