Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Haukar 19-22 | Haukar tóku toppsætið Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 24. mars 2016 16:15 Laufey Ásta Guðmundsdóttir er fyrirliði Gróttu. vísir/ernir Haukar skutust á toppinn í Olís-deild kvenna með þriggja marka sigri, 19-22, á Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri toppliðanna í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Haukar eru því komnir í kjörstöðu til að vinna deildarmeistaratitilinn og tryggja sér þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Haukar eiga reyndar nokkuð erfiða leiki eftir en miðað við frammistöðuna lengst af í dag eru Hafnfirðingar ekki að fara að tapa mörgum stigum á næstunni. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu fyrstu mínúturnar. Grótta spilaði framliggjandi vörn á Ramune Pekarskyte sem þær voru smá tíma að ná tökum á. Sóknarleikurinn var líka skrítinn framan af og heimakonur töpuðu boltanum fimm sinnum á fyrstu 14 mínútum leiksins. Smám saman komst skikk á sóknarleik Gróttukvenna sem voru duglegar að mata Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur inni á línunni. Hún skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og fiskaði auk þess tvö vítaköst. Ramune var öflugasti sóknarmaður Hauka en hún skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í fyrri hálfleik. Maria Ines De Silve Pereira átti einnig fína innkomu og skoraði fjögur mörk á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Annars vantaði fjölbreyttari ógn í sóknina hjá Haukum. Liðið spilaði um tíma með sjö sóknarmenn en það gekk ekki sem skyldi. Eftir erfiða byrjun náði Grótta frumkvæðinu og leiddi lengst af í fyrri hálfleik án þess þó að ná afgerandi forskoti. Staðan í hálfleik var 14-11, Gróttu í vil, en heimakonur mættu hins vegar ekki til leiks í þeim seinni. Haukar skelltu einfaldlega í lás í vörninni og héldu hreinu fyrstu 12 mínútur seinni hálfleiks. Á meðan skoruðu gestirnir sex mörk og náðu þriggja marka forystu, 14-17. Sóknarleikur Gróttu var, eins og gefur að skilja, afleitur á þessum kafla en Seltirningar héldu sér inni í leiknum með ágætum varnarleik. Grótta saknaði hins vegar betri markvörslu en Íris Björk Símonardóttir fann sig ekki í dag. Lovísa Thompson braut loks ísinn fyrir Gróttu í seinni hálfleik þegar hún skoraði sitt eina mark í leiknum. Gróttukonur náðu í kjölfarið nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en virtist algjörlega fyrirmunað að jafna metin. Unnur Ómarsdóttir minnkaði muninn í 19-20 þegar 10 mínútur voru til leiksloka en í næstu sókn Hauka fékk Anna Úrsúla beint rautt spjald fyrir afar litlar sakir. Fáránlegur dómur hjá slökum dómurum leiksins sem réðu ekkert við verkefnið í dag. Rauða spjaldið var klárlega vatn á myllu Hauka sem skrúfuðu aftur upp ákefðina í varnarleik sínum og fengu ekki á sig mark síðustu 10 mínútur leiksins. Vörn gestanna var frábær en Grótta skoraði ekki nema fimm mörk í seinni hálfleik. Sóknarleikur Hauka var ekkert frábær en þó nógu góður til að landa þriggja marka sigri sem kemur Hafnfirðingum á topp deildarinnar. Lokatölur 19-22, Haukum í vil. Maria Pereira skoraði sex mörk fyrir Hauka líkt og Ramune. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 16 skot í markinu (46%). Hjá Gróttu var Sunna María Einarsdóttir með sex mörk en þau komu öll í fyrri hálfleik. Anna Úrsúla skoraði fimm á meðan hennar naut við.Kári: Rauða spjaldið skandall Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu.Karen Helga: Ánægð með hvernig við héldum haus Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, var í skýjunum eftir þriggja marka sigur á Gróttu á Nesinu í dag. Með sigrinum lyftu Haukar sér upp í toppsætið og það er því algjörlega í þeirra höndum að klára deildarmeistaratitilinn. "Þetta var mjög gott, þvílík liðsheild og þvílíkt lið. Ég er ótrúlega stolt af liðinu," sagði Karen eftir leik. Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 14-11, en byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Hvað breyttist eiginlega til batnaðar hjá Haukum í upphafi seinni hálfleiks? "Við bökkuðum aðeins of langt niður á sex metrana í lok fyrri hálfleiks. Við fórum yfir það í hálfleik og ákváðum að loka því betur. "Þá fengum við hraðaupphlaup og þetta gekk mjög vel," sagði Karen sem var ánægð með hvernig Haukar héldu haus í seinni hálfleik og vörðu forskotið. "Ég er mjög ánægð með það því við spiluðum við þær í undanúrslitum bikarsins þar sem við fengum mörg tækifæri til að klára leikinn en án árangurs. Það var ofboðslega mikilvægt að halda haus hér í dag," sagði Karen að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Haukar skutust á toppinn í Olís-deild kvenna með þriggja marka sigri, 19-22, á Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri toppliðanna í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Haukar eru því komnir í kjörstöðu til að vinna deildarmeistaratitilinn og tryggja sér þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Haukar eiga reyndar nokkuð erfiða leiki eftir en miðað við frammistöðuna lengst af í dag eru Hafnfirðingar ekki að fara að tapa mörgum stigum á næstunni. