Innblástur í innpökkun Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2016 11:00 Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir hjá Reykjavik Letterpress eru fagmenn fram í fingurgóma. Visir/Ernir Hönnuðir og listamenn hjá Reykjavík Letterpress, Tulipop og Orrifinn veita lesendum hér kærkominn innblástur í innpökkun jólagjafa. Hugmyndir þeirra eru ólíkar, frá því að vera einfaldar og stílhreinar í litríkar og fjörugar. Sjá nánar hér fyrir neðan.Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir pökkuðu inn gjöfum fyrir Fréttablaðið og nota meðal annars pappír, furu og mistiltein.Vísir/ErnirReykjavík Letterpress Þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir hjá Reykjavik Letterpress notuðu prentaðan jólapappír og merkimiða úr smiðju sinni með greni og grænum og kopartónum.Fallegt kramhús.Vísir/Ernir„Við notuðum okkar eigin jólapappír, en í ár gerðum við tvær tegundir og prentað er á báðar hliðar pappírsins, svo í raun eru munstrin fjögur,“ segir Hildur Sigurðardóttir, annar eigenda Reykjavik Letterpress, um það hvernig þær pökkuðu inn jólagjöfum að sínum hætti. „Merkimiðar í stíl. Litasamsetningin er grænir tónar og kopar, með mistilteini og greni, sem er afar hlýlegt og fallegt,“ segir Hildur. „Jólin eru í algleymingi hjá okkur á þessum tímapunkti. Ásamt því að vera að kynna nýjar vörur, bæði jólalínu sem samanstendur af t.d. jólapappír, merkimiða, jólakorti og svo heilsársvörur, eins og minnisblokkir og dagatal fyrir árið 2017, þá er mikið um prentverkefni fyrir aðra. Þar má helst nefna gjafabréf sem við erum að prenta fyrir hin ýmsu fyrirtæki, enda eru gjafabréf alltaf voða góð og sniðug gjöf. Ekki má síðan gleyma jólakortunum sem við erum að gera fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Hildur.Grænir og kopartónar og falleg furugrein við prentaðan jólapappír og kort frá Reykjavík Letterpress.Vísir/ErnirHún segir skemmtilega mikið að gera í litlu búðinni þeirra á Fiskislóð. „Fólk er ýmist að kaupa innpökkunargræjur eða sniðugar tækifærisgjafir. Meðal annars jóla- og áramótaservíetturnar vinsælu, en þar eru 20 stykki í pakkanum og engin eins. Fær fólk til að tala saman og hafa gaman,“ segir Hildur. „Við erum líka með litlar gjafakörfur þar sem hægt er að finna blöndu af vörum okkar; servíettupakka, minnisblokk og hengimiða.“ Eruð þið sjálfar jólabörn? Hvernig haldið þið jólin? Eruð þið með fastar hefðir? „Já, við erum mikil jólabörn og elskum allt sem jólunum tengist. Við eigum báðar börn sem eru fædd í kringum jólin, svo það er nóg að gera í hátíðarhaldi! Við byrjum snemma að spila jólamúsík hér í vinnunni, til að koma okkur í gírinn þegar við erum að framleiða vörurnar okkar. Bjóðum gjarnan upp á mandarínur eða malt og appelsín,“ segir Hildur og er þotin í jólaösina að sinna viðskiptavinum sínum.Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður Tulipop.Vísir/ErnirTulipop Yfirhönnuður Tulipop, Signý Kolbeinsdóttir, hefur nóg að gera þessa dagana. Fram undan eru flutningar til New York þar sem fyrirtækið opnar skrifstofu. Hún elskar gamalt jólaskraut og leyfði því að njóta sín ásamt eigin hönnun á pakkanum. „Ég elska gamalt jólaskraut! Jólaskrautið sem er á pakkanum er eitthvað gamalt sem ég fann í Góða hirðinum,“ segir Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður og eigandi Tulipop, um gjöfina sem hún skreytti fyrir lesendur Fréttablaðsins. „Ég átti þennan rauða borða svo bara skellti ég Fred og nokkrum sveppum sem gera allt flottara. Jólapakkar eiga fyrst og fremst að vera girnilegir. Það er best ef það sést að maður hafi lagt svolítið á sig við að pakka inn gjöfinni. Gott ef maður á eitthvert flott skraut til að skreyta þá með. Þannig að ef og þegar ég hef tíma til að dunda í jólapakkapökkun þá vil ég hafa þá svona „more is more“ þegar kemur að jólapökkum!“Hvað er í brennidepli hjá þér þessa dagana hjá Tulipop? „Ég að leggja lokahönd á nýja vatnsbrúsahönnun. Ný heimasíða er í bígerð og svo er ég líklega að fara í skreppitúr til Skotlands að hitta animation-liðið okkar sem við erum að vinna með þessa dagana að æsispennandi teiknimyndagerð. Svo eru flutningar til New York mjög ofarlega á lista, en við erum að opna skrifstofu þar og ég flyt þangað með fjölskyldunni í byrjun næsta árs!“Hvaðan færðu innblástur?„Héðan og þaðan. Fólki kannski aðallega.“Signý notar gamalt jólaskraut og eigin hönnun, fígúruna Fred. Líflegur og litríkur pakki.Vísir/ErnirHvernig er jólaösin hjá hönnuði eins og þér, er mikið að gera? „Já, það er frekar mikið að gera bara líklega eins og hjá flestum. Kannski sérstaklega mikið núna út af flutningum.“Hvernig verða jólin hjá þér? Ertu mikið jólabarn? Ertu með fastar hefðir? „Við erum yfirleitt heima en verðum hjá mömmu um jólin í þetta sinn. Þar munum við mamma elda jólasteikina saman, örugglega Wellington-steik. Þegar ég var lítil þá var alltaf rjúpa sem mér finnst ótrúlega góð á bragðið með brúnuðum kartöflum og rauðkáli. En sú hefð dó, ég hef ekki falast eftir rjúpum eftir algera martraðar rjúpnahamflettingu ein jólin. Allt í fjöðrum og blóði og ég endaði á að hringja grátandi í pabba og bað hann blessaðan um að klára verkið fyrir mig. Eftir það hefur það verið alls konar. Einu sinni hnetusteik, þegar ég ákvað að gerast grænmetisæta, ætli það hafi ekki verið eftir rjúpnamartröðina? hamborgarhryggur, hreindýrakjöt og svo núna Wellington-steikin þriðja árið í röð. Kannski það sé orðið að hefð?“ Annars finnst Signýju jólaösin svolítið erfið. „Það er of mikil pressa, það þarf allt að vera svo fullkomið og allir í jólaskapi. Ég er að vinna í þessu.“Helga og Orri eiga von á barni á jóladag.Vísir/StefánOrrifinn Parið Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason vinnur myrkranna á milli í jólaösinni en nýtur þess að upplifa sig eins og hjálparsveina jólasveinsins í klassískri jólasögu. Jólin eru sérstök í ár því þau eiga von á jólabarni og Helga er sett þann 25. desember. Þau pökkuðu inn skartgripum úr nýrri línu, Milagros, sem er spænska orðið yfir kraftaverk, og finnst hæfa að láta fegurðina blasa við í stað þess að fela hana. Hugmyndina að nýju línunni fengu þau á ferðalagi um Suður-Ameríku. Hún heitir Milagros, eða kraftaverk upp á spænsku. Í þessum heimshluta þekkist einnig að orðið sé notað yfir áheitagripi. „Þetta eru litlir munir sem fólk leggur á helga staði og biður fyrir einhverjum,“ segir Orri og segir munina í formi líkamshluta eða líffæra. „Það er af því að biðjandinn biður oft um bata af veikindum, líkamlegum eða andlegum,“ segir Orri og nefnir til dæmis að ef munur í formi hjarta sé lagður á helgan stað megi biðja um bata af ástarsorg. Hann segir þau Helgu hafa leikið sér að því að nota form mannabeina sem var til siðs að nota til skrauts í menningarheimum Inka í Perú. „Skartið er úr silfri og bronsi og hjörtun úr gulli. Við bættum svo ferskvatnsperlum inn í með gullhjörtunum sem gerir skartgripina rómantíska í andstöðu við myrkari stemninguna í beinunum,“ útskýrir hann.Hvernig er jólaösin í ár? Er mikið að gera?„Jólaösin byrjar aldrei fyrr en upp úr miðjum desember og í skartgripabransanum oft ekki fyrr en nokkra daga fyrir aðfangadag en fólk er byrjað að koma og skoða og fá jólagjafahugmyndir. Það er hins vegar brjálað að gera hjá okkur við smíðina, á verkstæðinu okkar byrjar jólaundirbúningurinn strax í ágúst. Í desember er unnið myrkranna á milli, allt skartið er smíðað á verkstæðinu okkar sem er staðsett inn af verslun okkar á Skólavörðustíg 17a. Það er mjög hátíðleg stemning í miðbænum og við upplifum okkur eins og hjálparsveina jólasveinsins í klassískri jólasögu,“ segir Orri.Hér sést í fallega muni sem eru gefnir. Skartið er úr nýrri línu.Vísir/StefánHvernig hafið þið sjálf jólin? Eruð þið með fastar hefðir?„Við erum svo heppin að eiga stórar fjölskyldur, við höfum því miður sjálf engan tíma til að huga að aðfangadagsmat og erum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera boðin í mat til systur Helgu þar sem fleiri úr stórfjölskyldunni hópast saman og eiga dásamlega hátíðlega samverustund. Sú hefð hefur myndast að hafa alltaf litlu jólin með börnunum okkar vel fyrir jól, áður en vinnan heltekur okkur, við skreytum lifandi tré og borðum hangikjöt með öllu tilheyrandi í byrjun desember.“Eruð þið jólabörn? „Helga hefur alltaf verið jólabarn enda fædd í desember en hefur eins og ég þurft að kveðja jólaundirbúninginn að miklu leyti sökum anna á þessum tíma. Ég hef líklega ekki náð að taka þátt í jólastússinu síðan ég útskrifaðist sem gullsmiður en við njótum þess að sjálfsögðu að slappa loks af á aðfangadagskvöld. Tíminn milli jóla og nýárs er okkar uppáhalds; lestur, konfektát, samvera, kerti og spil. Jólin í ár eru reyndar einstök og hlaðin aukinni spennu allra fjölskyldumeðlima því við eigum von á jólabarni í ár en Helga er sett 25. desember þannig að þessi jól eru einstaklega spennandi hjá okkur,“ segir Orri. Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Viðheldur týndri hefð Jól Svona gerirðu graflax Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólakúlur með listarinnar höndum Jól
Hönnuðir og listamenn hjá Reykjavík Letterpress, Tulipop og Orrifinn veita lesendum hér kærkominn innblástur í innpökkun jólagjafa. Hugmyndir þeirra eru ólíkar, frá því að vera einfaldar og stílhreinar í litríkar og fjörugar. Sjá nánar hér fyrir neðan.Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir pökkuðu inn gjöfum fyrir Fréttablaðið og nota meðal annars pappír, furu og mistiltein.Vísir/ErnirReykjavík Letterpress Þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir hjá Reykjavik Letterpress notuðu prentaðan jólapappír og merkimiða úr smiðju sinni með greni og grænum og kopartónum.Fallegt kramhús.Vísir/Ernir„Við notuðum okkar eigin jólapappír, en í ár gerðum við tvær tegundir og prentað er á báðar hliðar pappírsins, svo í raun eru munstrin fjögur,“ segir Hildur Sigurðardóttir, annar eigenda Reykjavik Letterpress, um það hvernig þær pökkuðu inn jólagjöfum að sínum hætti. „Merkimiðar í stíl. Litasamsetningin er grænir tónar og kopar, með mistilteini og greni, sem er afar hlýlegt og fallegt,“ segir Hildur. „Jólin eru í algleymingi hjá okkur á þessum tímapunkti. Ásamt því að vera að kynna nýjar vörur, bæði jólalínu sem samanstendur af t.d. jólapappír, merkimiða, jólakorti og svo heilsársvörur, eins og minnisblokkir og dagatal fyrir árið 2017, þá er mikið um prentverkefni fyrir aðra. Þar má helst nefna gjafabréf sem við erum að prenta fyrir hin ýmsu fyrirtæki, enda eru gjafabréf alltaf voða góð og sniðug gjöf. Ekki má síðan gleyma jólakortunum sem við erum að gera fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Hildur.Grænir og kopartónar og falleg furugrein við prentaðan jólapappír og kort frá Reykjavík Letterpress.Vísir/ErnirHún segir skemmtilega mikið að gera í litlu búðinni þeirra á Fiskislóð. „Fólk er ýmist að kaupa innpökkunargræjur eða sniðugar tækifærisgjafir. Meðal annars jóla- og áramótaservíetturnar vinsælu, en þar eru 20 stykki í pakkanum og engin eins. Fær fólk til að tala saman og hafa gaman,“ segir Hildur. „Við erum líka með litlar gjafakörfur þar sem hægt er að finna blöndu af vörum okkar; servíettupakka, minnisblokk og hengimiða.