Lokaþáttur Bara geðveik: Hjónabandið þoldi ekki álagið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. desember 2016 17:45 „Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
„Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu.
Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00
Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15
Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52