Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir voru valin skotfimifólk mótsins en þau unnu bæði í loftskammbyssukeppninni og Jórunn var auk þess í 2. sæti í keppni með loftriffli.
Í loftriffilkeppninni setti Kvennasveit Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet með 1.056,5 stig en í sveitinni voru þær Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir og Dagný H. Hinriksdóttir.
Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs setti nýtt Kópavogsmet 803,7 stig í sömu grein en þá sveit skipuðu þær Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og María Clausen.
Eftirfarandi voru verðlaunahafar mótsins:
Loftskammbyssa karla:
1. Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 571 stig
2. Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 562 stig
3. Niels Dalhof Andersen frá Danmörku með 539 stig.
Loftskammbyssa kvenna:
1. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 362 stig
2. Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 349 stig
3. Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 329 stig
Loftriffli karla:
1. Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 578,6 stig
2. Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 560,2 stig
3. Sigfús Tryggvi Blumenstein úr Skotfélagi Reykjavíkur með 527,0 stig
Loftriffli kvenna:
1. Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,1 stig
2. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 394,5 stig
3. Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 358,6 stig
