Sunna er með samning við Invicta, en hún er tilnefnd sem nýliði ársins ásamt fimm öðrum. Hægt er að kjósa á heimasíðu Invicta, en þegar þetta er skrifað er Sunna með 8% kosningu.
Hún gerðist atvinnumaður á árinu, en hún varð því fyrsta konan sem skrifar undir atvinnumannasamning í MMA. Sunna gerði langtímasamning við Invicta, en hún varð meðal annars Evrópumeistari í MMA í fyrra í sínum þyngdarflokki.
Einnig keppti hún sinn fyrsta atvinnubardaga í lok september, en hún vann hann gegn Ashley Greenway. Sigurinn var aldrei í hættu.
Við hvetjum fólk til að fara inná síðu Invicta og kjósa Sunnu sem nýliða ársins.