Allar bílgerðir BMW rafdrifnar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 12:57 BMW X5 eDrive. BMW framleiðir nú rafbílinn i3 og tengiltvinnbílinn i8, en þeir bílar eru bara undanfari þess sem koma skal hjá BMW er kemur af rafmagnsbílum. Strax árið 2020 stefnir BMW að því að útbúa allar sínar bílgerðir með rafmagnsdrifrás, annaðhvort algjörlega rafdrifna eða sem tengiltvinnbíla. Þessi þróun á að sögn þeirra BMW-manna ekki að koma niður á akstursgetu bíla þeirra, heldur þvert á móti. BMW bíður nú t.d. 330e, 530e og X5 eDrive jeppann sem tengiutvinnbíla og tilheyra þeir iPerformance deild BMW. Sú deild ætlar að bæta við 2 Series, 4 Series, 6 Series og allri X-jeppa og jepplingalínunni í rafbílaflóruna og með því bjóða alla framleiðslulínu sína með rafmagnsdrifrás að hluta til eða öllu leiti. Meira að segja nýi sportbíllinn sem BMW er að smíða með Toyota mun fá rafmagnsmótora. Sá bíll verður kynntur árið 2018 og í kjölfarið fær hann rafmótora til aðstoðar brunavélinni í bílnum. Þó svo að allir þessir bílar verði í boði með rafmagnsdrifrás áætlar BMW ekki að þeir leysi aðra BMW bíla með eingöngu brunavél af hólmi. BMW telur að árið 2025 muni þeir verða um 20% allra seldra bíla þeirra, en 80% enn aðeins með brunavél. BMW ætlar svo að kynna vetnisbíl árið 2025 og með því verður floti BMW orðinn nokkuð umhverfisvænn. BMW i-rafmagnsbíladeildin hefur fram að þessu selt alls yfir 100.000 bíla og á næsta ári ætlar hún að kynna sportlegri útfærslu i3 bílsins og væntir BMW að með honum færist enn meiri kraftur í rafmagnsbílasölu þess. Mini, sem tilheyrir BMW fyrirtækinu fær svo sinn fyrsta rafmagnsbíl í formi Countryman bílsins. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent
BMW framleiðir nú rafbílinn i3 og tengiltvinnbílinn i8, en þeir bílar eru bara undanfari þess sem koma skal hjá BMW er kemur af rafmagnsbílum. Strax árið 2020 stefnir BMW að því að útbúa allar sínar bílgerðir með rafmagnsdrifrás, annaðhvort algjörlega rafdrifna eða sem tengiltvinnbíla. Þessi þróun á að sögn þeirra BMW-manna ekki að koma niður á akstursgetu bíla þeirra, heldur þvert á móti. BMW bíður nú t.d. 330e, 530e og X5 eDrive jeppann sem tengiutvinnbíla og tilheyra þeir iPerformance deild BMW. Sú deild ætlar að bæta við 2 Series, 4 Series, 6 Series og allri X-jeppa og jepplingalínunni í rafbílaflóruna og með því bjóða alla framleiðslulínu sína með rafmagnsdrifrás að hluta til eða öllu leiti. Meira að segja nýi sportbíllinn sem BMW er að smíða með Toyota mun fá rafmagnsmótora. Sá bíll verður kynntur árið 2018 og í kjölfarið fær hann rafmótora til aðstoðar brunavélinni í bílnum. Þó svo að allir þessir bílar verði í boði með rafmagnsdrifrás áætlar BMW ekki að þeir leysi aðra BMW bíla með eingöngu brunavél af hólmi. BMW telur að árið 2025 muni þeir verða um 20% allra seldra bíla þeirra, en 80% enn aðeins með brunavél. BMW ætlar svo að kynna vetnisbíl árið 2025 og með því verður floti BMW orðinn nokkuð umhverfisvænn. BMW i-rafmagnsbíladeildin hefur fram að þessu selt alls yfir 100.000 bíla og á næsta ári ætlar hún að kynna sportlegri útfærslu i3 bílsins og væntir BMW að með honum færist enn meiri kraftur í rafmagnsbílasölu þess. Mini, sem tilheyrir BMW fyrirtækinu fær svo sinn fyrsta rafmagnsbíl í formi Countryman bílsins.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent