Glæfraspil gítarleikarans fær hárin til að rísa á poppbransanum Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2016 14:22 Óneitanlega gæjaleg mynd. Kristján notaði tækifærið og skellti sér í fallhlífarstökk í Svissnesku ölpunum. Kristján Grétarsson, einn besti gítarleikari landsins, birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hann er í fallhlífastökki. Myndin sem tekin var í gær er háskaleg því himinhátt er til jarðar. Enda sýpur poppbransinn allur hveljur og lætur það berlega í ljós á síðu Kristjáns. Sjálfur Bo talar fyrir hönd margra þegar hann segir einfaldlega: „ooohhh“ og Jógvan Hansen spyr hvort ekki sé „alt í lagi heima hjá þer dreingur?“ Vísir náði tali af Kristjáni nú fyrir stundu, en hann er staddur ásamt bróður sínum og vini úti í Frakklandi – en ekki hvar? „Já við skelltum okkur til Swiss svona fyrir fyrsta leik. Fórum til Lauterbrunnen sem er ótrúlegur staður og skelltum okkur þar í svona fallhlífarsvifstökk. Eitthvað sem allir ættu að prófa.“Þú ert ekki mjög lofthræddur?„Jú, ég skal alveg viðurkenna það að ég er mjög lofthræddur.“Ha? Er hægt að fara í svona nokkuð lofthræddur?„Jahhh, einhvernvegin hvarf það um leið og við hittum flugmennina okkar. Þeir virtust svo afslappaðir og auðvitað þaulvanir þessu að maður gleymdi hræðslunni. En vissulega risu hárin nokkrum sinnum í kláfunum á leiðinni þarna upp fjallið sem er þverhnípt í 1600 metra hæð.“Og félagar þínir í bransanum súpa hveljur?„Já ég skal alveg viðurkenna það að ég gerði það sjálfur þegar búið var að bóka þessa afþreyingu fyrir okkur í hópnum.“ Kristján og þeir þrír ætla að sjá alla leiki Íslands ásamt því að ferðast vítt og breitt um Frakkland. Og nú líður að leik og menn væntanlega að stressast upp? „Ekkert stress hjá okkur, en vissulega spenntir. Sitjum í góðum gír hérna á knæpu í St.Etienne og förum að færa okkur fljótlega yfir á völlinn. Þetta snýst auðvitað bara um að njóta þessa ótrúlega augnabliks sem er að fara eiga sér stað hjá landsliðinu.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Kristján Grétarsson, einn besti gítarleikari landsins, birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hann er í fallhlífastökki. Myndin sem tekin var í gær er háskaleg því himinhátt er til jarðar. Enda sýpur poppbransinn allur hveljur og lætur það berlega í ljós á síðu Kristjáns. Sjálfur Bo talar fyrir hönd margra þegar hann segir einfaldlega: „ooohhh“ og Jógvan Hansen spyr hvort ekki sé „alt í lagi heima hjá þer dreingur?“ Vísir náði tali af Kristjáni nú fyrir stundu, en hann er staddur ásamt bróður sínum og vini úti í Frakklandi – en ekki hvar? „Já við skelltum okkur til Swiss svona fyrir fyrsta leik. Fórum til Lauterbrunnen sem er ótrúlegur staður og skelltum okkur þar í svona fallhlífarsvifstökk. Eitthvað sem allir ættu að prófa.“Þú ert ekki mjög lofthræddur?„Jú, ég skal alveg viðurkenna það að ég er mjög lofthræddur.“Ha? Er hægt að fara í svona nokkuð lofthræddur?„Jahhh, einhvernvegin hvarf það um leið og við hittum flugmennina okkar. Þeir virtust svo afslappaðir og auðvitað þaulvanir þessu að maður gleymdi hræðslunni. En vissulega risu hárin nokkrum sinnum í kláfunum á leiðinni þarna upp fjallið sem er þverhnípt í 1600 metra hæð.“Og félagar þínir í bransanum súpa hveljur?„Já ég skal alveg viðurkenna það að ég gerði það sjálfur þegar búið var að bóka þessa afþreyingu fyrir okkur í hópnum.“ Kristján og þeir þrír ætla að sjá alla leiki Íslands ásamt því að ferðast vítt og breitt um Frakkland. Og nú líður að leik og menn væntanlega að stressast upp? „Ekkert stress hjá okkur, en vissulega spenntir. Sitjum í góðum gír hérna á knæpu í St.Etienne og förum að færa okkur fljótlega yfir á völlinn. Þetta snýst auðvitað bara um að njóta þessa ótrúlega augnabliks sem er að fara eiga sér stað hjá landsliðinu.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira