Audi Q8 E-tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 10:01 Audi Q8 E-tron er nýjasta útspilið í sístækkandi jeppa/jepplinga-flokki Audi. Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent