Lífið

Evróputúr Kanye West aflýst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur farið lítið fyrir West fjölskyldunni seinustu mánuði.
Það hefur farið lítið fyrir West fjölskyldunni seinustu mánuði. Mynd/Getty
Seinni leggur tónleikaferðalags Kanye West hefur verið aflýst en þetta kemur fram í frétt á vef TMZ.

Kanye West var lagður inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum vegna ofþreytu og var tónleikum hans í fyrri hluta tónleikaferðalagsins öllum einnig aflýst. Nú hefur verið ákveðið að Evróputúrinn verður ekki á dagskrá eftir áramót eins og upphaflega var áætlað.

Gríðarlegt álag hefur verið á Kanye West undanfarna mánuði en eiginkona hans, Kim Kardashian, var rænt af vopnuðum mönnum í París í upphafi október. Nú greina fjölmiðlar erlendis einnig frá því að hún vilji skilnað frá West.

Kanye West ætlaði meðal annars að halda tónleika í París, Bretlandseyjum og í Þýskalandi eftir áramót.


Tengdar fréttir

Kanye fundaði með Trump

Rapparinn Kanye West sást koma á fund Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í Trump Tower nú fyrir stuttu.

Kanye West: „Ég hefði kosið Trump“

Kanye West uppskar hneykslan áhorfenda á tónleikum sínum í San Jose þegar hann fullyrti að ef hann hefði kosið hefði Trump fengið atkvæði hans.

Falleg en myrk og brengluð fantasía

Í þessari viku voru sex ár síðan platan My Beautiful Dark Twisted Fantasy með Kanye West kom út. Einnig svipaði þessari viku svolítið til vikunnar hjá Kanye áður en hann fór í sjálfskipaða útlegð þar sem hann svo samdi og tók plötuna upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.