Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2016 17:45 Ólafur Magnús Magnússon og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjórar KÚ og Örnu. Vísir Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir. Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir.
Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40