Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, byrjar tímabilið vel en hún fékk silfurverðlaun á sínu fyrsta móti.
Freydís Halla stundar háskólanám í Bandaríkjunum og er að hefja sitt annað ár í Plymouth State háskólanum. Fyrsta mótið fór fram í Sunday River í Maine fylki og var keppt í svigi.
Freydís tryggði sér annað sætið eftir að hafa verið með besta tíma í seinni ferð. Það er því greinilegt að þrefaldi Íslandsmeistarinn frá því í vor byrjar þennan vetur að kraft eins og hún endaði þann síðasta. Fyrir mótið fékk Freydís 27.87 FIS punkta sem er hennar þriðja besta mót á ferlinum.
Sturla Snær Snorrason var einnig við keppni í dag og í gær. Hann tók þátt í tveimur svigmótum í Geilo í Noregi. Í gær endaði hann í 10.sæti en náði ekki að klára í dag.
Freydís Halla fékk silfur á móti í Sunday River

Tengdar fréttir

Risastökk hjá Freydísi Höllu
Náði sínum besta árangri á svigmóti í Bandaríkjunum.

Þessi sjö ætla sér að komast á Ólympíuleikana í PyeongChang 2018
Sumarólympíuleikarnir í Ríó eru núbúnir en nú styttist í næstu vetrarólympíuleika sem fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu árið 2018.

Landsliðið í alpagreinum valið
Þrjár stúlkur og einn strákur í A-landsliði Íslands fyrir komandi vetur í alpagreinum.

Freydís Halla hafði betur gegn Maríu í sviginu | Sturla vann hjá strákunum
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli.

Freydís Halla þrefaldur Íslandsmeistari á skíðum
Freydís Halla Einarsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson urðu í dag Íslandsmeistarar í stórsvigi á Skíðamóti Íslands en keppt var í Skálafelli.