Lífið

Heimsbyggðin syrgir George Michael: „Allir núlifandi og starfandi karlpoppsöngvarar skulda þér eitthvað poggu“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
George Michael.
George Michael. vísir/getty
George Michael bættist í gær í hóp þekktra einstaklinga sem látist hafa á árinu sem senn líður undir lok. Hann var einn dáðasti tónlistarmaður heims allt til dauðadags og átti afar stóran aðdáendahóp sem nú syrgir poppgoðið sitt.

Tónlistarheimurinn er einnig í sárum ef marka má færslur á samfélagsmiðlum en á meðal þeirra sem minnast Michael eru þau Elton John, Madonna, félagi hans úr Wham, Andrew Ridgeley og íslenska poppstjarnan Páll Óskar.

Hér að neðan má sjá nokkrar færslur sem settar hafa verið á samfélagsmiðla síðan tilkynnt var um andlát Michael í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Hjartabilun dánarorsök George Michael

Hjartabilun var dánarorsök breska söngvarans George Michael en hann lést í gær, jóladag, langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×