Hjartað varð taktlaust Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2016 08:00 Sigurður er hér að brýna sína menn í leik Hauka og Keflavíkur. Það er eini leikurinn þar sem Sigurður hefur stýrt Keflavíkurliðinu í vetur. Vísir/Ernir Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“ Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“
Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira