Carrie Fisher minnst um allan heim Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 21:00 Carrie Fisher Vísir/EPA Leikkonan og rithöfundurinn Carrie Fisher hefur verið minnst um allan heim í kvöld eftir að fregnir bárust af andláti hennar. Carrie tjáði sig oft um frægð foreldra sinna, eiturlyfjafíkn sína og baráttu sína við geðhvarfasýki. Auk þessa var hún yfirlýstur andstæðingur útlitsdýrkunar í Hollywood. Hún var frá unga aldri í sviðsljósinu, en foreldrar hennar, Debbie Reynolds og Eddie Fisher voru bæði leikarar og ólst Carrie upp í Beverly Hills hverfinu í Los Angeles. Hún hefur oft tjáð sig um reynslu sína af því að hafa alist upp í kringum svo frægt fólk og um frægð sína. Í viðtali frá árinu 2009 sagði hún til að mynda frá því að hún hefði ekki óskað sér frægðarinnar og að hún teldi fólk oft rugla saman frægð og ást. Carrie flaug upp á stjörnuhiminninn árið 1977 þegar hún, þá 19 ára gömul, tók sér hlutverk í kvikmynd George Lucas sem bar nafnið Star Wars. BBC tók saman orð Carrie sjálfrar um það þegar hún hreppti hlutverkið. „Þegar ég fékk hlutverk sem prinsessa í þessari kjánalegu litlu vísindaskáldsögumynd, hugsaði ég með mér: þetta verður gaman. Ég er 19 ára! Hver vill ekki hafa gaman þegar hann er 19 ára?“ „Ég fer og hangi með einhverjum vélmennum í nokkra mánuði og svo kem ég til baka og finn út úr því hvað ég vil gera þegar ég fullorðnast“ Ljóst er að Star Wars varð töluvert stærra heldur en hún sá fyrir sér á þeim tíma og lék Carrie í þeim öllum á árunum 1977-1983 áður en hún endurtók leikinn í Star Wars: Force Awakens árið 2015. Hægt er að sjá áheyrnaprufu Carrie fyrir hlutverkið hér að neðan.Með frægðinni sem fylgdi leik hennar í Star Wars fylgdu þó töluverðir erfiðleikar, sem Carrie hefur tjáð sig um, svo sem eins og eiturlyfjafíkn hennar en hún hefur lýst því hvernig hún neytti harðra eiturlyfja á meðan tökum stóð. „Eiturlyfin gerðu eitthvað fyrir mig sem ég var of löt til að gera fyrir mig sjálf, þau veittu mér gífurlega spennu og tilfinningar“ sagði Fisher um efnin. Carrie var jafnframt greind með geðhvarfasýki og hefur hún orðið ötull talsmaður þeirra sem kljást við þann sjúkdóm. Hún hefur til að mynda ráðlagt öðrum einstaklingum sem berjast við sjúkdóminn um það hvernig hún hefur tekist á við hann, en var greind með sjúkdóminn 24 ára gömul en gat ekki sætt sig við greininguna fyrr en hún hætti neyslu fíkniefna 28 ára gömul. Carrie gagnrýndi jafnframt meðferð Hollywood kvikmyndaiðnaðarins á konum og sagði frá því að hún hefði verið beðin um að léttast fyrir hlutverk sitt í Star Wars, bæði árið 1977 fyrir upprunalegu myndina, og rúmum fjörtíu árum síðar fyrir sjöundu myndina í myndabálknum. „Þeir vilja ekki ráða mig alla – heldur bara þrjá fjórðu! Ekkert breytist, þetta er allt byggt á útlitinu. Ég er í vinnu þar sem það eina sem skiptir máli er þyngdin og útlitið. Það er svo bilað. Þeir gætu allt eins sagt mér að yngjast, því svo einfalt á það að vera.“ Hægt er að sjá Fisher tjá sig um útlitsdýrkun í Hollywood í viðtalinu hér að neðan, þar sem hún mætti með hundinn sinn Gary. Viðtalið sýnir hve litríkur persónuleiki hún var.Margir meðleikarar hennar úr Stjörnustríðsmyndunum sem og fleiri Hollywood stjörnur hafa minnst hennar og tjáð sorg sína yfir fráfalli hennar á samfélagsmiðlunum. no words #Devastated pic.twitter.com/R9Xo7IBKmh— Mark Hamill (@HamillHimself) December 27, 2016 There are no words for this loss. Carrie was the brightest light in every room she entered. I will miss her dearly. pic.twitter.com/GgIeYGeMt9— Peter Mayhew (@TheWookieeRoars) December 27, 2016 .@CarriefFisher was a brilliant writer, actor, and friend. She was so much fun. I can't believe she's gone. https://t.co/wpxGvBWA0b— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) December 27, 2016 She was the brightest, funniest, bravest, kindest, cleverest and sweetest person I ever knew. A crushing blow to lose @carrieffisher— Stephen Fry (@stephenfry) December 27, 2016 I'm deeply saddened to learn of the death of Carrie Fisher. I will miss our banterings. A wonderful talent & light has been extinguished.— William Shatner (@WilliamShatner) December 27, 2016 Ljóst er að heimsbyggðin öll syrgir fráfall Carrie en þúsundir hafa tjáð sig um fráfall hennar undir myllumerkinu #CarrieFisher á Twitter.#CarrieFisher Tweets Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Leikkonan og rithöfundurinn Carrie Fisher hefur verið minnst um allan heim í kvöld eftir að fregnir bárust af andláti hennar. Carrie tjáði sig oft um frægð foreldra sinna, eiturlyfjafíkn sína og baráttu sína við geðhvarfasýki. Auk þessa var hún yfirlýstur andstæðingur útlitsdýrkunar í Hollywood. Hún var frá unga aldri í sviðsljósinu, en foreldrar hennar, Debbie Reynolds og Eddie Fisher voru bæði leikarar og ólst Carrie upp í Beverly Hills hverfinu í Los Angeles. Hún hefur oft tjáð sig um reynslu sína af því að hafa alist upp í kringum svo frægt fólk og um frægð sína. Í viðtali frá árinu 2009 sagði hún til að mynda frá því að hún hefði ekki óskað sér frægðarinnar og að hún teldi fólk oft rugla saman frægð og ást. Carrie flaug upp á stjörnuhiminninn árið 1977 þegar hún, þá 19 ára gömul, tók sér hlutverk í kvikmynd George Lucas sem bar nafnið Star Wars. BBC tók saman orð Carrie sjálfrar um það þegar hún hreppti hlutverkið. „Þegar ég fékk hlutverk sem prinsessa í þessari kjánalegu litlu vísindaskáldsögumynd, hugsaði ég með mér: þetta verður gaman. Ég er 19 ára! Hver vill ekki hafa gaman þegar hann er 19 ára?“ „Ég fer og hangi með einhverjum vélmennum í nokkra mánuði og svo kem ég til baka og finn út úr því hvað ég vil gera þegar ég fullorðnast“ Ljóst er að Star Wars varð töluvert stærra heldur en hún sá fyrir sér á þeim tíma og lék Carrie í þeim öllum á árunum 1977-1983 áður en hún endurtók leikinn í Star Wars: Force Awakens árið 2015. Hægt er að sjá áheyrnaprufu Carrie fyrir hlutverkið hér að neðan.Með frægðinni sem fylgdi leik hennar í Star Wars fylgdu þó töluverðir erfiðleikar, sem Carrie hefur tjáð sig um, svo sem eins og eiturlyfjafíkn hennar en hún hefur lýst því hvernig hún neytti harðra eiturlyfja á meðan tökum stóð. „Eiturlyfin gerðu eitthvað fyrir mig sem ég var of löt til að gera fyrir mig sjálf, þau veittu mér gífurlega spennu og tilfinningar“ sagði Fisher um efnin. Carrie var jafnframt greind með geðhvarfasýki og hefur hún orðið ötull talsmaður þeirra sem kljást við þann sjúkdóm. Hún hefur til að mynda ráðlagt öðrum einstaklingum sem berjast við sjúkdóminn um það hvernig hún hefur tekist á við hann, en var greind með sjúkdóminn 24 ára gömul en gat ekki sætt sig við greininguna fyrr en hún hætti neyslu fíkniefna 28 ára gömul. Carrie gagnrýndi jafnframt meðferð Hollywood kvikmyndaiðnaðarins á konum og sagði frá því að hún hefði verið beðin um að léttast fyrir hlutverk sitt í Star Wars, bæði árið 1977 fyrir upprunalegu myndina, og rúmum fjörtíu árum síðar fyrir sjöundu myndina í myndabálknum. „Þeir vilja ekki ráða mig alla – heldur bara þrjá fjórðu! Ekkert breytist, þetta er allt byggt á útlitinu. Ég er í vinnu þar sem það eina sem skiptir máli er þyngdin og útlitið. Það er svo bilað. Þeir gætu allt eins sagt mér að yngjast, því svo einfalt á það að vera.“ Hægt er að sjá Fisher tjá sig um útlitsdýrkun í Hollywood í viðtalinu hér að neðan, þar sem hún mætti með hundinn sinn Gary. Viðtalið sýnir hve litríkur persónuleiki hún var.Margir meðleikarar hennar úr Stjörnustríðsmyndunum sem og fleiri Hollywood stjörnur hafa minnst hennar og tjáð sorg sína yfir fráfalli hennar á samfélagsmiðlunum. no words #Devastated pic.twitter.com/R9Xo7IBKmh— Mark Hamill (@HamillHimself) December 27, 2016 There are no words for this loss. Carrie was the brightest light in every room she entered. I will miss her dearly. pic.twitter.com/GgIeYGeMt9— Peter Mayhew (@TheWookieeRoars) December 27, 2016 .@CarriefFisher was a brilliant writer, actor, and friend. She was so much fun. I can't believe she's gone. https://t.co/wpxGvBWA0b— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) December 27, 2016 She was the brightest, funniest, bravest, kindest, cleverest and sweetest person I ever knew. A crushing blow to lose @carrieffisher— Stephen Fry (@stephenfry) December 27, 2016 I'm deeply saddened to learn of the death of Carrie Fisher. I will miss our banterings. A wonderful talent & light has been extinguished.— William Shatner (@WilliamShatner) December 27, 2016 Ljóst er að heimsbyggðin öll syrgir fráfall Carrie en þúsundir hafa tjáð sig um fráfall hennar undir myllumerkinu #CarrieFisher á Twitter.#CarrieFisher Tweets
Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira