Grínlaust grínlast Hildur Sverrisdóttir skrifar 5. febrúar 2016 11:00 Forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn. Margir urðu honum reiðir fyrir að gantast með fátæklegar aðstæður í flóttamannabúðum sem hann heimsótti. Ekki ætla ég að gera grín forsætisráðherra að mínu. Ég hefði eflaust ekki valið að senda þessi skilaboð úr þessum aðstæðum (alveg eins og ég hefði ekki valið að vera þar í jakkafötum). En þetta glens hans sem slíkt átti samt alveg rétt á sér. Og það verður að fá að eiga rétt á sér. Hitt er annað mál að það er svo auðvitað sjálfsagt að hafa á því skoðun hversu fyndið það er. Það er ekki ýkja langt síðan flokkur sem lofaði „allskonar fyrir aumingja“ vann stórsigur í borginni. Það er enn styttra síðan annar hver maður „var Charlie“ því allt grín átti að fá að vera án óttablandinnar kúgunar. Samt get ég í fljótu bragði rifjað upp allavega þrjú atvik síðan þá þar sem allt hefur farið hér á hliðina út af gríni sem var fordæmt grimmilega fyrir að hafa gengið of langt. Erum við sem sagt hætt við að vera Charlie? Sama dag og forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn sá ég viðtal við John Cleese þar sem hann sagði að pólitískur rétttrúnaður væri farinn frá því að vera góð hugmynd yfir í að ganga af gríni dauðu. Hann klykkti út með að viðmiðin væru farin að minna ískyggilega á hinn kúgaða heim í sögusviði bókarinnar 1984. Ef við viljum ekki að Cleese hafi rétt fyrir sér höfum við blessunarlega alla burði til að afstýra því. Við getum einfaldlega tekið ákvörðun um að allt grín sé sjálfsagt tjáningarfrelsi sama hvert efnið eða grínarinn er. Það er einföld og skynsamleg ákvörðun. Því við getum væntanlega öll verið sammála um að 1984 er afskaplega ógnvekjandi bók. Og fyndin er hún ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn. Margir urðu honum reiðir fyrir að gantast með fátæklegar aðstæður í flóttamannabúðum sem hann heimsótti. Ekki ætla ég að gera grín forsætisráðherra að mínu. Ég hefði eflaust ekki valið að senda þessi skilaboð úr þessum aðstæðum (alveg eins og ég hefði ekki valið að vera þar í jakkafötum). En þetta glens hans sem slíkt átti samt alveg rétt á sér. Og það verður að fá að eiga rétt á sér. Hitt er annað mál að það er svo auðvitað sjálfsagt að hafa á því skoðun hversu fyndið það er. Það er ekki ýkja langt síðan flokkur sem lofaði „allskonar fyrir aumingja“ vann stórsigur í borginni. Það er enn styttra síðan annar hver maður „var Charlie“ því allt grín átti að fá að vera án óttablandinnar kúgunar. Samt get ég í fljótu bragði rifjað upp allavega þrjú atvik síðan þá þar sem allt hefur farið hér á hliðina út af gríni sem var fordæmt grimmilega fyrir að hafa gengið of langt. Erum við sem sagt hætt við að vera Charlie? Sama dag og forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn sá ég viðtal við John Cleese þar sem hann sagði að pólitískur rétttrúnaður væri farinn frá því að vera góð hugmynd yfir í að ganga af gríni dauðu. Hann klykkti út með að viðmiðin væru farin að minna ískyggilega á hinn kúgaða heim í sögusviði bókarinnar 1984. Ef við viljum ekki að Cleese hafi rétt fyrir sér höfum við blessunarlega alla burði til að afstýra því. Við getum einfaldlega tekið ákvörðun um að allt grín sé sjálfsagt tjáningarfrelsi sama hvert efnið eða grínarinn er. Það er einföld og skynsamleg ákvörðun. Því við getum væntanlega öll verið sammála um að 1984 er afskaplega ógnvekjandi bók. Og fyndin er hún ekki.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun