Lífið

Einar og Erna útnefnd Skagamenn ársins á þorrablóti bæjarins

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Guðnadóttir og Einar J. Ólafsson, kaupmenn í Einarsbúð, eru Skagamenn ársins.
Erna Guðnadóttir og Einar J. Ólafsson, kaupmenn í Einarsbúð, eru Skagamenn ársins. Mynd/Kristinn Pétursson
Einar J. Ólafsson og Erna Guðnadóttir, kaupmenn í Einarsbúð, voru útnefnd Skagamenn ársins 2015 við hátíðlega athöfn á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór á Akranesi í gærkvöldi.

Um 670 manns voru á blótinu, en allur ágóði af blótinu rennur til íþróttastarfsemi í bænum.

Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, veitti þeim Einari og Ernu viðurkenninguna en í ræðu sinni sagði hún að þau fengju hana fyrir að hafa þjónað Skagamönnum frábærlega í yfir fimmtíu ár.

Í frétt á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að þau Einar og Erna giftust árið 1965 og hafi síðan unnið saman í Einarsbúð. „Það var faðir Einars, sem opnaði verslunina árið 1934 og hefur hún verið starfandi í  yfir 70 ár. Einar hóf sjálfur störf í versluninni eftir lát hans árið 1957,“ segir í fréttinni.

Sjá má myndir frá blótinu að neðan, en Kristinn Pétursson tók myndirnar.

Mynd/Kristinn Pétursson
Mynd/Kristinn Pétursson
Mynd/Kristinn Pétursson
Mynd/Kristinn Pétursson
Mynd/Kristinn Pétursson
Mynd/Kristinn Pétursson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×