Lífið

Sjáðu fyrstu myndirnar af draugahákarlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi er mjög ógnvekjandi.
Þessi er mjög ógnvekjandi.
Fyrstu myndirnar af draugahákarlinum voru teknar árið 2009 af starfsmönnum rannsóknarmiðstöðvarinnar Monterey Bay Aquarium en tegundin lifir aðeins á gríðarlega miklu dýpi.

Hann er kallaður draugahákarlinn vegna útlits síns og er hann vægast sagt hræðilegur í sjón.

Sjónvarpsstöðin National Geographic birti myndbandið fyrir nokkrum dögum á YouTube og hafa um tvær milljónir manna horft á það.

Hákarlinn finnst aðeins á miklu dýpi við strendur Ástralíu og Nýja-Sjálands en hér að neðan má sjá þetta ótrúlega myndband sem er í dag sjö ára gamalt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×