“ Eruð þið sjálfar jólabörn? Hvernig haldið þið jólin? Eruð þið með fastar hefðir? „Já, við erum mikil jólabörn og elskum allt sem jólunum tengist. Við eigum báðar börn sem eru fædd í kringum jólin, svo það er nóg að gera í hátíðarhaldi! Við byrjum snemma að spila jólamúsík hér í vinnunni, til að koma okkur í gírinn þegar við erum að framleiða vörurnar okkar. Bjóðum gjarnan upp á mandarínur eða malt og appelsín,“ segir Hildur og er þotin í jólaösina að sinna viðskiptavinum sínum.Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður Tulipop.Vísir/ErnirTulipop Yfirhönnuður Tulipop, Signý Kolbeinsdóttir, hefur nóg að gera þessa dagana. Fram undan eru flutningar til New York þar sem fyrirtækið opnar skrifstofu. Hún elskar gamalt jólaskraut og leyfði því að njóta sín ásamt eigin hönnun á pakkanum. „Ég elska gamalt jólaskraut! Jólaskrautið sem er á pakkanum er eitthvað gamalt sem ég fann í Góða hirðinum,“ segir Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður og eigandi Tulipop, um gjöfina sem hún skreytti fyrir lesendur Fréttablaðsins. „Ég átti þennan rauða borða svo bara skellti ég Fred og nokkrum sveppum sem gera allt flottara. Jólapakkar eiga fyrst og fremst að vera girnilegir. Það er best ef það sést að maður hafi lagt svolítið á sig við að pakka inn gjöfinni. Gott ef maður á eitthvert flott skraut til að skreyta þá með. Þannig að ef og þegar ég hef tíma til að dunda í jólapakkapökkun þá vil ég hafa þá svona „more is more“ þegar kemur að jólapökkum!“Hvað er í brennidepli hjá þér þessa dagana hjá Tulipop? „Ég að leggja lokahönd á nýja vatnsbrúsahönnun. Ný heimasíða er í bígerð og svo er ég líklega að fara í skreppitúr til Skotlands að hitta animation-liðið okkar sem við erum að vinna með þessa dagana að æsispennandi teiknimyndagerð. Svo eru flutningar til New York mjög ofarlega á lista, en við erum að opna skrifstofu þar og ég flyt þangað með fjölskyldunni í byrjun næsta árs!“Hvaðan færðu innblástur?„Héðan og þaðan. Fólki kannski aðallega.“Signý notar gamalt jólaskraut og eigin hönnun, fígúruna Fred. Líflegur og litríkur pakki.Vísir/ErnirHvernig er jólaösin hjá hönnuði eins og þér, er mikið að gera? „Já, það er frekar mikið að gera bara líklega eins og hjá flestum. Kannski sérstaklega mikið núna út af flutningum.“Hvernig verða jólin hjá þér? Ertu mikið jólabarn? Ertu með fastar hefðir? „Við erum yfirleitt heima en verðum hjá mömmu um jólin í þetta sinn. Þar munum við mamma elda jólasteikina saman, örugglega Wellington-steik. Þegar ég var lítil þá var alltaf rjúpa sem mér finnst ótrúlega góð á bragðið með brúnuðum kartöflum og rauðkáli. En sú hefð dó, ég hef ekki falast eftir rjúpum eftir algera martraðar rjúpnahamflettingu ein jólin. Allt í fjöðrum og blóði og ég endaði á að hringja grátandi í pabba og bað hann blessaðan um að klára verkið fyrir mig. Eftir það hefur það verið alls konar. Einu sinni hnetusteik, þegar ég ákvað að gerast grænmetisæta, ætli það hafi ekki verið eftir rjúpnamartröðina? hamborgarhryggur, hreindýrakjöt og svo núna Wellington-steikin þriðja árið í röð. Kannski það sé orðið að hefð?“ Annars finnst Signýju jólaösin svolítið erfið. „Það er of mikil pressa, það þarf allt að vera svo fullkomið og allir í jólaskapi. Ég er að vinna í þessu.“Helga og Orri eiga von á barni á jóladag.Vísir/StefánOrrifinn Parið Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason vinnur myrkranna á milli í jólaösinni en nýtur þess að upplifa sig eins og hjálparsveina jólasveinsins í klassískri jólasögu. Jólin eru sérstök í ár því þau eiga von á jólabarni og Helga er sett þann 25. desember. Þau pökkuðu inn skartgripum úr nýrri línu, Milagros, sem er spænska orðið yfir kraftaverk, og finnst hæfa að láta fegurðina blasa við í stað þess að fela hana. Hugmyndina að nýju línunni fengu þau á ferðalagi um Suður-Ameríku. Hún heitir Milagros, eða kraftaverk upp á spænsku. Í þessum heimshluta þekkist einnig að orðið sé notað yfir áheitagripi. „Þetta eru litlir munir sem fólk leggur á helga staði og biður fyrir einhverjum,“ segir Orri og segir munina í formi líkamshluta eða líffæra. „Það er af því að biðjandinn biður oft um bata af veikindum, líkamlegum eða andlegum,“ segir Orri og nefnir til dæmis að ef munur í formi hjarta sé lagður á helgan stað megi biðja um bata af ástarsorg. Hann segir þau Helgu hafa leikið sér að því að nota form mannabeina sem var til siðs að nota til skrauts í menningarheimum Inka í Perú. „Skartið er úr silfri og bronsi og hjörtun úr gulli. Við bættum svo ferskvatnsperlum inn í með gullhjörtunum sem gerir skartgripina rómantíska í andstöðu við myrkari stemninguna í beinunum,“ útskýrir hann.Hvernig er jólaösin í ár? Er mikið að gera?„Jólaösin byrjar aldrei fyrr en upp úr miðjum desember og í skartgripabransanum oft ekki fyrr en nokkra daga fyrir aðfangadag en fólk er byrjað að koma og skoða og fá jólagjafahugmyndir. Það er hins vegar brjálað að gera hjá okkur við smíðina, á verkstæðinu okkar byrjar jólaundirbúningurinn strax í ágúst. Í desember er unnið myrkranna á milli, allt skartið er smíðað á verkstæðinu okkar sem er staðsett inn af verslun okkar á Skólavörðustíg 17a. Það er mjög hátíðleg stemning í miðbænum og við upplifum okkur eins og hjálparsveina jólasveinsins í klassískri jólasögu,“ segir Orri.Hér sést í fallega muni sem eru gefnir. Skartið er úr nýrri línu.Vísir/StefánHvernig hafið þið sjálf jólin? Eruð þið með fastar hefðir?„Við erum svo heppin að eiga stórar fjölskyldur, við höfum því miður sjálf engan tíma til að huga að aðfangadagsmat og erum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera boðin í mat til systur Helgu þar sem fleiri úr stórfjölskyldunni hópast saman og eiga dásamlega hátíðlega samverustund. Sú hefð hefur myndast að hafa alltaf litlu jólin með börnunum okkar vel fyrir jól, áður en vinnan heltekur okkur, við skreytum lifandi tré og borðum hangikjöt með öllu tilheyrandi í byrjun desember.“Eruð þið jólabörn? „Helga hefur alltaf verið jólabarn enda fædd í desember en hefur eins og ég þurft að kveðja jólaundirbúninginn að miklu leyti sökum anna á þessum tíma. Ég hef líklega ekki náð að taka þátt í jólastússinu síðan ég útskrifaðist sem gullsmiður en við njótum þess að sjálfsögðu að slappa loks af á aðfangadagskvöld. Tíminn milli jóla og nýárs er okkar uppáhalds; lestur, konfektát, samvera, kerti og spil. Jólin í ár eru reyndar einstök og hlaðin aukinni spennu allra fjölskyldumeðlima því við eigum von á jólabarni í ár en Helga er sett 25. desember þannig að þessi jól eru einstaklega spennandi hjá okkur,“ segir Orri.
Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Viðheldur týndri hefð Jól Svona gerirðu graflax Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólakúlur með listarinnar höndum Jól