Viðskipti innlent

Lundabúðir mala gull sem aldrei

Sæunn Gísladóttir skrifar
Erlend kortavelta í minjagripaverslunum árið 2015 nam 3,2 milljörðum króna.
Erlend kortavelta í minjagripaverslunum árið 2015 nam 3,2 milljörðum króna. Mynd/Getty
Í flokki sem tekur til ýmissa tegunda sérverslana, meðal annars minjagripaverslana, jókst velta í miðborginni þrjátíufalt á fimm ára tímabili frá 2008 til 2013. Erlend kortavelta í minjagripaverslunum árið 2015 nam 3,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2016.

Hlutdeild erlendra ferðamanna af heildarveltu íslenskra smásöluverslana nam sex prósentum árið 2015. Þeir greiddu með greiðslukortum sínum fyrir 22,7 milljarða árið 2015. Erlend kortavelta í verslunum heldur áfram að vaxa og jókst um 23 prósent frá árinu áður.

Sjá einnig: Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt

Fram kemur í Árbókinni að heildarvelta smásöluverslunar án virðisaukaskatts var á árinu 2015 tæpir 400 milljarðar króna samanborið við 376 milljarða árið áður. Vöxtur í veltu frá fyrra ári var 5,8 prósent og hefur ekki verið meiri milli ára frá hruni. Heildarvelta í smávöruverslun hefur ekki náð sömu hæðum og fyrir hrun, þrátt fyrir kaupmáttaraukningu, en hefur þó ekki verið hærri síðan 2008.

Hlutur verslunar af landsframleiðslunni árið 2015 var 9,6 prósent samanborið við 9,3 prósent árið 2014 og 8,8 prósent árið 2013 en hlutur verslunar í landsframleiðslu hefur ekki verið hærri frá 2007.


Tengdar fréttir

Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt

Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×