Lífið

Geimfarar vinna gínuáskorunina

Samúel Karl Ólason skrifar
Það er óhætt að segja að fáir eru í jafn góðum aðstæðum til að ná góðu myndbandi og geimfarar í þyngdarleysi.
Það er óhætt að segja að fáir eru í jafn góðum aðstæðum til að ná góðu myndbandi og geimfarar í þyngdarleysi.
Það er ekki bara eintóm alvara sem fylgir því að vera út í geimnum. Geimfararnir um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku gínuáskorunina á næsta stig í gær. Þeir birtu myndband þar sem geimfarar hanga í lausu lofti, án hreyfingar eins og þeir hafi frosið við hin ýmsu störf.

Þrátt fyrir að myndbandið hafi verið birt í gærkvöldi var það tekið upp á sunnudaginn, þegar geimfararnir eiga meiri frítíma en aðra daga.

Gínuáskorunin hefur verið nýjasta æðið á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði og hafa fjölmargir birt hin skemmtilegustu myndbönd. Það er þó óhætt að segja að fáir eru í jafn góðum aðstæðum til að ná góðu myndbandi og geimfarar í þyngdarleysi.

Nú eru sex manns í geimstöðinni. Þrír frá Rússlandi, tveir frá Bandaríkjunum og einn frá Frakklandi. Nánari upplýsingar um áhöfnina má finna hér.


Tengdar fréttir

Íslensk fyrirtæki taka gínuáskoruninni - Myndbönd

Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum í dag er gínuáskorunin og hafa frægir einstaklingar á borð við Adele, Hillary Clinton, Destiny's Child og Stephen Curry hoppað á vagninn á síðustu dögum.

Britney Spears og gengið tók gínuáskoruninni

Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum í dag er gínuáskorunin og hafa frægir einstaklingar á borð við Adele, Hillary Clinton, Destiny's Child og Stephen Curry hoppað á vagninn á síðustu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×