Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2016 09:00 Það veiðist oft vel í Sléttuhlíðarvatni. Mynd: Veiðikortið Þrátt fyrir að vorið hafi verið og sé ennþá heldur kalt er loksins að færast líf í vötnin norðan heiða. Það er farið að fréttast af ágætis veiði í Sléttuhlíðarvatni sem dæmi en það er, ásamt vötnunum á Melrakkasléttu og Miklavatni í Fljótum, líklega nyrsta veiðivatn landsins. Veiðimenn sem hafa verið þar á ferð hafa oft gert fína veiði en mikill fiskur er í vatninu og tekur hann yfirleitt ansi vel. Allur fiskurinn er 1-2 pund má fullyrða en það er líka bara ágætt því þetta er frábær matfiskur. Veiðimenn sem voru í Hópinu fyrir fáum dögum fengu nokkrar bleikjur og urðu að sögn nokkuð mikið varir. Hópið er eitt af þessum vötnum sem fær góðar göngur af sjóbleikju á sumrin og mest frá miðjum júlí en þá gengur bleikjan oft í stórum torfum meðfram landi og veiðist gjarnan vel. Í vatninu er líka staðbundin fiskur en það er einmitt hann sem best gefur núna en einnig er ágætis von á sjóbirting. Þau vötn sem eru orðin íslaus á Skagaheiðinni eru farin að gefa fiska en 1-2 vikur hið minnsta er þangað til efri vötnin verða alveg íslaus. Skagaheiðin er geysilega gjöfult svæði og hefur sífellt meira aðdráttarafl hjá veiðimönnum sem læra vel á það enda eru vötnin mörg og veiðin mikil. Það er loksins að koma vor og við eigum þá eftir að fá frekari fréttir af vötnum um allt land. Ef þú vilt deila veiðifrétt með okkur máttu senda okkur póst á kalli@365.is Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði
Þrátt fyrir að vorið hafi verið og sé ennþá heldur kalt er loksins að færast líf í vötnin norðan heiða. Það er farið að fréttast af ágætis veiði í Sléttuhlíðarvatni sem dæmi en það er, ásamt vötnunum á Melrakkasléttu og Miklavatni í Fljótum, líklega nyrsta veiðivatn landsins. Veiðimenn sem hafa verið þar á ferð hafa oft gert fína veiði en mikill fiskur er í vatninu og tekur hann yfirleitt ansi vel. Allur fiskurinn er 1-2 pund má fullyrða en það er líka bara ágætt því þetta er frábær matfiskur. Veiðimenn sem voru í Hópinu fyrir fáum dögum fengu nokkrar bleikjur og urðu að sögn nokkuð mikið varir. Hópið er eitt af þessum vötnum sem fær góðar göngur af sjóbleikju á sumrin og mest frá miðjum júlí en þá gengur bleikjan oft í stórum torfum meðfram landi og veiðist gjarnan vel. Í vatninu er líka staðbundin fiskur en það er einmitt hann sem best gefur núna en einnig er ágætis von á sjóbirting. Þau vötn sem eru orðin íslaus á Skagaheiðinni eru farin að gefa fiska en 1-2 vikur hið minnsta er þangað til efri vötnin verða alveg íslaus. Skagaheiðin er geysilega gjöfult svæði og hefur sífellt meira aðdráttarafl hjá veiðimönnum sem læra vel á það enda eru vötnin mörg og veiðin mikil. Það er loksins að koma vor og við eigum þá eftir að fá frekari fréttir af vötnum um allt land. Ef þú vilt deila veiðifrétt með okkur máttu senda okkur póst á kalli@365.is
Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði