Lífið

Hugljúft myndband frá Akranesi vekur athygli: Sannaði tilvist jólasveinsins fyrir dóttur sinni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jólasveinninn var gripinn glóðvolgur.
Jólasveinninn var gripinn glóðvolgur. Vísir/Skjáskot
Faðir á Akranesi sannaði tilvist jólasveinsins fyrir sex ára gamalli dóttur sinni sem farin var að missa trúna. Hann birti jafnframt myndband af því á Youtube sem hefur slegið í gegn og hefur verið horft á það 200 þúsund sinnum þegar þetta er skrifað.

Myndbandið var tekið upp á aðfangadag en maðurinn sem ber nafnið Michal Mogila ákvað í sameiningu með dóttur sinni, Maja Paulina að beina myndavél að jólatréinu í stofunni á heimili þeirra til að grípa sveinka glóðvolgan við að setja pakkana undir tréið.

Í samtali við Vísi sagði Michal að myndbandið hefði fengið gífurlega athygli um heim allan en fullt af fólki í Bretlandi og Bandaríkjunum hefði meðal annars skoðað myndbandið og breskir fjölmiðlar sýnt því áhuga. Þá hefði það vakið gífurlega athygli heima fyrir, en Michal er af pólsku bergi brotinn og hafa margir fjölmiðlar þar í landi haft samband við Michal í kvöld til að spyrja hann út í tilkomu myndbandsins.

Michal sagði að dóttir sín hefði nú mikla trú á jólasveininum, jafnvel of mikla vegna þess að hún talaði hreinlega ekki um annað.

Þetta fallega myndband má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×