Lífið

Kanadabúar skauta á ísilögðum götum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Til hvers að keyra þegar það er hægt að skauta?
Til hvers að keyra þegar það er hægt að skauta? Vísir/Skjáskot
Svo kalt hefur verið í veðri sums staðar í Kanada undanfarið og mikil hálka á götum að margir hafa gripið til þess ráðs að ferðast einfaldlega um á skautum í stað bíla.

Eftir storm í Ontario fylkinu voru margir vegir borgarinnar ísilagðir af allt að 15 sentímetra þykkum ís og var mikið um bílslys vegna þessa. Rigning bætti svo ekki úr skák og gerði vegina glerhála.

Sumir íbúar létu það þó ekki stoppa sig og birtu myndbönd af sér á samfélagsmiðlunum þar sem þeir nýttu sér svellið til að skauta á því.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×