Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2016 17:45 Ólafur Magnús Magnússon og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjórar KÚ og Örnu. Vísir Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir. Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir.
Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40