Lífið

George Michael var sá fyrsti sem fór með James Corden á rúntinn – Myndband

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
James Corden og George Michael á rúntinum.
James Corden og George Michael á rúntinum.
Eftir að breski söngvarinn George Michael lést í gær hafa fjölmiðlar víða um heim rifjað upp lífshlaup hans og feril.

Eitt af því sem dregið hefur verið fram á ný er fyrsti rúntur James Corden, þáttastjórnanda The Late Late Show á CBS, en Michael var fyrsti tónlistarmaðurinn sem fór með Corden á rúntinn.

Liðurinn Carpool Karaoke í þætti Corden nýtur mikilla vinsælda. Þá fær hann þekkta tónlistarmenn til sín og fer með þeim á rúntinn og tekur með þeim nokkur lög.

Fyrsti rúnturinn var hins vegar farinn fyrir fimm árum, nokkru áður en Corden tók um stjórnartaumana í The Late Late Show. Hann og Michael tóku þá þátt í góðgerðarþætti Comic Relief, breskra samtaka sem berjast gegn fátækt í heiminum.

Þennan rúnt Corden með Michael heitnum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hjartabilun dánarorsök George Michael

Hjartabilun var dánarorsök breska söngvarans George Michael en hann lést í gær, jóladag, langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×