Dogme ljósmyndun inn á Goldfinger Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. október 2016 08:00 Listafólkið Auður Ómarsdóttir og Viðar Logi Kristinsson fengu ansi krefjandi ljósmyndunarverkefni nú á dögunum. Vísir/GVA Pairs Project virkar þannig að 10 ljósmyndurum víðsvegar að úr heiminum var boðið að taka þátt og fengu sérstök fyrirmæli um hvernig skyldi vinna verkefnið. Ljósmyndirnar máttu aðeins vera teknar á 35mm filmu, aðeins eina filmu átti að senda til tímaritsins til framköllunar. „Filman okkar festist í pósti og var endursend, svo við náðum að koma henni til skila á síðasta séns og fengum að vera með. Enduðum svo á forsíðu tímaritsins,“ segir Auður Ómarsdóttir sem vann þetta verkefni ásamt félaga sínum Viðari Loga Kristinssyni. Pairs Project er tímarit eða zine sprungið út frá lífsstílstímaritinu Eclectic Magazine og mun það koma út einu sinni á ári. Það kemur nú í fyrsta sinn út í takmörkuðu magni í byrjun október í fimm borgum: Amsterdam, Berlín, London, Mílanó og París. Verkefnið kom upp í hendurnar á þeim Viðari og Auði þannig að Viðar hafði áður unnið fyrir tímaritið Eclectic Magazine, en listrænn stjórnandi þess er einn af þeim sem stendur fyrir Pairs project. Hann bauð Viðari að taka þátt og Viðar bauð Auði að skjóta myndatökuna með sér. Viðar leigði á þeim tíma í kjallaranum hjá Auði og vissi að hún var mikið að skjóta analog og fannst því kjörið að fá hana til að vinna verkefnið með sér.Nú skildist mér að myndirnar hafi verið teknar inni á Goldfinger, af hverju þar? „Staðurinn er einn af þeim síðustu hérlendis af sinni tegund og okkur fannst áhugavert að fara þangað og skyggnast inn í þá fagurfræði sem einkennir slíkan stað. Staðurinn er innréttur á mjög áhugaverðan hátt, litirnir, myndirnar á veggjunum, gerviblómin og stytturnar. Við fengum tvo stráka og eina stelpu, öll snoðuð, til þess að sitja fyrir. Útlit þeirra heillaði okkur og var eins og einhver andstæða við staðinn. Þau voru eins og unglingar í dularfullum leik að leita sér að einhverju til að gera. Eins og þau hefðu brotist þar inn til að hanga og spila teknó og drekka breezer.“Má eiga von á einhverju fleira svipuðu frá ykkur? „Ég vinn í myndlist og er því að skipuleggja komandi sýningar, bæði hér heima og í Berlín. Ég vinn mikið með ljósmyndir í listinni og er einnig að vinna að sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem verður snemma næsta árs. Viðar er með mörg spennandi verkefni í gangi, ljósmyndaseríur og herferð sem hann skipuleggur nú. En Pairs project er eina verkefnið sem við höfum unnið saman.“Mynd úr verkefninu.Mynd/Auður og ViðarReglur myndaseríunnar1. Það var bannað að skjóta í stúdíó og einungis leyft að taka myndirnar á tökustað. 2. Það var bannað að koma með leikmuni eða sviðsmyndir – ef leikmunur átti að vera notaður þurfti myndatakan að fara fram á þeim stað sem leikmunurinn er geymdur á. 3. Það voru strangar reglur um val á fatnaði en módelin urðu að velja föt úr þeim sem tískustjórnandinn kom með og urðu einnig að klæða sig í þau sjálf eftir eigin höfði. 4. Þrífótur og tímastillingar voru ekki leyfðar. 5. Eina lýsingin sem var leyfð var innbygt flass. 6. Ekki var leyfilegt að nota filtera eða annað slíkt. 7. Bannað var að svindla á tíma og rúmi. 8. Ekki var tekið við myndaseríu með ákveðnu þema. 9. Einungis leyfilegt að taka myndirnar á 35mm filmu. 10. Engin eftirvinnsla var leyfð. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Pairs Project virkar þannig að 10 ljósmyndurum víðsvegar að úr heiminum var boðið að taka þátt og fengu sérstök fyrirmæli um hvernig skyldi vinna verkefnið. Ljósmyndirnar máttu aðeins vera teknar á 35mm filmu, aðeins eina filmu átti að senda til tímaritsins til framköllunar. „Filman okkar festist í pósti og var endursend, svo við náðum að koma henni til skila á síðasta séns og fengum að vera með. Enduðum svo á forsíðu tímaritsins,“ segir Auður Ómarsdóttir sem vann þetta verkefni ásamt félaga sínum Viðari Loga Kristinssyni. Pairs Project er tímarit eða zine sprungið út frá lífsstílstímaritinu Eclectic Magazine og mun það koma út einu sinni á ári. Það kemur nú í fyrsta sinn út í takmörkuðu magni í byrjun október í fimm borgum: Amsterdam, Berlín, London, Mílanó og París. Verkefnið kom upp í hendurnar á þeim Viðari og Auði þannig að Viðar hafði áður unnið fyrir tímaritið Eclectic Magazine, en listrænn stjórnandi þess er einn af þeim sem stendur fyrir Pairs project. Hann bauð Viðari að taka þátt og Viðar bauð Auði að skjóta myndatökuna með sér. Viðar leigði á þeim tíma í kjallaranum hjá Auði og vissi að hún var mikið að skjóta analog og fannst því kjörið að fá hana til að vinna verkefnið með sér.Nú skildist mér að myndirnar hafi verið teknar inni á Goldfinger, af hverju þar? „Staðurinn er einn af þeim síðustu hérlendis af sinni tegund og okkur fannst áhugavert að fara þangað og skyggnast inn í þá fagurfræði sem einkennir slíkan stað. Staðurinn er innréttur á mjög áhugaverðan hátt, litirnir, myndirnar á veggjunum, gerviblómin og stytturnar. Við fengum tvo stráka og eina stelpu, öll snoðuð, til þess að sitja fyrir. Útlit þeirra heillaði okkur og var eins og einhver andstæða við staðinn. Þau voru eins og unglingar í dularfullum leik að leita sér að einhverju til að gera. Eins og þau hefðu brotist þar inn til að hanga og spila teknó og drekka breezer.“Má eiga von á einhverju fleira svipuðu frá ykkur? „Ég vinn í myndlist og er því að skipuleggja komandi sýningar, bæði hér heima og í Berlín. Ég vinn mikið með ljósmyndir í listinni og er einnig að vinna að sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem verður snemma næsta árs. Viðar er með mörg spennandi verkefni í gangi, ljósmyndaseríur og herferð sem hann skipuleggur nú. En Pairs project er eina verkefnið sem við höfum unnið saman.“Mynd úr verkefninu.Mynd/Auður og ViðarReglur myndaseríunnar1. Það var bannað að skjóta í stúdíó og einungis leyft að taka myndirnar á tökustað. 2. Það var bannað að koma með leikmuni eða sviðsmyndir – ef leikmunur átti að vera notaður þurfti myndatakan að fara fram á þeim stað sem leikmunurinn er geymdur á. 3. Það voru strangar reglur um val á fatnaði en módelin urðu að velja föt úr þeim sem tískustjórnandinn kom með og urðu einnig að klæða sig í þau sjálf eftir eigin höfði. 4. Þrífótur og tímastillingar voru ekki leyfðar. 5. Eina lýsingin sem var leyfð var innbygt flass. 6. Ekki var leyfilegt að nota filtera eða annað slíkt. 7. Bannað var að svindla á tíma og rúmi. 8. Ekki var tekið við myndaseríu með ákveðnu þema. 9. Einungis leyfilegt að taka myndirnar á 35mm filmu. 10. Engin eftirvinnsla var leyfð.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira