Lína opnar sig um átröskunina: Segir hrósin hafa ýtt undir uppköstin Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 21:45 Lína Birgitta. skjáskot „Það að ég hafi boðið mér bæði andlega og líkamlega upp á þennan ógeðslega sjúkdóm er það versta sem ég hef gert sjálfri mér. Ég vildi óska þess að ég gæti talað við sjálfa mig með því hugarfari sem ég hef í dag gagnvart sjálfri mér á þessum tíma sem ég byrjaði að kasta upp. Því það að þróa með sjálfum sér svona veiki er hræðilegt. Það á engin manneskja að upplifa sjálfa sig það slæma að hún beitir slæmum brögðum til að „laga” sig,“ segir Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir sem hefur um árabil þjáðst af átröskun – búlemíu. Í færslu á heimasíðu sinni í kvöld greinir Lína frá baráttu sinni við sjúkdóminn sem að hennar sögn hófst þegar hún var í 8. bekk. Hún sé þó í dag á batavegi. Eftir ótrúlega mörg snapchat skilaboð frá fylgjendum um að taka þessa umræðu fyrir þá loksins lét ég verða af því!Posted by Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir on Sunday, 17 January 2016Í færslunni segir hún að hún hafi lengi barist við mikla útlitsdýrkun. „Það er rosalega ómeðvitað en þegar ég fer virkilega að pæla í því þá er það frekar meðvitað. Staðlarnir eru orðnir svo ótrúlega háir að það er óraunverulegt að ná þeim,” segir Lína sem hefur gert garðinn frægan fyrir lífstílsblogg og er þá einnig þekkt á samfélagsmiðlum sem Line the Fine. Hún lýsir sjúkdómnum á þann veg að hún borði mat og kasti honum því næst upp svo að hún bæti ekki á sig. Hún rekur upphafið til áfalls í æsku og þunglyndis sem fór að láta á sér kræla í kjölfarið.Hrósin ýttu undir uppköstin „Ég byrjaði á þunglyndislyfjum og fitnaði í kjölfarið um 12 kíló. Út frá því, þá fékk ég að heyra það af og til að ég væri feit, að ég væri of þung til að geta gert hitt og þetta og það versta var að mér var stundum strítt undan fitu. Það ýtti mér ennþá neðar og ég fitnaði meira. Þar til að einn daginn er ég fattaði að það væri öruglega svakalega sniðugt að borða mat og kasta honum síðan upp,” segir Lína sem bætir við að hún hafi fljótlega farið að grennast eftir að uppköstin hófust. „Ég grenntist í 9 bekk og fékk endalaust af hrósum fyrir það. Þannig að ég hélt áfram að gera það sem gerði mig „mjóa” til að fá öll þessi hrós, enda voru hrósin mér lífið á þessum tíma. Þetta var byrjunin á sjúkdómnum en hann hefur fylgt mér til dagsins í dag og kemur í lægðum.” Lína segist þó vera á batavegi í dag og að hún sé mjög meðvituð um geðsjúkdóminn. Hún segist hafa skrifað pistilinn því hún viti til þess að margar aðrar konur séu að ganga í gegnum það sama og hún hefur mátt þurft að þola. Það hafi þó tekið hana langan tíma að birta skrifin sem hún segist hafa byrjað að hafa hripað niður í mars á liðnu ári.Jákvæðnin skipti sköpum„Ég óska öllum þeim sem eru í þessari stöðu, bata því þetta er helvíti. Maður er með fitu á heilanum allan daginn, alla daga! Ég er loksins, loksins, loksins búin að sætta mig við sjálfa mig og er án gríns farin að þykja vænt um litlu „bumbuna” mína sem hefur alltaf gert mig geðveika síðan ég man eftir mér,” segir Lína sem bætir við að hún sé þó ekki algjörlega laus úr greipum sjúkdómsins. Hún hvetur alla í sömu sporum til að hugsa jákvætt. Það hafi komið henni yfir erfiðasta hjallann. „Fatastærð á ekki að skipta neinu máli því við erum öll misjöfn og munum alltaf vera það! Samfélagið er búið að brengla okkur svo mikið þegar það kemur að útliti að við þekkjum nánast ekki lengur muninn á réttu og röngu! Tökum málin í okkar eigin hendur og gerum okkar besta til að samþykkja okkur sjálf,” segir Lína og ráðleggur öllum þeim sem kljást við álíka veikindi að leita sér aðstoðar hjá sérfræðíngum. Pistil Línu í heild sinni má sjá með því að smella hér. Hér að neðan má sjá þegar Lína ræddi um kaupfíkn sína í Íslandi í dag í ágúst á síðasta ári. Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Það að ég hafi boðið mér bæði andlega og líkamlega upp á þennan ógeðslega sjúkdóm er það versta sem ég hef gert sjálfri mér. Ég vildi óska þess að ég gæti talað við sjálfa mig með því hugarfari sem ég hef í dag gagnvart sjálfri mér á þessum tíma sem ég byrjaði að kasta upp. Því það að þróa með sjálfum sér svona veiki er hræðilegt. Það á engin manneskja að upplifa sjálfa sig það slæma að hún beitir slæmum brögðum til að „laga” sig,“ segir Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir sem hefur um árabil þjáðst af átröskun – búlemíu. Í færslu á heimasíðu sinni í kvöld greinir Lína frá baráttu sinni við sjúkdóminn sem að hennar sögn hófst þegar hún var í 8. bekk. Hún sé þó í dag á batavegi. Eftir ótrúlega mörg snapchat skilaboð frá fylgjendum um að taka þessa umræðu fyrir þá loksins lét ég verða af því!Posted by Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir on Sunday, 17 January 2016Í færslunni segir hún að hún hafi lengi barist við mikla útlitsdýrkun. „Það er rosalega ómeðvitað en þegar ég fer virkilega að pæla í því þá er það frekar meðvitað. Staðlarnir eru orðnir svo ótrúlega háir að það er óraunverulegt að ná þeim,” segir Lína sem hefur gert garðinn frægan fyrir lífstílsblogg og er þá einnig þekkt á samfélagsmiðlum sem Line the Fine. Hún lýsir sjúkdómnum á þann veg að hún borði mat og kasti honum því næst upp svo að hún bæti ekki á sig. Hún rekur upphafið til áfalls í æsku og þunglyndis sem fór að láta á sér kræla í kjölfarið.Hrósin ýttu undir uppköstin „Ég byrjaði á þunglyndislyfjum og fitnaði í kjölfarið um 12 kíló. Út frá því, þá fékk ég að heyra það af og til að ég væri feit, að ég væri of þung til að geta gert hitt og þetta og það versta var að mér var stundum strítt undan fitu. Það ýtti mér ennþá neðar og ég fitnaði meira. Þar til að einn daginn er ég fattaði að það væri öruglega svakalega sniðugt að borða mat og kasta honum síðan upp,” segir Lína sem bætir við að hún hafi fljótlega farið að grennast eftir að uppköstin hófust. „Ég grenntist í 9 bekk og fékk endalaust af hrósum fyrir það. Þannig að ég hélt áfram að gera það sem gerði mig „mjóa” til að fá öll þessi hrós, enda voru hrósin mér lífið á þessum tíma. Þetta var byrjunin á sjúkdómnum en hann hefur fylgt mér til dagsins í dag og kemur í lægðum.” Lína segist þó vera á batavegi í dag og að hún sé mjög meðvituð um geðsjúkdóminn. Hún segist hafa skrifað pistilinn því hún viti til þess að margar aðrar konur séu að ganga í gegnum það sama og hún hefur mátt þurft að þola. Það hafi þó tekið hana langan tíma að birta skrifin sem hún segist hafa byrjað að hafa hripað niður í mars á liðnu ári.Jákvæðnin skipti sköpum„Ég óska öllum þeim sem eru í þessari stöðu, bata því þetta er helvíti. Maður er með fitu á heilanum allan daginn, alla daga! Ég er loksins, loksins, loksins búin að sætta mig við sjálfa mig og er án gríns farin að þykja vænt um litlu „bumbuna” mína sem hefur alltaf gert mig geðveika síðan ég man eftir mér,” segir Lína sem bætir við að hún sé þó ekki algjörlega laus úr greipum sjúkdómsins. Hún hvetur alla í sömu sporum til að hugsa jákvætt. Það hafi komið henni yfir erfiðasta hjallann. „Fatastærð á ekki að skipta neinu máli því við erum öll misjöfn og munum alltaf vera það! Samfélagið er búið að brengla okkur svo mikið þegar það kemur að útliti að við þekkjum nánast ekki lengur muninn á réttu og röngu! Tökum málin í okkar eigin hendur og gerum okkar besta til að samþykkja okkur sjálf,” segir Lína og ráðleggur öllum þeim sem kljást við álíka veikindi að leita sér aðstoðar hjá sérfræðíngum. Pistil Línu í heild sinni má sjá með því að smella hér. Hér að neðan má sjá þegar Lína ræddi um kaupfíkn sína í Íslandi í dag í ágúst á síðasta ári.
Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira