Selur Fiat Chrysler bæði Alfa Romeo og Maserati? Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 15:11 Alfa Romeo Stelvio jepplingurinn er einn af nýjum bílum Alfa. Fiat Chrysler Automobiles glímir við mikla skuldir sem nema hátt í 800 milljörðum króna. Til að lækka þessar skuldir hugleiðir Fiat Chrysler nú að selja tvö af bílamerkjum sínum, þ.e. Alfa Romeo og Maserati. Rekstur Fiat Chrysler hefur gengið þokkalega á síðustu misserum, en þó er hagnaður fyrirtækisins ekki mikill og dugar skammt til að grynnka á miklum skuldum þess. Fiat Chrysler glímir nú einnig við kostnaðarsamar innkallanir á 1,4 milljónum bíla sinna vegna galla í öryggispúðum, sem og hugsanlegar sektir frá National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA) í Bandaríkjunum útaf Dodge Durango og RAM 1500 bílunum sem þykja velta of auðveldlega. Lengi hefur verið uppi orðrómur um sölu Fiat á Alfa Romeo bílamerkinu og fyrir um 6 árum sýndi Volkswagen bílasamstæðan áhuga á merkinu og ætlaði að setja vélar frá Porsche í nýja Alfa Romeo bíla. Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler, ákvað hinsvegar á þessum tíma að halda Alfa Romeo merkinu, en nú gæti það hafa breyst og enn er Marchionne forstjóri Fiat Chrysler. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent
Fiat Chrysler Automobiles glímir við mikla skuldir sem nema hátt í 800 milljörðum króna. Til að lækka þessar skuldir hugleiðir Fiat Chrysler nú að selja tvö af bílamerkjum sínum, þ.e. Alfa Romeo og Maserati. Rekstur Fiat Chrysler hefur gengið þokkalega á síðustu misserum, en þó er hagnaður fyrirtækisins ekki mikill og dugar skammt til að grynnka á miklum skuldum þess. Fiat Chrysler glímir nú einnig við kostnaðarsamar innkallanir á 1,4 milljónum bíla sinna vegna galla í öryggispúðum, sem og hugsanlegar sektir frá National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA) í Bandaríkjunum útaf Dodge Durango og RAM 1500 bílunum sem þykja velta of auðveldlega. Lengi hefur verið uppi orðrómur um sölu Fiat á Alfa Romeo bílamerkinu og fyrir um 6 árum sýndi Volkswagen bílasamstæðan áhuga á merkinu og ætlaði að setja vélar frá Porsche í nýja Alfa Romeo bíla. Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler, ákvað hinsvegar á þessum tíma að halda Alfa Romeo merkinu, en nú gæti það hafa breyst og enn er Marchionne forstjóri Fiat Chrysler.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent