Sálmurinn góðkunni Heims um ból sunginn sjöraddað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2016 10:15 Hymnodia fer ávallt sínar leiðir í túlkun. Hver man ekki eftir því þegar kórinn söng stjórnarskrána? Mynd/Daníel Starrason Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016. Jólafréttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016.
Jólafréttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira