Bílaframleiðsla í Bretlandi aukist um 10% í ár Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 11:34 Honda verksmiðja í Bretlandi. Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Brexit Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims.
Brexit Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent