Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Fylkis og liðið upp um tvö sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fylkir er kominn upp í 7. sæti Pepsi-deildarinnar.
Fylkir er kominn upp í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/eyþór
Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið sótti FH heim í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 1-2, Fylki í vil.

Með sigrinum fóru Árbæingar upp úr 9. sætinu og í það sjöunda en liðið er með sjö stig líkt og FH sem er í 8. sæti.

Selja Ósk Snorradóttir kom Fylkiskonum yfir á 12. mínútu en Ingibjörg Rún Óladóttir jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þetta er aðeins þriðja markið sem FH skorar í Pepsi-deildinni í sumar.

Það var svo Rut Kristjánsdóttir sem reyndist hetja Fylkis þegar hún skoraði sigurmarkið á 61. mínútu.

Langþráður sigur Fylkis staðreynd en liðið mætir Þór/KA á heimavelli í næstu umferð. FH-ingar sækja hins vegar ÍBV heim í næsta leik sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×