X María í Hæstarétt! María Bjarnadóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Bandaríkjamenn byggja réttarkerfi á reglunni um réttarríkið eins og Íslendingar, en umgjörð kerfisins er í ýmsu önnur. Til dæmis hefur almenningur oft beina aðkomu að úrlausnum dómstóla á meðan íslenskir dómarar njóta fulltingis sérfræðinga. Almenningur í Bandaríkjunum hefur líka bein áhrif á það hverjir þjóna réttlætinu. Hann kýs saksóknara og dómara á ákveðnum dómstigum. Frambjóðendur til embættanna há kosningabaráttu með refsipólitísk stefnumál og þyki kjósendum þeir ekki hafa staðið sig þegar kjörtímabilinu lýkur eru aðrir kosnir í staðinn. Hugtakið dómstóll götunnar fær einhvern veginn aukna merkingu. Á Íslandi sækir fólk um að verða saksóknarar og dómarar; skoðanalausir þjónar réttarvörslukerfisins sem verða opinberir starfsmenn við ráðningu. Nefnd sérfræðinga metur umsóknir algerlega hlutlaust og engin þörf er á að gæta að margbreytileika einstaklinganna undir skikkjunni því að persónulegir eiginleikar og reynsluheimur skiptir ekki máli. Fólk fer í atvinnuviðtal en á ekki að flíka skoðunum sínum heldur vita hvað stendur í lagasafninu. Meiningin er einhvern veginn að skikkjan svipti fólk sjálfu sér og að það sé trygging fyrir að kerfið virki eins og hlutlaus vél sem gubbi út úr sér algjörlega hlutlægum niðurstöðum. Vandinn er bara að lögfræðingar eru líka fólk. Saksóknarar og dómarar hafa skoðanir og tilfinningar. Þeim finnst líka gaman að kíkja á Facebook. Og þá getur glitt í manneskjuna undir skikkjunni líkt og hún þyrfti að há kosningabaráttu til að halda starfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Bandaríkjamenn byggja réttarkerfi á reglunni um réttarríkið eins og Íslendingar, en umgjörð kerfisins er í ýmsu önnur. Til dæmis hefur almenningur oft beina aðkomu að úrlausnum dómstóla á meðan íslenskir dómarar njóta fulltingis sérfræðinga. Almenningur í Bandaríkjunum hefur líka bein áhrif á það hverjir þjóna réttlætinu. Hann kýs saksóknara og dómara á ákveðnum dómstigum. Frambjóðendur til embættanna há kosningabaráttu með refsipólitísk stefnumál og þyki kjósendum þeir ekki hafa staðið sig þegar kjörtímabilinu lýkur eru aðrir kosnir í staðinn. Hugtakið dómstóll götunnar fær einhvern veginn aukna merkingu. Á Íslandi sækir fólk um að verða saksóknarar og dómarar; skoðanalausir þjónar réttarvörslukerfisins sem verða opinberir starfsmenn við ráðningu. Nefnd sérfræðinga metur umsóknir algerlega hlutlaust og engin þörf er á að gæta að margbreytileika einstaklinganna undir skikkjunni því að persónulegir eiginleikar og reynsluheimur skiptir ekki máli. Fólk fer í atvinnuviðtal en á ekki að flíka skoðunum sínum heldur vita hvað stendur í lagasafninu. Meiningin er einhvern veginn að skikkjan svipti fólk sjálfu sér og að það sé trygging fyrir að kerfið virki eins og hlutlaus vél sem gubbi út úr sér algjörlega hlutlægum niðurstöðum. Vandinn er bara að lögfræðingar eru líka fólk. Saksóknarar og dómarar hafa skoðanir og tilfinningar. Þeim finnst líka gaman að kíkja á Facebook. Og þá getur glitt í manneskjuna undir skikkjunni líkt og hún þyrfti að há kosningabaráttu til að halda starfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun