Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍBV 1-1 | Eyjamenn hólpnir eftir jafntefli í Krikanum Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar 1. október 2016 16:30 Kristján Flóki Finnbogason, framherji FH. vísir/eyþór Íslandsmeistarar FH luku tímabilinu í Pepsi-deild karla á að gera 1-1 jafntefli við ÍBV í Kaplakrika í dag. Devon Már Griffin kom ÍBV yfir með góðu marki á 53. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin úr víti þegar skammt var til leiksloka. ÍBV var svo gott sem hólpið fyrir leikinn og úrslitin höfðu því litla þýðingu. FH-ingar með besta liðið á Íslandi annað árið í röð.Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Eyjamenn sýndu mikinn baráttuhug og gáfu FH-ingum fá færi til að skora. Liðið varðist vel sem heild og því voru Íslandsmeistararnir í bölvuðum vandræðum. Það verður að segjast að FH hefur ekki náð að gíra sig upp í síðustu tvo leiki eftir að liðið tryggði sér titilinn og kannski erfitt að spila þegar ekkert er undir og efsta sætið þeirra. ÍBV átti sannarlega skilið að fá stig út úr þessum annars bragðdaufa leik.Hverjir stóðu upp úr ?Avni Pepa stýrði varnarleik Eyjamanna eins og herforingi og átti frábæran leik í dag. Devon Már Griffin var einnig góður og skoraði hann mark ÍBV. Hjá FH var Emil Pálsson öflugur inni á miðjunni og Gunnar enn einu sinni góður í markinu.Hvað gekk vel ?Varnarleikur ÍBV gekk mjög vel og var liðið óheppið að fá á sig mark úr vítaspyrnunni. Þetta var í heildina mjög dapur fótboltaleikur þar sem fátt gekk upp. Atli Viðar: Mér er alveg sama um þessa umræðu, ég er ÍslandsmeistariAtli Viðar Björnsson í leik með FH.Vísir/Stefán„Þetta er titill númer átta,“ segir Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, eftir leikinn en hann er búinn að vera með liðinu í öllum Íslandsmeistaratitlum FH í sögunni. „Þetta er alltaf góð tilfinning og við erum að mínu mati verðugir Íslandsmeistarar, þó það hafi verið lítill glans yfir þessu hér í dag.“ Sumir hafa talað um að FH hafi aldrei náð sér almennilega á strik á tímabilinu og farið í gegnum þetta mót í þriðja gír. „Persónulega er mér alveg sama um þá umræðu. Ég er Íslandsmeistari í dag og ég er hæstánægður með það. Ég held aftur á móti að þessi umræða komi til vegna þess að við erum ekki að skora eins mikið af mörkum og við höfum verið að gera. Varnarlega höfum við verið frábærir.“ Atli segist ekki vita hvað hann geri á næsta tímabili. „Samningurinn minn við FH er að renna út núna og ég veit ekki hvað gerist næst. Ég er ekkert alveg á því að hætta í fótbolta en þetta kemur bara í ljóst.“ Ian Jeffs: Þessi þjálfaraskipti á miðju tímabili eru svo leiðinlegÞað var bongóblíða í Garðabænum í kvöld sem stríddi Jeffs.Vísir/Ernir„Mér fannst við spila mjög vel í dag og mér fannst FH fá smá hjálp í dag til að ná í þetta stig,“ segir Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við vorum þéttir allan leikinn og mjög góðir varnarlega sem lið og komum með nokkrar hættulegar skyndisóknir.“ Jeffs tók við liðnu í sumar eftir að Bjarni Jóhannsson hætti skyndilega með það. „Þetta er svo leiðinlegt hjá okkur, við erum alltaf að skipta um þjálfara á miðju tímabili. Við ákváðum bara að taka einn leik fyrir í einu og greina alltaf andstæðingana mjög vel. Leikmennirnir eru alltaf að leggja allt í alla leiki og ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið.“ Jeffs veit ekki hvort hann haldi áfram í þessari stöðu. „Það var bara talað um að við myndum klára tímabilið og annað á bara eftir að koma í ljós.“ „Mér líður frábærlega og þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Þegar maður hefur kynnst þessari sigurtilfinningu, þá vill maður viðhalda henni og það gekk upp í sumar.“ Heimir var nú nokkuð sáttur að ná inn jöfnunarmarkinu í dag svo að liðið myndi ekki tapa lokaleiknum. „Við spiluðum ekki vel hér í dag og það vantaði að menn væru að leggja sig fram í leiknum og hafa svolítið gaman af þessu. Við ætluðum greinilega að komast eins þægilega í gegnum þetta eins og við gátum. Við náðum að jafna leikinn og markið lætur þetta líta aðeins betur út en við hefðum viljað fá sigur.“ Heimir segir að FH-liðið hafi kannski stundum spilað betur en á þessu tímabili. „Við erum mjög verðskuldaðir sigurvegarar og svo förum við bara inn í veturinn á jákvæðu nótunum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH luku tímabilinu í Pepsi-deild karla á að gera 1-1 jafntefli við ÍBV í Kaplakrika í dag. Devon Már Griffin kom ÍBV yfir með góðu marki á 53. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin úr víti þegar skammt var til leiksloka. ÍBV var svo gott sem hólpið fyrir leikinn og úrslitin höfðu því litla þýðingu. FH-ingar með besta liðið á Íslandi annað árið í röð.Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Eyjamenn sýndu mikinn baráttuhug og gáfu FH-ingum fá færi til að skora. Liðið varðist vel sem heild og því voru Íslandsmeistararnir í bölvuðum vandræðum. Það verður að segjast að FH hefur ekki náð að gíra sig upp í síðustu tvo leiki eftir að liðið tryggði sér titilinn og kannski erfitt að spila þegar ekkert er undir og efsta sætið þeirra. ÍBV átti sannarlega skilið að fá stig út úr þessum annars bragðdaufa leik.Hverjir stóðu upp úr ?Avni Pepa stýrði varnarleik Eyjamanna eins og herforingi og átti frábæran leik í dag. Devon Már Griffin var einnig góður og skoraði hann mark ÍBV. Hjá FH var Emil Pálsson öflugur inni á miðjunni og Gunnar enn einu sinni góður í markinu.Hvað gekk vel ?Varnarleikur ÍBV gekk mjög vel og var liðið óheppið að fá á sig mark úr vítaspyrnunni. Þetta var í heildina mjög dapur fótboltaleikur þar sem fátt gekk upp. Atli Viðar: Mér er alveg sama um þessa umræðu, ég er ÍslandsmeistariAtli Viðar Björnsson í leik með FH.Vísir/Stefán„Þetta er titill númer átta,“ segir Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, eftir leikinn en hann er búinn að vera með liðinu í öllum Íslandsmeistaratitlum FH í sögunni. „Þetta er alltaf góð tilfinning og við erum að mínu mati verðugir Íslandsmeistarar, þó það hafi verið lítill glans yfir þessu hér í dag.“ Sumir hafa talað um að FH hafi aldrei náð sér almennilega á strik á tímabilinu og farið í gegnum þetta mót í þriðja gír. „Persónulega er mér alveg sama um þá umræðu. Ég er Íslandsmeistari í dag og ég er hæstánægður með það. Ég held aftur á móti að þessi umræða komi til vegna þess að við erum ekki að skora eins mikið af mörkum og við höfum verið að gera. Varnarlega höfum við verið frábærir.“ Atli segist ekki vita hvað hann geri á næsta tímabili. „Samningurinn minn við FH er að renna út núna og ég veit ekki hvað gerist næst. Ég er ekkert alveg á því að hætta í fótbolta en þetta kemur bara í ljóst.“ Ian Jeffs: Þessi þjálfaraskipti á miðju tímabili eru svo leiðinlegÞað var bongóblíða í Garðabænum í kvöld sem stríddi Jeffs.Vísir/Ernir„Mér fannst við spila mjög vel í dag og mér fannst FH fá smá hjálp í dag til að ná í þetta stig,“ segir Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við vorum þéttir allan leikinn og mjög góðir varnarlega sem lið og komum með nokkrar hættulegar skyndisóknir.“ Jeffs tók við liðnu í sumar eftir að Bjarni Jóhannsson hætti skyndilega með það. „Þetta er svo leiðinlegt hjá okkur, við erum alltaf að skipta um þjálfara á miðju tímabili. Við ákváðum bara að taka einn leik fyrir í einu og greina alltaf andstæðingana mjög vel. Leikmennirnir eru alltaf að leggja allt í alla leiki og ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið.“ Jeffs veit ekki hvort hann haldi áfram í þessari stöðu. „Það var bara talað um að við myndum klára tímabilið og annað á bara eftir að koma í ljós.“ „Mér líður frábærlega og þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Þegar maður hefur kynnst þessari sigurtilfinningu, þá vill maður viðhalda henni og það gekk upp í sumar.“ Heimir var nú nokkuð sáttur að ná inn jöfnunarmarkinu í dag svo að liðið myndi ekki tapa lokaleiknum. „Við spiluðum ekki vel hér í dag og það vantaði að menn væru að leggja sig fram í leiknum og hafa svolítið gaman af þessu. Við ætluðum greinilega að komast eins þægilega í gegnum þetta eins og við gátum. Við náðum að jafna leikinn og markið lætur þetta líta aðeins betur út en við hefðum viljað fá sigur.“ Heimir segir að FH-liðið hafi kannski stundum spilað betur en á þessu tímabili. „Við erum mjög verðskuldaðir sigurvegarar og svo förum við bara inn í veturinn á jákvæðu nótunum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira