Lífið

Zuckerberg kynnir "gerviþjónninn" Jarvis og reynir að vera mennskur á meðan

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Zuckerberg sýnir magnaða leikræna tilburði í kynningarmyndbandinu.
Zuckerberg sýnir magnaða leikræna tilburði í kynningarmyndbandinu. Vísir/Skjáskot
Mark Zuckerberg kynnti í dag magnaða tækni sem hann hefur dundað sér við að hanna á síðastliðnu ári. Tæknin sem um ræðir ber heitið „Jarvis“ og fær Zuckerberg nafnið úr Iron Man kvikmyndunum.

Í þeim notast aðalpersónan – milljónamæringurinn Tony Stark við sérstakan gervigreindarþjón sem ber nafnið Jarvis og sér um að halda utan um allt hans líf.

Í myndinni hefur Jarvis gríðarlega greind en hann stjórnar til að mynda öllum aðgerðum á heimili milljónamæringsins.

Zuckerberg kynnti sína eigin útgáfu af þessari tækni í myndbandi sem hann setti á netið í dag, en í myndbandinu slær hann á létta strengi til þess að segja frá öllu því sem hans eigin gervigreindarþjónn getur gert fyrir hann.

Myndbandið hefur strax vakið mikil viðbrögð og hafa fjölmiðlar vestanhafs gert stólpagrín að leikburðum Zuckerbergs í myndbandinu eins og sjá má í umfjöllun Mashable þar sem sett eru fram sjö atriði sem voru furðuleg í myndbandinu.

Sjón er sögu ríkari.

Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband og atriðin sjö sem þóttu furðuleg.

1. Þegar Mark starði í myndavélina með köldu og dauðu augnaráði sínu en var samt einhverra hluta vegna hress í orðavali.

via GIPHY

2. Þegar Mark borðaði þurrt, ristað brauð eins og ekkert væri eðlilegra.

via GIPHY

3. Þegar Mark sagði Jarvis að kínverskan hans væri „róandi.“ 

via GIPHY

4. Þegar Jarvis sagði Mark að kitla sitt eigið barn.

via GIPHY

5. Eldgamli Nickelback brandarinn.

via GIPHY

6. Þegar gervigreindarþjónninn segist vera að skemmta barninu hans.

via GIPHY

7. Sú einfalda staðreynd að Mark bjó til bolafallbyssu vegna þess að hann klæðist sama bolnum dag eftir dag.

via GIPHY






Fleiri fréttir

Sjá meira


×