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu fyrstu mínúturnar. Grótta spilaði framliggjandi vörn á Ramune Pekarskyte sem þær voru smá tíma að ná tökum á. Sóknarleikurinn var líka skrítinn framan af og heimakonur töpuðu boltanum fimm sinnum á fyrstu 14 mínútum leiksins. Smám saman komst skikk á sóknarleik Gróttukvenna sem voru duglegar að mata Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur inni á línunni. Hún skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og fiskaði auk þess tvö vítaköst. Ramune var öflugasti sóknarmaður Hauka en hún skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í fyrri hálfleik. Maria Ines De Silve Pereira átti einnig fína innkomu og skoraði fjögur mörk á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Annars vantaði fjölbreyttari ógn í sóknina hjá Haukum. Liðið spilaði um tíma með sjö sóknarmenn en það gekk ekki sem skyldi. Eftir erfiða byrjun náði Grótta frumkvæðinu og leiddi lengst af í fyrri hálfleik án þess þó að ná afgerandi forskoti. Staðan í hálfleik var 14-11, Gróttu í vil, en heimakonur mættu hins vegar ekki til leiks í þeim seinni. Haukar skelltu einfaldlega í lás í vörninni og héldu hreinu fyrstu 12 mínútur seinni hálfleiks. Á meðan skoruðu gestirnir sex mörk og náðu þriggja marka forystu, 14-17. Sóknarleikur Gróttu var, eins og gefur að skilja, afleitur á þessum kafla en Seltirningar héldu sér inni í leiknum með ágætum varnarleik. Grótta saknaði hins vegar betri markvörslu en Íris Björk Símonardóttir fann sig ekki í dag. Lovísa Thompson braut loks ísinn fyrir Gróttu í seinni hálfleik þegar hún skoraði sitt eina mark í leiknum. Gróttukonur náðu í kjölfarið nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en virtist algjörlega fyrirmunað að jafna metin. Unnur Ómarsdóttir minnkaði muninn í 19-20 þegar 10 mínútur voru til leiksloka en í næstu sókn Hauka fékk Anna Úrsúla beint rautt spjald fyrir afar litlar sakir. Fáránlegur dómur hjá slökum dómurum leiksins sem réðu ekkert við verkefnið í dag. Rauða spjaldið var klárlega vatn á myllu Hauka sem skrúfuðu aftur upp ákefðina í varnarleik sínum og fengu ekki á sig mark síðustu 10 mínútur leiksins. Vörn gestanna var frábær en Grótta skoraði ekki nema fimm mörk í seinni hálfleik. Sóknarleikur Hauka var ekkert frábær en þó nógu góður til að landa þriggja marka sigri sem kemur Hafnfirðingum á topp deildarinnar. Lokatölur 19-22, Haukum í vil. Maria Pereira skoraði sex mörk fyrir Hauka líkt og Ramune. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 16 skot í markinu (46%). Hjá Gróttu var Sunna María Einarsdóttir með sex mörk en þau komu öll í fyrri hálfleik. Anna Úrsúla skoraði fimm á meðan hennar naut við.Kári: Rauða spjaldið skandall Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu.Karen Helga: Ánægð með hvernig við héldum haus Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, var í skýjunum eftir þriggja marka sigur á Gróttu á Nesinu í dag. Með sigrinum lyftu Haukar sér upp í toppsætið og það er því algjörlega í þeirra höndum að klára deildarmeistaratitilinn. "Þetta var mjög gott, þvílík liðsheild og þvílíkt lið. Ég er ótrúlega stolt af liðinu," sagði Karen eftir leik. Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 14-11, en byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Hvað breyttist eiginlega til batnaðar hjá Haukum í upphafi seinni hálfleiks? "Við bökkuðum aðeins of langt niður á sex metrana í lok fyrri hálfleiks. Við fórum yfir það í hálfleik og ákváðum að loka því betur. "Þá fengum við hraðaupphlaup og þetta gekk mjög vel," sagði Karen sem var ánægð með hvernig Haukar héldu haus í seinni hálfleik og vörðu forskotið. "Ég er mjög ánægð með það því við spiluðum við þær í undanúrslitum bikarsins þar sem við fengum mörg tækifæri til að klára leikinn en án árangurs. Það var ofboðslega mikilvægt að halda haus hér í dag," sagði Karen að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira