Sport

Myndaveisla frá Íþróttamanni ársins í Hörpu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 2. sæti í kjörinu.
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 2. sæti í kjörinu. vísir/stefán
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Úrslitin í kjörinu voru kunngjörð við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld.

Þetta er í annað sinn sem Gylfi er valinn Íþróttamaður ársins. Hann var einnig valinn árið 2013.

Gylfi fékk 430 stig í kjörinu eða aðeins 40 stigum meira en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir sem varð í 2. sæti. Munurinn hefur ekki verið minni á efstu tveimur í kjörinu í fimm ár. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í 3. sæti.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valið lið ársins og Dagur Sigurðsson þjálfari ársins.

Þá voru þeir Guðmundur Gíslason og Geir Hallsteinsson teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Silfurbergi í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Gylfi: Mitt besta ár

Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum.

Dagur Sigurðsson er þjálfari ársins

Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.

Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.

Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins

Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×