Rickie Fowler sigraði í Abu Dhabi 24. janúar 2016 17:00 Fowler lék frábært golf alla helgina og átti sigurinn skilið. Getty Allt umtal fyrir Abu Dhabi meistaramótið var um Jordan Spieth og Rory McIlroy sem léku saman fyrstu tvo hringina en það var annað ungstirni, Rickie Fowler, sem sigraði að lokum. Nafn Fowler gleymist stundum þegar að Spieth og McIlroy mætast en hann minnti svo sannarlega á sig í dag og sigraði mótið, eftir frábæra frammistöðu alla helgina. Annar mjög efnilegur kylfingur, Thomas Pieters, setti mikla pressu á Fowler á lokaholunni en hann endaði í öðru sæti á samtals 15 höggum undir pari, einu á eftir Fowler. Henrik Stenson og Rory McIlroy deildu þriðja sætinu á 14 undir pari en Jordan Spieth endaði jafn í fimmta sæti á 11 undir. Það er greinilegt að Fowler kann vel við sig á Evrópumótaröðinni en þetta er annar sigur hans eftir að hann sigraði á Skoska meistaramótinu í fyrra. Golfveislu helgarinnar er þó ekki lokið en lokahringurinn á CareerBuilder Challenge fer fram í kvöld þar sem fyrrum PGA-meistarinn Jason Dufner leiðir með tveimur höggum. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 21:00 í kvöld. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Allt umtal fyrir Abu Dhabi meistaramótið var um Jordan Spieth og Rory McIlroy sem léku saman fyrstu tvo hringina en það var annað ungstirni, Rickie Fowler, sem sigraði að lokum. Nafn Fowler gleymist stundum þegar að Spieth og McIlroy mætast en hann minnti svo sannarlega á sig í dag og sigraði mótið, eftir frábæra frammistöðu alla helgina. Annar mjög efnilegur kylfingur, Thomas Pieters, setti mikla pressu á Fowler á lokaholunni en hann endaði í öðru sæti á samtals 15 höggum undir pari, einu á eftir Fowler. Henrik Stenson og Rory McIlroy deildu þriðja sætinu á 14 undir pari en Jordan Spieth endaði jafn í fimmta sæti á 11 undir. Það er greinilegt að Fowler kann vel við sig á Evrópumótaröðinni en þetta er annar sigur hans eftir að hann sigraði á Skoska meistaramótinu í fyrra. Golfveislu helgarinnar er þó ekki lokið en lokahringurinn á CareerBuilder Challenge fer fram í kvöld þar sem fyrrum PGA-meistarinn Jason Dufner leiðir með tveimur höggum. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 21:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira