Lífið

Óborganlegur símahrekkur: Sigrún festi óvart salamöndru í leggöngunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hefur verið á dagskrá á FM957 síðan í byrjun  október og er þátturinn öll sunnudagskvöld.

Þátturinn er merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár stúlkur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður. Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig.

Í síðasta þætti bjallaði Sigrún Sig á kvennadeild Landsspítalans og sagði frá heldur alvarlegu vandamáli. Hún hafði fest salamöndru í leggöngunum og vissi ekki hvað hún ætti að gera. Vissulega var um símahrekk að ræða en hann heppnaðist virkilega vel eins og heyra má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×